Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 3. ágúst 2010 13 • Svart • Hvítt • Krem • Brúnt Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-17 Það er gott að dorma ;-) 69.900,- Frábær svefnsófi 69.900,- Hægindastóll í taui 149.000,- Interbed 160x200 Tilvalið í bústaðinn Ómissandi Hrein íslensk náttúruafurð ms.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 18 5 0 Jafnrétti og sjálfsvirðing Þegar ég var að vaxa úr grasi tíðkaðist ekki að konur ynnu utan heimilis, nema þær væru einstæðar eða ekkjur. Ég man aðeins eftir þremur konum í mínu umhverfi. Ég minnist þess heldur ekki að hafa heyrt um konur sem sóttust eftir því. Frekar að þeim væri vorkennt sem þurftu að skilja börn sín eftir hjá vandalausum, eða ein, alla daga. Baráttan fyrir jafnrétti kynj- anna hér á landi var lengst af barátta kvenna og við þær kennd. Fordómar gagnvart úti- vinnandi mæðrum snerust upp í fordóma gegn þeim sem kusu að vera heimavinnandi þegar kvennabaráttan komst á skrið. Hvað þessar konur gætu verið að gera heima hjá sér allan daginn þegar tæknin hefði gert heimilisstörfin áreynslu- laus! Brýnasta réttindamálið væri góð barnaheimili, enda sérhæfðir fagmenn og oft mun betri uppalendur en foreldr- arnir. Yngsta systir mín var mjög kröftug í kvennabaráttunni á sínum tíma, sem og flestar vin- konur mínar, flottar og klárar konur. Sjálfri fannst mér frels- ið mikilvægast. Að hafa val, og það væri borin virðing fyrir því vali. Ein úr vinahópnum sagðist ekki hafa neina for- dóma gagnvart heimavinn- andi húsmæðrum, síður en svo. Ef þær vildu vera á framfæri, ættu þær auðvitað að ráða því! Að geta séð um sig Í dag er jafnrétti kynjanna sjálfsagður hlutur. Kvennabar- átta er orðin jafnréttisbarátta í víðara samhengi. Konur finna kröftum sínum og hæfileikum viðnám í atvinnulífi, stjórn- málum og listum. Í þessu ferli hefur verið lögð áhersla á mik- ilvægi þess fyrir sjálfsvirð- ingu kvenna að geta séð fyrir sér sjálfar. Vera ekki á fram- færi, eins og vinkona mín sagði um árið. Hins vegar hef ég ekki hvorki heyrt karla eða konur tengja sjálfsvirðingu karla við að þeir geti séð um sig, og það er dálítið merkilegt í nútíma- samfélagi. Karlar nefna það oft í viðtölum, drýldnir og brosandi að þeir séu liðtæk- ir á grillinu, en konan sjái um hitt. Jafnvel tæknimenntað- ir karlar treysta sér ekki til að læra á þvottavélina. Þvottur er ekki þeirra fag. Sumir fá áhuga á eldamennsku og njóta sín í eldhúsinu, en ekki endilega í þrifum. Auðvitað er víða gott samstarf milli hjóna á heimil- um þar sem bæði vinna langan vinnudag. Samt heyrir maður enn ólík viðhorf til afkasta karla og kvenna á þessum vett- vangi. Það er grunnt á því við- horfi að konan sjái um heimilið, en karlinn hjálpi til. Og það er gjarnan undirliggjandi virðing í rödd þess sem talar um fram- lag karlsins, jafnvel þegar börn hans eiga í hlut. Mér finnst furðulegt að körl- um í nútímasamfélagi finnist ekkert athugavert við að geta ekki séð um sig. Þá á ég ekki við að verkaskipting á heimili kunni ekki að vera þannig að hann þurfi þess ekki í dagsins önn. En ef út af bregður ætti fullvaxinn karlmaður að geta eldað mat, kunna á þvottavél, geta straujað af sér sjálfur og ryksugað. Ef það styrkir sjálfs- virðingu kvenna að geta séð fyrir sér, þá ætti það að styrkja sjálfsvirðingu karla að geta séð um sig, og gera það. Margrét í Seli Uppeldi og umhverfi ræður miklu um viðhorf okkar gildis- mat. Jafnrétti