Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 42
26 3. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is BURSTAR í vél- sópa á lager Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - flestar stærðir FÓTBOLTI Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður Breiðabliks, er búinn að gefa sex stoðsendingar á félaga sína í sumar eða fleiri en allir aðrir leikmenn í Pepsi-deild karla. Krist- inn hefur gefið einni stoðsendingu fleiri en þeir Tryggvi Guðmunds- son úr ÍBV og Arnar Sveinn Geirs- son úr Val. Kristinn hefur lagt upp mörk fyrir þá Alfreð Finnbogason (2 mörk), Olgeir Sigurgeirsson, Kristin Steindórsson og Guðmund Kristjánsson auk þess sem hann átti einnig þátt í glæsilegu sjálfs- marki þegar Haukamaður skallaði fyrirgjöf hans í eigið mark. Kristinn er ekki eini bakvörð- urinn meðal efstu manna því FH- ingurinn Guðmundur Sævarsson, Framarinn Sam Tillen, Fylkismað- urinn Andrés Már Jóhannesson og Stjörnumaðurinn Baldvin Sturlu- son eru allir meðal efstu manna þó að tveir þeir síðastnefndu hafi einnig spilað aðrar stöður á vell- inum. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, segir það ekki koma sér á óvart að Kristinn hafi gefið margar stoðsendingar en það kemur pínulítið á óvart að hann sé efstur í deildinni. „Hann er góður sendingamaður og búinn að vera rosalega öflugur í sumar. Hann er kannski strákur sem hefur ekki fengið þá athygli sem hann er búinn að vinna sér inn,“ segir Ólafur. Mikilvægi Kristins sést líka kannski á útkomunni úr síðasta leik þegar hann gat ekki verið með vegna meiðsla og Breiðabliksliðið steinlá 1-3 á móti Fram á Laugar- dalsvellinum. „Það var smá stirðleiki í kálf- anum hjá honum og við hvíldum hann. Það er búið að vera mikið álag á honum og hann er búinn að spila meira eða minna allar mínút- ur í allt sumar,“ segir Ólafur sem vill þó ekki tengja þarna á milli. „Hann er mikilvægur. Hann er búinn að bæta varnarleikinn hjá sér gríðarlega án þess að það bitni á spyrnugetu hans því hann er með góðar sendingar. Það er ljúft að heyra það að hann sé efstur,“ sagði Ólafur að lokum. - óój Flestar stoðsendingar í Pepsi-deild karla: Kristinn Jónsson, Breiðabliki 6 Arnar Sveinn Geirsson, Val 5 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 5 Sam Tillen, Fram 4 Steinþór Freyr Þorsteinsson., Stjörn. 4 Guðmundur Sævarsson, FH 4 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki 4 Andrés Már Jóhannesson, Fylki 4 Baldvin Sturluson, Stjörnunni 4 Arnar Gunnlaugsson, Haukum 4 Kristinn Jónsson er efstur í stoðsendingum eftir þrettán fyrstu umferðirnar í Pepsi-deild karla í fótbolta: Bakvörður Blika með flestar stoðsendingar KRISTINN JÓNSSON Hefur spilað vel með Blikum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/SSSS GOLF Hið stórskemmtilega góð- gerða golfmót Einvígið á Nesinu fór fram í fjórtánda sinn hjá Nes- klúbbnum í gær og tókst vel að vanda. Fjölmargir voru mættir til að horfa á og kylfingarnir sem voru svo heppnir að vera boðið á mótið sýndu flott tilþrif á Nesvell- inum. Það fer ekkert á milli mála hver er heitasti kylfingur landsins þess- ar dagana því Birgir Leifur Haf- þórsson er hreinlega ósigrandi síðan að hann sneri til baka eftir erfið bakmeiðsli sem héldu honum frá keppni á síðasta tímabili. „Þetta rúllar þægilega fyrir mann þessa daganna og sjálfs- traustið er ágætt. Ég get samt alveg bætt mig en andlega hlið- in er fín og líkaminn er góður. Ég get ekki verið annað en rosalega ánægður með það sem hefur verið að gerast,” segir Birgir Leifur, sem varð klúbbmeistari GKG 10. júlí og Íslandsmeistari í fjórða sinn á ferl- inum um síðustu helgi. Nú landaði hann hins vegar skemmtilegum titli í fyrsta sinn. