Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI3. ágúst 2010 — 179. tölublað — 10. árgangur ÞRIÐJUDAGUR skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is veðrið í dag Því lengi býr að fyrstu gerð Svooona sterk Krýnir draggdrottningu Georg Erlingsson Merritt sér um að krýna draggdrottningu og -kóng í Óperunni á morgun. fólk 30 Kom, sá og sigraði Árni Johnsen vann til verðlauna í Ólympíu- keppninni í efnafræði. tímamót 16 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Við erum ekki að reyna að hneyksla, gagnrýna eða halda einhverjum áróðri á lofti, held-ur miklu frekar að vekja fólk til umhugsunar um þessa hluti og sýna fram á að þetta þarf alls ekki að vera eitthvert feimnis-mál,“ segir Ásrún Magnúsdótt-ir, meðlimur í sviðslistahópnum Hnoði, sem mun frumsýna nýtt verk á listahátíðinni artFart, sem verður haldin í fimmta skipti 5.-22. ágúst. Kynsjúkdómar eru umfjöllunar-efni verksins sem kallast Snoð, en kveikjan að því var þegar Krabba-meinsfélag Íslands boðaði meðlimiHnoðs, fjórar i k vorum tvítugar, en félagið boðar konur í leghálsstrok á tveggja ára fresti frá þeim aldri til að finna hvort forstigsbreytingar eða leg-hálskrabbamein á frumstigi finn-ist. Í framhaldi af því uppgötvuð-um við hversu mikið feimnismál heimsóknir til kvensjúkdóma-læknisins virðast vera og þannig varð hugmyndin að verkinu til, en það byggjum við á eigin reynslu og annarra, sem við höfum heyrt um og lesið okkur til um á Net-inu,“ segir Ásrún og telur að þetta sé fyrsta íslenska læknadramað ílangan tíma sem sýnt á íið fjalla um kynsjúkdóma í íslensku samfélagi. „Þetta er allt svo bælt, skammarlegt og hallærislegt eitt-hvað og engu líkara en fólk haldi að það fái á sig einhvern stimpil ef það greinist með kynsjúkdóm sem er alls ekki tilfellið, öðru nær. Fleiri greinast heldur en margur gæti haldið, alls konar stelpur sem eru að hugsa um og ganga í gegn-um sams konar hluti án þess að þora að ræða um það. Með verkinu viljum við varpa ljósi á akkúrat þá staðreynd.“ Snoð Kinnroðalaus umræðaKynsjúkdómar og heimsóknir til kvensjúkdómalæknisins eru umfjöllunarefni verks sem sviðslistahópur- inn Hnoð frumsýnir á listahátíðinni artFart. Fyrsta læknadramað í langan tíma segir Ásrún Magnúsdóttir. Rósa Ómarsdóttir, Berglind Pétursdóttir, Védís Kjartansdóttir og Ásrún Magnúsdóttir, hér í gervi hests, standa að baki Hnoði sem er sjálfstætt starfandi sviðslistahópur. Hópurinn frumsýnir verk um kynsjúkdóma á listahátíðinni artFart og semur hljómsveitin Sword of Chaos tónlistina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR LÝÐHEILSUSTÖÐ hefur gefið út leiðbeiningar um ráðlagða hreyfingu. Mælt er með að fullorðnir hreyfi sig minnst í hálftíma og börn í klukkutíma á dag. Fjölþrepa bakbrettið• Eykur sveigjanleika• Linar bakverki• Bætir líkamsstöðu• Auðvelt í notkun• Má nota hvar sem er Opið virka daga frá kl. 9 -18www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verð: 7.950 kr. Patti.isLandsins mesta úrval af sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.isOpið : Mánud. - Föstud frá 9 Láttu þér líða vel í sófa frá