Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 38
22 3. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Glamúrfyrirætan Jordan hefur nú komið með enn einn gullmol- ann. Hún greindi frá því nýlega að í raun kæmi skilnaður henn- ar og söngvarans Peters Andre til með að hafa góð áhrif á börn þeirra. „Skilnaðarbörn eru heppin. Þau fá fleiri jóla- og afmælisgjaf- ir ásamt fleiri ferðalögum. Ef ég rifja upp skilnað foreldra minna, þegar ég var um þriggja eða fjög- urra ára, þá man ég í raun ekki eftir honum. Þannig að þetta var bara jákvætt.“ Það virðist því sem þessi móðir hafi ekki miklar áhyggjur af sál- arangist barna sinna í kjölfar skilnaðar foreldranna eins og margir aðrir foreldrar. Jordan segir skilnað- arbörn vera heppin KATY PERRY EÐA JORDAN Að hennar mati bæta fleiri gjafir og ferðalög börnum upp sorgina við skilnað foreldranna. Nítján ára gömul dóttir leikarans Laur- ence Fishburne hyggst öðlast frægð og frama í Hollywood í gegnum hlutverk sitt í nýrri klámmynd. Montana Fishburn fer með aðalhlut- verkið í nýrri mynd sem Vivid Enter- tainment gefur út, en það fyrirtæki gaf einnig út heimatilbúin myndbönd Pamelu Anderson, Paris Hilton og Kim Kardashian. „Frægðarsól Kim Kardash- ian fór fyrst að skína eftir að kynlífs- myndbandið hennar kom út og mig langar að njóta sömu velgengni,“ sagði hin unga stúlka. Myndbandið kemur út í ágúst og við- urkennir Fishburne að hún hafi verið ein taugahrúga fyrsta tökudaginn. „Ég hafði æft mig mikið heima en það er ekki eins. Manni líður óþægilega fyrst en reynir að haga sér eðlilega og gerir sitt besta, ég hef trú á því sem ég geri. Þetta var ekki takmark í lífi mínu, en þetta var skref í einhverja átt.“ Ekkert hefur heyrst frá Laurence Fishburne um málið en slúðurblöðin hið vestra eru nokkuð viss um að uppátæki dótturinnar muni ekki falla í kramið hjá honum. Dóttirin lék í klámmynd ÓSÁTTUR Dóttir leikarans Laurence Fishburne vonast til að leikur sinn í klámmynd muni færa henni frægð og frama. NORDICPHOTOS/GETTY > AFMÆLI Í RÚSSLANDI Daniel Radcliffe úr Harry Potter- myndunum hélt upp á 21 árs af- mælið sitt á dögunum með því að kíkja út á lífið í Pétursborg í Rússlandi. „Þetta er fallegasti staður sem ég hef komið á,“ sagði Radcliffe, ánægður með borgina og næturlífið. Söngkonan Alicia Keys til- kynnti fyrir stuttu að hún ætlaði að ganga í hið heil- aga með unnusta sínum, tónlistarmanninum Swizz Beatz. Það hefur þó komið á daginn að kauði er enginn draumaprins. Keys á von á sínu fyrsta barni með Swizz Beatz, en hann á fyrir þrjú önnur börn með þremur konum. Eitt barnið á hann með fyrrverandi eiginkonu sinni, en Beatz var enn giftur maður þegar hann tók saman við Keys. Annað barnið á hann með gamalli kærustu og það þriðja með rúss- neskri söngkonu að nafni Jahna Sebastian og var það barn getið um svipað leyti og samband hans við Keys hófst. Í nýlegu viðtali sagði Sebasti- an að Swizz Beatz væri sérlega afskiptalaus faðir og ber honum ekki vel söguna. Samkvæmt henni hefur Beatz aðeins hitt dóttur sína í eitt einasta sinn og það var þegar hann mætti í fað- ernispróf og var Keys þá einnig með í för. Auk þess á Swizz Beatz aðeins einu sinni að hafa greitt henni meðlag með barninu og svari sjaldan bréfum hennar. Fyrrverandi eiginkona tónlist- armannsins hefur svipaða sögu að segja og segir hann hafa sýnt einstakt tilfinningaleysi þegar hann yfirgaf hana og nýfætt barn þeirra til að taka saman við Keys. Konurnar beina reiði sinni ekki aðeins að Beatz sjálfum held- ur hefur Keys einnig fengið sinn skerf og hefur meðal annars verið uppnefnd hjónadjöfull. Keys og til- vonandi eiginmaður hennar þurfa því að takast á við ýmis vandamál strax í upphafi hjónalífsins. Fann ekki draumaprinsinn ÓHEPPIN Í ÁSTUM Tilvonandi eiginmaður söngkonunnar Aliciu Keys þykir ekki fínn pappír. NORDICPHOTOS/GETTY Enn meiri afsláttur á útsölunni! Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 561 6262 www.kisan.is Opnunartími í sumar: mán - lau 11:00 - 19:00 sun 12 - 19:00 Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.