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég vinn þennan titil þannig að ég er rosalega stoltur af því það var fullt af frábærum spilurum að taka þátt. Ég hafði komist lengst á sjöundu holu fyrir þetta. Þetta var því óvænt,” sagði Birgir Leif- ur sem sló varla lélegt högg á loka- kaflanum eftir að hafa lent þrisvar sinnum í bráðabana í byrjun. „Það er allt öðruvísi ryþmi í spilinu. Þú ert aldrei að spila á sama hraða og vanalega enda eru tíu manns á fyrsta teig. Það líður alveg heil öld þangað til að þú færð að gera,“ sagði Birgir Leifur. „Ég lít á þetta aðallega sem skemmtun og tækifæri til að prófa driver-inn hér og þar. Þetta er ein- mitt þannig völlur að maður getur verið að leika sér aðeins. Annað- hvort heppnast það eða heppnast ekki,“ sagði Birgir Leifur. Hlynur Geir Hjartarson úr GK vakti mikla lukku á mótinu enda sannkallaður skemmtikraftur með kylfuna og með húmorinn á rétt- um stað. „Þetta er frábært mót enda eru svona góðgerðamót alltaf skemmti- leg. Það voru allir að gera góða hluti, völlurinn var frábær og það var fullt af áhorfendum sem gerði þetta mjög skemmtilegt,“ sagði Hlynur Geir og hann var líka með skýringu á tapinu á tæru. „Ég er sáttur með 2. sætið. Við verðum líka að byggja Bigga upp fyrir atvinnumennskuna þannig að við leyfðum honum að vinna núna,“ sagði Hlynur Geir hlæjandi. Það var ljóst á öllu að hann á heima á móti sem þessu. „Ég hef aldrei keppt áður á þessu móti en það hefur alveg komið til greina að vera með. Málið er bara að afmæli dóttur minnar er alltaf haldið á mánudegi eftir verslunar- mannahelgi og ég hef því ekki kom- ist. Nú var ég heppinn því afmæl- ið verður haldið næsta mánudag. Ef þeir bjóða mér að koma aftur þá er það ekki spurning að ég mun koma,“ sagði Hlynur Geir. Sigurpáll Geir Sveinsson var líklegur til afreka á mótinu þar til hann klikkaði illa í teighögg- inu á 17. holunni. Hann varð því að sætta sig við þriðja sætið eftir að hafa unnið höggleikinn um morg- uninn. Ragnhildur Sigurðardóttir og Tinna Jóhannsdóttir stóðu sig báðar vel og voru í 5. og 6. sæti og þá vakti hinn ungi Bjarki Pét- ursson úr GB, Íslandsmeistari drengja 15-16 ára, athygli fyrir flotta frammistöðu í bæði högg- leiknum (3. sæti) og einvíginu þar sem hann endaði í 7. sæti. Mótið var nú haldið til styrkt- ar Styrktarfélagi lamaðra og fatl- aðra sem fékk eina milljón króna frá DHL fyrirtækinu, aðalstyrkt- araðila mótsins. eins og í öll skipt- in síðan það var haldið í fyrsta sinn 1997. Mótinu verða gerð góð skil á Stöð 2 eftir viku. ooj@frettabladid.is Verðum að byggja Bigga upp Birgir Leifur Hafþórsson er í svaka stuði þessa dagana og vann í gær þriðja mótið á innan við mánuði. Fyrst varð hann klúbbmeistari GKG, svo Íslandsmeistari í Kiðjaberginu um síðustu helgi og í gær vann hann góðgerðamótið Einvígið á Nesinu eftir sigur á Hlyni Geir Hjartarsyni í úrslitunum. SIGURINN Í HÖFN Hlynur Geir Hjartarson óskar Birgi Leifi til hamningju með sigurinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þannig þróaðist einvígið 1. hola: Örvar Samúelsson úr GA féll út 2. hola: Nökkvi Gunnarsson úr NK 3. hola: Björgvin Sigurbergsson úr GK 4. hola: Bjarki Pétursson úr GB 5. hola: Tinna Jóhannsdóttir úr GK 6. hola: Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR 7. hola: Örn Ævar Hjartarson úr GS 8. hola: Sigurpáll Geir Sveinsson úr GK 9. hola: Hlynur Geir Hjartarson úr GK Sigurvegari: Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG KÖRFUBOLTI „Eigum við ekki að segja að Fannar hafi búið þetta til á staðnum því honum leiðist nú ekki að komast í blöðin,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í létt- um tón er hann var inntur eftir því hvort honum hafi tekist að efna loforðið við Fannar Ólafs- son, fyrirliða liðsins, um að finna nýjan þjálfara fyrir helgi. „Við Palli (Páll Kolbeinsson) erum að vinna í þessu og við hitt- umst á morgun. Við klárum þetta í vikunni,“ sagði Böðvar. „Ég get sagt sem minnst um stöðu mála. Sigurður Hjörleifs- son umboðsmaður sendi okkur erlendan þjálfara sem við erum að skoða með hinum. Það eru nokkrir möguleikar fyrir okkur í stöðunni,” sagði Böðvar. