Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 2
2 10. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR „Sveinn, er verið að blása málið upp?“ „Nei, þetta er vissulega þörf umræða enda misjafn sauður í mörgu fé.“ Sveinn Runólfsson er landgræðslustjóri. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði hann að lausagangur sauðfjár hefði dregist mikið saman. Yfirvöld hafa verið gagn- rýnd fyrir að taka ekki á lausaganginum sem hefur verið nefnd sem ein ástæðan fyrir uppblæstri á landinu. FÓLK Hinn tvítugi björgunarsveit- armaður, Ásmundur Þór Krist- mundsson, sem óð út í Krossá á sunnudag og bjargaði tveim- ur frönskum ferðamönnum sem þar sátu fastir, hefur áður komið manni til bjargar. Að sögn ömmu hans má hann ekkert aumt sjá og finnst sjálfsagt að hjálpa fólki í neyð. „Ég er mjög stolt af honum og það er sko alls ekki í fyrsta skipti,“ segir Kolbrún Skarphéðinsdóttir, amma Ásmundar. „Hann er bara svona, finnst það vera sjálfsagt að koma fólki til hjálpar. Hann er í björgunarsveitinni og hefur notið sín vel þar og finnst þetta bara vera skylda sín,“ segir Kolbrún. Ásmundur hefur verið frá vinnu undanfarnar vikur þar sem hann er brákaður á vinstri öxl. Að sögn Kolbrúnar hefur hann varla getað lyft upp handleggnum en hann lét það ekki stoppa sig þegar hann óð út í ána í gær. „Ég er allur að koma til eftir þetta og það er ánægjulegt að gríðarlega mikið af fólki er búið að hafa samband,“ sagði Ásmund- ur við Fréttablaðið í gær. Spurður hvort hann hefði ekki betur hlíft öxlinni á sunnudag sagði Ásmundur: „Ég gat ekki látið það stöðva mig, maður getur ekki grenjað yfir einhverju svona.“ Ásmundur er að vinna sem örygg- isvörður í 10-11 í Austurstræti og lenti um miðjan síðasta mánuð í átökum við viðskiptavin sem end- aði með brákaðri öxl. Þetta er ekki það eina sem komið hefur fyrir Ásmund í starfi sínu því í vor lífg aði hann mann við á bens- ínstöð í Kópavogi. „Fyrir einhverjum mánuðum var ég á vakt á Select við Smára- lindina og starfsmaður þar kemur til mín og segir mér að það sé maður liggjandi á klósettinu. Ég fer þá að manninum þar sem hann liggur á gólfinu og finn að hann hefur engan púls. Ég byrja því bara að hnoða hann og tókst að vekja hann aftur,“ segir Ásmund- ur og bætir því við að þetta sé það eina sem hann hafi lent í einn í störfum sínum. Ásmundur hefur áhuga á því að verða slökkviliðsmaður og hefur lokið sjúkraflutninganámi. Les- blinda hefur hins vegar háð honum að sögn Kolbrúnar sem segir hann aldrei hafa fengið nauðsynlegan stuðning á skólagöngu sinni. „Þessi strákur er virkileg hetja. Hann er ofboðslega hægur og ljúf- ur og góður í sér. Hann vill öllum hjálpa og má ekkert aumt sjá. Svo er hann duglegur að kíkja í kaffi til ömmu sinnar því annars skammar afi hann,“ segir Kolbrún að lokum um Ásmund. magnusl@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við Krossárhetjan lífgaði mann við á bensínstöð Ásmundur Þór Kristmundsson, sem lagði líf sitt í hættu þegar hann óð út í Krossá og bjargaði tveimur ferðamönnum í sjálfheldu, hefur áður komið manni til bjargar. Hann er brákaður á öxl en lét það ekki stoppa sig á sunnudaginn. Ég