Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 22
 10. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið KANADAFERÐ - ELDRI BORGARAR HAUST Í NÝJA SKOTLANDI 9. – 16. SEPTEMBER, 2010 Upplýsingar hjá Jónasi Þór á jonas.thor1@gmail.com og 861 1046 www.vesturheimur.com Ferðamálastofa Icelandic Tourist BoardÖrfá sæti laus. GIST Á SAMA HÓTELI Í HALIFAX í SJÖ NÆTUR Atlantica Hotel INNIFALIÐ: Flug, gisting, morgunverður, allur akstur, skoð- unarferðir, aðgangur að söfnum og þjóðgörðum, hádegisverður í skoðunarferðum og fararstjórn VERÐ: 187.000 Hrönn Friðriksdóttir spámiðill stendur fyrir námskeiðum þar sem hægt er að læra um orku- steina, að lesa í spil og hvernig auka megi næmi sitt. „Við erum öll næm en misopin, og getum lært að auka næmni okkar,“ segir Hrönn Friðriksdóttir spámið- ill þegar hún er innt eftir því hvort ekki þurfi sérstaka náðargáfu til að geta lesið í spil. „Vitanlega hafa þó ekki allir hæfileika til að verða spámiðlar,“ bætir hún við. Hrönn hefur verið skyggn frá fæðingu. Þó fór hún ekki að nota hæfileika sína fyrr en 35 ára gömul en hafði alla tíð hlustað á drauma sína og notað þá til að leið- beina sér. Hún hefur lesið sér til í bókum og sótt námskeið hjá inn- lendum og erlendum aðilum. Fyrir fjórum árum byrjaði hún að bjóða sjálf upp á námskeið í fræðunum. Námskeiðin eru allt frá því að vera ein kvöldstund og upp í viku- lega fundi í allan vetur. Síðla í september fer hún af stað með námskeiðið: Að lesa úr spáspilum – grunnnámskeið. Þar eru kennd undirstöðuatriði í að leggja spil og lesa úr þeim fyrir aðra. Orku- steinanámskeið fer fram í októb- er, en steinarnir eiga að búa yfir sérstökum eiginleikum sem róa okkur og byggja upp tilfinningar, gleði og kærleik. Þá býður Hrönn upp á englaspilanámskeið þar sem mismunandi spil eru kynnt og lært hvernig nota megi þau til leiðbein- ingar fyrir nemendur. Englanámskeið fyrir börn vekja sérstaka athygli blaðamanns. Um hvað ræðir þar? „Þar er verið að kenna börnunum að tengja sig við verndareng il- inn sinn. Við látum þau teikna í gegnum hugleiðslu og kynnum þau fyrir steinum. Einnig kenn- um við þeim að skynja sjálf sig og umhverf- ið,“ útskýr- ir Hrönn sem segir algengt að foreldrar komi með börn sín þar sem þau finni fyrir mikilli næmni hjá þeim. Til dæmis sjái þau og tali við fólk sem ekki sé lengur meðal lifenda. Hrönn segir mikinn áhuga vera á námskeiðunum. „Konur eru í meirihluta þeirra sem sækja nám- skeiðin er karlar eru þó í auknum mæli að koma inn,“ segir hún og bætir við að í þróunarhópum sem hún kenni vikulega yfir veturinn sé fólk allt frá tvítugu og upp úr. Og hvað gerist í þessum þróun- arhópum? „Við fjöllum um drauma, vinnum með orkustöðvarnar og ég kenni þeim hugleiðslu og við veltum fyrir okkur líf- inu. Það er svo margt sem við þurfum að takast á við í lífinu til að auka næmi og líða betur. Það getur til dæmis enginn orðið næmur ef hann er reiður, því reiðin er mesta eyði- leggingaraflið,“ segir Hrönn með áherslu. Þeim sem vilja kynna sér námskeiðin til hlítar er bent á vef- síðu Hrannar www. spamidill.com - sg Allir næmir en misopnir Hrönn kennir fólki að lesa úr spáspilum, hvernig nota megi orkusteina og heldur einnig námskeið fyrir börn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● MEÐ GLEÐINA Í GLÍMUM VIÐ LEIKLISTARGYÐJUNA Leynileikhúsið býður börnum í 2. til 10. bekk um allt höfuðborgarsvæðið upp á leiklistarnámskeið í haust, en námskeiðin hefjast um miðjan sept- ember eins og síðustu ár. Vetrarnámskeiðin eru tólf vikna löng og kennd- ur einn tími á viku í skólum sem Leynileikhúsið á í samstarfi við. Í lok annar er afrakstur vinnunnar sýndur í atvinnuleikhúsi og lokasýningin al- farið byggð á spuna og sköpunarkrafti nemendanna. Leiklistarnámskeið Leynileikhússins byggjast upp á mottóinu „Gleði“ og öll kennsla fer fram á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Með gleðina að leiðarljósi fara nemendur í helstu grunnatriði leiklistar með hjálp leikja og þá er farið í mikilvæg atriði eins og einbeitingu, hlustun, samvinnu og leiklistarsköpun. Meira um námskeið og skráningu á www.leynileikhusid.is ● SVO SKÓLAFÖTIN SKILI SÉR Föt eru merkilega gjörn á að týnast og körfurnar undir óskilafatnað í skólum eru yfirfullar þegar kemur að fyrstu vetrarfríum. Því er ráð að merkja allan fatnað skólabarna í bak og fyrir áður en skólastarf- ið hefst. Handlögnum verður ekki skotaskuld úr því að sauma nafn barnsins í hálsmál en einnig er hægt að nota þar til gerða fatamerkipenna til að skrifa, til dæmis inn í stígvél. Mörg fyrirtæki gera einnig út á fatamerkingar og hægt er að fá sérprentaða eða ofna merkimiða til að sauma eða líma innan í föt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.