Patta 299.900 kr Vín Sófa sett 3+1 +1 Kynning artilboð Áklæði að eigin vali nýtt FASTEIGNIR.IS 3. ÁGÚST 2010 31. TBL. Fasteignamarkaðurinn hefur til sölu glæsilegt 218 fm ein- býlishús á tveimur hæðum á eignarlóð, sjávarlóð á sunnan- verðu Seltjarnarnesi. L óðin, „ásamt fjörunni fram af lóðinni og sjávarrjettind-um“ eins og segir í afsali, er tæpir 1000 fm. með stóru bílastæði norðan megin við húsið. Innbyggð- ur bílskúr. Húsið er teiknað af Hauki Viktors syni arkitekt, steinsteypt og efri hæð klædd svartri skífu. Álþak er á húsinu. Á móti norðri er húsið nokkuð lokað en opið á móti sjónum í suður. Á neðri hæð er for- stofa, innri forstofa, sjónvarpsher- bergi/svefnherbergi, fataherbergi, bað með innfelldu, flísalögðu bað- keri og þvottahús. Gólf á neðri hæð eru flísalögð (Buchtal). Úr innri forstofu er gengið út á pall með heitum potti. Opinn stigi er á milli hæða. Á efri hæð er mikil lofthæð. Þar er hol, borðstofa, eldhús, stofa með bókalofti, svefnherbergi og bað. Öll gólf eru þar parketlögð nema flísar á baði. Úr holi er gengið út á stórar flísalagðar suðursvalir með útsýni yfir fjöllin í suðri, Skerja- fjörð, Álftanes og Reykjanes allt vestur á Garðskaga, sama útsýni er úr öllum herbergjum Sjávarlóð á Seltjarnarnesi Fallegt útsýni er úr húsinu sem stendur á sjávarlóð á sunnanverðu Seltjarnarnesi. heimili@heimili.is Sími 530 6500 Sumarfrí! Nú stendur y r sumarfrístími starfsmanna og biðjum viðskipta- menn okkar um að sýna biðlund, nái þeir ekki sambandi við skrif- stofuna símleiðis. Við viljum hvetja ykkur til að nota netföng og talhólf varðandi fyrirspurnir. Þeim verður svarað eins jótt og unnt er Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU HEILSA „Þetta er stærsta alþjóð- lega sundíþróttamótið sem hald- ið hefur verið á Íslandi,“ segja Bjarni Snæbjörnsson og Jón Þór Þorleifsson sem sitja í undirbún- ingsnefnd fyrir alþjóðlegt hinseg- in sundíþróttamót. IGLA, alþjóðlegt sundsamband homma og lesbía, samþykkti um helgina umsókn Íslands um að halda alþjóðlegt hinsegin sund- íþróttamót með öllum greiddum atkvæðum. Sundsamband Íslands studdi umsókn Íþróttafélagsins Styrmis og býst Hörður Oddfríðarson, for- seti sambandsins, við skemmti- legu móti. - mmf / sjá Allt Sundmót samkynhneigðra: Öll vildu keppa í sundi á Íslandi ORKUMÁL Fram undan er niður- skurður hjá Orkuveitu Reykja- víkur. Þar verður bæði horft til þess að fækka starfsmönnum og lækka laun sumra starfsmanna sem þykja vel haldnir í launum, samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins. Meðal annars verður litið til mikils fjölda starfsmanna Orku- veitunnar og hárra meðallauna. Starfsmenn OR eru í dag ríf- lega 700 talsins. Samkvæmt árs- reikningi OR fyrir síðasta ár voru meðallaun starfsmanna fyrirtæk- isins á því ári rétt tæpar 470 þús- und krónur á mánuði. Þau hafa hækkað talsvert á síðustu árum, og voru til að mynda um 404 þús- und árið 2006. Hækkunin nemur 16,3 prósentum á þremur árum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stefnir í verulegan niður- skurð innan fyrirtækisins. „Stjórn Orkuveitunnar hefur þverneitað