er allur að koma til eftir þetta og það er ánægjulegt að gríðarlega mikið af fólki er búið að hafa samband. ÁSMUNDUR ÞÓR KRISTMUNDSSON BJÖRGUNARSVEITARMAÐUR HEILSA Sex íþróttamenn héldu utan í gær til að taka þátt í Ólympíu- leikum ungmenna sem haldnir eru í fyrsta skipti í Singapúr og hefj- ast um helgina. „Þetta eru nýir leikar þar sem verið er að höfða til ald- ursflokksins fjórtán til átján ára,“ útskýrir Andri Stefáns- son aðalfarar- stjóri, sem segir leikana ekki eingöngu snúast um íþróttir held- ur eflingu vinskapar milli þjóða og fræðslu ungmenna. Ákveðið var að efna til Ólympíuleikanna fyrir um tveimur árum. „Þessir leikar eru greinilega hugsaðir sem alvöru leikar og mikið lagt upp úr því að þeir takist vel.“ - mmf / sjá Allt Ólympíuleikar ungmenna: Sex Íslendingar fóru utan í gær ANDRI STEFÁNSSON LÖGREGLA Kona sem björgunar- sveitir leituðu að við Hrafnagil fannst heil á húfi síðdegis í gær. Lögreglan á Akureyri kallaði til aðstoð um miðjan dag, en þá hafði ekkert spurst til konu á fimmtugs- aldri sem farið hafði í göngutúr snemma morguns. Hjálparsveitin Dalbjörg og Súlur björgunarsveit hófu leit, en klukkan hálffimm fannst konan í fjalllendi ofan Hrafnagils. Þá voru yfir 30 björg- unarsveitarmenn við leit. „Konan fann til slappleika og svima og hafði sofnað, henni var fylgt niður og þar hlúðu björgun- arsveitarmenn að henni,“ segir í tilkynningu Dalbjargar. - óká Konu leitað við Hrafnagil: Lagðist og svaf eftir svimakast Í ÖMMUGARÐI Særós Sigþórsdóttir, unnusta Ásmundar, Ásmundur Þór Kristmunds- son björgunarsveitarmaður og Kolbrún Skarphéðinsdóttir, amma Ásmundar, gáfu sér í gær tíma til að stilla sér upp á mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Óli Björn Kárason, þing- maður Sjálfstæðisflokks, hefur kallað eftir fundi í menntamála- nefnd Alþingis. Þar vill hann að farið verði yfir áætlaðan nið- urskurð til háskóla og áhrif lægri framlaga ríkisins. Hann kallar einnig eftir umræðu um hvort og þá hvernig háskól- ar geti aukið samvinnu sín á milli. „Ég lagði sér- staka áherslu á nauðsyn þess að allir forráðamenn háskóla verði á þessum fundi, sem verði eins konar vinnufundur, sem þýðir að fundurinn verður að vera utan boðaðs fundartíma menntamála- nefndar,“ segir Óli Björn. - óká ÓLI BJÖRN KÁRASON Vill fund í menntamálanefnd: Aukið samstarf skóla verði rætt EFNAHAGSMÁL Flækist Icesave- málið ekki fyrir þriðju endurskoð- un efnahagsáætlunar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (AGS) og íslenskra stjórnvalda er hugsanlegt að stíga einhver skref í afnámi gjaldeyris- hafta. Þetta er mat Más Guðmunds- sonar seðlabankastjóra. „Þetta er háð því að þriðja end- urskoðunin fari fram og að við fáum þann aðgang að erlendu láns- fé sem hún mun hafa í för með sér. Ef Icesave-málið flækist ekki fyrir þriðju endurskoðuninni, þá er alveg hugsanlegt að stíga einhver skref í afnámi gjaldeyrishafta án þess að málið hafi áður verið leyst,“ segir Már og bendir á að önnur staða hafi verið uppi í efnahagsmálum fyrir aðra endurskoðun áætlunar AGS og stjórnvalda. Í kjölfar samþykkis annarrar endurskoðunar áætlunarinnar í apríl opnaðist