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er með seinni skip- unum. Ástæðan fyrir þessu er að Victor Finora dró okkur á svari mjög lengi. Það breytti öllu dæminu. Við erum líka með hæfa menn í KR sem geta séð um þessa stráka í vikunni því undir- búningstímabilið er formlega að byrja,“ sagði Böðvar. Hann gaf ekki mikið upp um stöðu mála en staðfesti það þó að engar gamlar KR-goðsagnir væru inni í mynd- inni sem næsti þjálfari KR-liðs- ins. - óój Þjálfaramál KR-liðsins: Ætla að klára þetta í vikunni ENN ÁN ÞJÁLFARA Pavel Ermolinskij og félagar í KR-liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/XXXXX > Verða núna að vinna Frakka og Dani Íslenska 20 ára landsliðsins bíður erfitt verkefni í milliriðlinum á Evrópumóti 20 ára landsliða í hand- bolta sem nú stendur yfir í Slóvakíu. Eins marks tap á móti Portúgal (35-36) í lokaleik riðlakeppninnar þýðir að íslensku strákarnir verða að vinna bæði Frakka og Dani til þess að komast í undanúrslitin. Íslenska liðið fer stigalaust inn í milliriðlinn eins og Frakkar en fyrir mótið var íslenska liðið talið eitt af þeim sigurstrang- legu. Ísland mætir fyrst Frökkum klukkan 16.00 í dag að íslenskum tíma en spilar síðan við Dani klukkan 12.00 á morgun. Leikur Lilleström og Kongsvinger í norska boltanum um helgina var heldur betur ævintýralegur fyrir Björn Bergmann Sigurðarson. Leikurinn endaði með jafntefli 2-2 en Björn skoraði fyrra mark Lilleström í leiknum og fékk svo að bregða sér í markið í blálokin. „Við eigum að vinna þetta lið. Við erum búnir að vera upp og niður en gengið erfiðlega að vinna leiki að undanförnu. Við erum mikið að lenda undir í leikjunum og gera okkur erfitt fyrir. Sem betur fer náðum við allavega stigi í þessum leik eftir að hafa lent 2-0 undir,“ sagði Björn. Björn minnkaði muninn í 2-1 með laglegu skoti fyrir utan teig og jöfnunarmarkið kom svo sjö mínút- um fyrir leikslok. Í uppbótartíma munaði litlu að Kongsvinger næði að stela sigrinum eftir misskilning varnarmanns og Stefáns Loga Magnússonar markvarðar. Stefán var kominn út fyrir teig og kom í veg fyrir mark með því að brjóta af sér. Hann fékk að launum rautt spjald. Björn setti þá á sig hanskana á lokasekúndunum þar sem Lilleström var búið með skiptingar sínar. Hann slapp við að fá á sig skot áður en dómarinn flautaði af. „Það var hárrétt ákvörðun hjá Stefáni að brjóta af sér. Fyrirlið- inn okkar ætlaði að fara í markið en ég bauð mig þá fram og spurði hvort það væri ekki betra að ég tæki þetta að mér. Ég leik mér oft í marki eftir æfingar og svona,“ sagði Björn en getur hann eitthvað í marki? „Ég get ekki sagt það.“ Lilleström er í algjöru miðjumoði og hefur um lítið að keppa. „Við duttum úr bikarnum gegn einhverju skítaliði. Nú þurfum við bara að fara að vinna einhverja leiki, ansi langt síðan við höfum gert það,“ sagði Björn sem er sáttur við sína persónulegu frammistöðu á tímabilinu. „Já, já. Það kom þarna kafli þar sem ég náði ekkert að skora en þrátt fyrir það var ég alls ekkert að spila illa. Það hefur gengið nokkuð vel hjá mér.“ BJÖRN BERGMANN SIGURÐARSON: SKORAÐI OG FÓR Í MARKIÐ FYRIR STEFÁN LOGA UM HELGINA Leik mér oft í marki eftir æfingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.