er ekki ný hug- mynd á Íslandi þó að hún hafi ekki náð að blómstra fyrr en á okkar tímum. Það var gaman að lesa um Margréti í Seli, ljósmóður á Stokkseyri. Henni er lýst þannig að hún hafi verið með- alkona á hæð, fíngerð, vel greind með fallega söngrödd, glaðvær, en gætin í orðum. Hún gekk í öll karlmannsstörf úti og inni, og kenndi sonum sínum hefðbundin kvenna- störf. Hún kenndi þeim að gera sér skó, vefa í vefstól, matreiða allan algengan mat, prjóna sokka og sauma föt sín og bæta. Á veturna sagði hún þeim sögur og kenndi þeim kvæði og sálma og lét þá syngja við hús- lestra. Synir Margrétar, Selsbræð- ur, voru síðar þekktir fyrir framtakssemi, listhneigð og næmi. Margrét í Seli var amma Páls Ísólfssonar, og því langamma Þuríðar Pálsdótt- ur. Ekki er ofsagt að þessi kona hafi verið á undan sinni sam- tíð. Jónína Michaelsdóttir Blaðamaður Í DAG Hins vegar hef ég ekki hvorki heyrt karla eða konur tengja sjálfsvirðingu karla við að þeir geti séð um sig, og það er dálítið merkilegt í nútíma- samfélagi. Karlar nefna það oft í viðtölum, drýldnir og brosandi að þeir séu liðtækir á grillinu, en kon- an sjái um hitt. AF NETINU „Crime pays“ Hvernig væri einfaldlega að segja bankahyskinu að með tilliti til skítlegrar frammistöðu (og þvílík „understatement“) þess í starfi sé grundvöllur brostinn fyrir starfssamningum þess. Eða að krefja það um endurgreiðslu á „bónusunum“ sem það greiddi sjálfu sér fyrir sína fínu frammistöðu? Eða þá að sletta nokkrum stjórnvaldssektum – sem lög heimila – í smettið á þeim fyrir óteljandi brot á ákvæðum íslenskra laga um fjármálastarfsemi? Bankaslektið á þó greinilega pening – ólíkt fórnarlömbum þess – til að borga þær. Aðgerðir af þessu tagi myndu duga langa leið til að staga upp í gatið á hinum magra og mígleka ríkissjóði. blog.eyjan.is/iris Íris Erlingsdóttir AF NETINU Góð frétt frá Bloomberg Bloomberg, alias Ómar R. Valdimarsson, segir, að ekki sé meirihluti Alþingis fyrir auknu ríkisfé til bankanna. Gott er, ef satt er. Ómar hefur talað við þingmenn, segir alla stjórnarandstöðuna og þrjá vinstri græna vera andviga. Ríkið mun á næsta ári skulda 100% af landsframleiðslu. Það er of mikið og ekki má bæta meiru ofan á. Ríkisstjórnin virðist ætla að endurtaka mistök ríkisstjórnar Geirs Haarde. Fyrst og fremst að undirlagi Gylfa Magnússonar, sem er versti ráðherrann. Nær væri að hafa Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í hans embætti. Hún segir, að meira en nógu fé hafi þegar verið pumpað inn. jonas.is Jónas Kristjánsson Dóttir Cheneys og WikiLeaks Liz Cheney er dóttir geðbilaðs stríðsæsingamanns sem nefnist Dick Cheney. Sá var einn helsti áhrifamaðurinn í ríkisstjórnum Bushfeðganna. Í tíð hins síðari keyrðu völd hans um þverbak. Heimsbyggðin er enn að súpa seyðið af því. Því miður var eins og Cheney og co. væru kærir bandamenn Íslands á þeim tíma. Dóttirin veður í villu og svíma þegar hún talar um Ísland og WikiLeaks á Fox sjónvarpsstöðinni (hvar annars staðar?) eyjan.is/silfuregils Egill Helgason Að brúa kynslóðabilið Brekkusöngurinn í Eyjum er til sóma Árna Johnsen og öðrum sem að honum standa því hann sameinar kynslóðirnar á einstakan hátt og brúar kynslóðabilið. Þarna má heyra lög og texta frá allri síðustu öld hljóma á einstakan hátt þegar ungir sem aldnir leggjast allir á sömu sveif. Það er mikil þörf fyrir slíkt á þessum tímum. omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.