stjórnvöldum aðgang- ur að rúmum hundrað milljörðum króna frá AGS, Norðurlöndunum og Póllandi. Í kjölfarið voru erlendar skuldir ríkissjóðs keyptar til baka. Áformað er að leggja þriðju end- urskoðun efnahagsáætlunarinn- ar fyrir framkvæmdastjórn AGS í byrjun næsta mánaðar. - jab SEÐLABANKASTJÓRI Flækist Icesave-málið ekki fyrir þriðju endurskoðun efnahagsá- ætlunar AGS má hugsanlega stíga skref í afnámi gjaldeyrishafta, segir Már Guð- mundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Seðlabankastjóri segir hugsanlegt að afnema hluta gjaldeyrishafta í haust: Veltur á vægi Icesave-málsins SJÁVARÚTVEGUR Ekki er hægt að ganga að áframhaldandi gagn- kvæmum veiðiréttindum ESB, Íslands og Færeyja sem vísum, endurskoði eyþjóðirnar ekki ein- hliða áform sín um stórauknar makrílveiðar. Þetta segir Maria Damanaki, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af þessum veiðum, í ljósi þess að Færeyingar hyggjast nú þrefalda þær, miðað við veiðar þeirra á árunum 1999 til 2009. Í fréttatil- kynningu frá framkvæmda- stjórninni segir að þessi ákvörð- un Færeyinga sé í mótsögn við uppbyggilegt framlag þeirra til endurreisnar makrílstofns- ins hingað til, en stofninn sé afar mikilvægur sjávarútvegi Evrópusambands- landa. Fyrirhugaðar veiðar Íslendinga og Færeyinga vinni gegn mark- miðum um sjálfbærar veiðar og ógni makrílstofninum. Í tilkynningunni segir einnig að ESB muni á næstunni senda Færeyingum „skýr skilaboð“ og leitast við að koma á samráði þjóðanna um að gera veiðarnar sjálfbærar að nýju. Verði „núverandi stjórnleys- isástandi“ viðhaldið af ósann- girni muni framkvæmdastjórnin „íhuga allar nauðsynlegar aðgerð- ir“ til að vernda hagsmuni sam- bandsins. - kóþ Sjávarútvegsstjóri ESB óttast hrun makrílstofnsins vegna aukinna veiða: Refsiaðgerðir ekki útilokaðar MARIA DAMANAKI ÍÞRÓTTIR Íslandsmótið í hafnabolta hófst í gær og lýkur á föstudag. Tvö lið keppa sín á milli, Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur og lið áhugamanna. Fyrra liðið fór með sigur af hólmi á fyrsta degi, 1-0. Hafnaboltaiðkun hófst hér á landi fyrir þremur árum og hefur íþróttin heyrt undir Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur síð- astliðin tvö ár. Raj Bonifacious, formaður Hafna- og mjúkboltafé- lags Reykjavíkur, segir tæplega tvö hundruð manns frá skólaaldri og upp úr stunda íþróttina. - jab Íslandsmót í hafnabolta: Tvö hundruð iðka íþróttina EINN EINBEITTUR Hafna- og mjúkbolta- félag Reykjavíkur fór með sigur í fyrsta leik Íslandsmótsins í hafnabolta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn birti í gær á vef sínum álit lögmanns- stofunnar Lex, síðan í maí í fyrra um heimildir til gengistrygging- ar lána. Seðlabankinn hefur verið sakaður um að hafa þagað yfir vitneskju um að lán í erlendri mynt væru ólögleg. Álitið segir þau lögleg, en ólög- legt sé að verðtryggja á grund- velli gengis erlenda mynta. Aðal- lögfræðingur bankans tekur undir álitið í meðfylgjandi minnisblaði, en bendir á að dómstólar þurfi að skera úr um þetta. - kóþ Seðlabankinn birtir álit Lex: Lán lögleg ekki verðtryggingin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.