að fara í gjaldskrár- hækkanir sem þó er ljóst að þurfi að fara í, fyrr en búið er að velta við hverjum steini í rekstrinum til að sýna almenningi fram á að það hafi verið tekið til í rekstrinum,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR. Til stendur að kynna breyting- ar á gjaldskrá 1. september, og áður en tekin verður ákvörðun um þær þarf að ákveða hvernig hægt verður að hagræða í rekstr- inum, segir Haraldur. Úttekt sem nú er í gangi á fyrirtækinu á því að ljúka um miðjan ágúst í síðasta lagi. Haraldur segir ljóst að tiltekt ein og sér bjargi ekki fyrirtæk- inu. Vandi þess sé fyrst og fremst til kominn vegna skulda í erlendri mynt. Þó skipti auðvitað miklu að vinna á skuldabagganum, og þá þurfi að lækka kostnað og auka tekjur. - bj / sjá síðu 4 Meðallaun í OR 470 þúsund Tilkynnt verður um tillögur um verulegan niðurskurð hjá Orkuveitu Reykjavíkur á næstu vikum. Horft verður til mikils fjölda starfsmanna og hárra launa hluta starfsmanna. Breytingar á gjaldskrá yfirvofandi. JÓN ÞÓR ÞORLEIFSSON OG BJARNI SNÆBJÖRNSSON hækkun hefur orðið á laun- um starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu þremur árum. 16% DREGUR ÚR VÆTU Í dag verða víða norðan 3-8 m/s, dregur úr vætu S- og V-lands en rigning norðaustan til fram eftir degi. Hiti 12-18 stig, hlýjast SV-lands. VEÐUR 4 14 12 16 16 13 Birgir Leifur sjóðheitur Birgir Leifur Hafþórsson vann góðgerðamótið Einvígið á Nesinu í gær. Íþróttir 26 Jafnrétti og sjálfsvirðing Körlum finnst ekkert athugavert við að geta ekki séð um sig, skrifar Jónína Michaelsdóttir. umræðan 13 RUSL Í EYJUM Hundruð tjalda, svefnpoka og dýna og dýr fatnaður var skilið eftir á tjaldsvæðinu í Eyjum í nótt. Þessir piltar virtust helst ekki vilja yfirgefa Herjólfsdal þótt dagskráin væri tæmd. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir sóðalegt um að litast í Herjólfsdal: Yfirgefnir svefnpokar til hjálparstarfs VESTMANNAEYJAR „Þetta er svolít- ið 2007 hvernig unga fólkið skilur við eftir sig,“ segir Páll Scheving, formaður Þjóðhátíðarnefndar en mikið af dóti var skilið eftir á tjaldsvæðinu í Eyjum eftir helg- ina. Um sextán þúsund gestir voru á Þjóðhátíð að mati hátíðar- nefndarmanna. „Hér eru hundruð tjalda, svefn- poka og dýna og dýr fatnaður. Það er eins og fólk hafi bara staðið upp frá þessu og skilið allt eftir. Þetta er alveg skelfileg umgengni um verðmæti,“ segir Páll og bætir við að hreinsunarfólki þyki miður að tína allt í ruslagáma. „Við höfum oft tekið svefnpoka og teppi og lagt til hjálparstofnana. Það er samt ekki alltaf geðfellt að hand- fjatla margt af þessu.“ Páll segir að Þjóðhátíðarnefnd muni líklegast benda hjálparstofn- unum á að hægt verði að nálgast dótið eða jafnvel taka eitthvað frá fyrir þær. Hann segir að búið sé að grófhreinsa svæðið og að því verði lokið á morgun. Nokkur hundruð voru í dalnum í nótt að sögn Páls en tíu manna gæsluvakt var á svæðinu. „Tjald- brennur hafa tíðkast á golfvellin- um undanfarin ár og gæslumenn verða tiltækir með slökkvitækin í nótt.“ - mmf / sjá síðu 8

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.