Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 24
 10. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR HRAÐVIRKAR LIPRAR STERKBYGGÐAR Fartölvur frá 99.900 kr. Borgartúni 37 Kaupangi, Akureyri www.netverslun.is Hjá Skotfélagi Reykjavíkur gefst áhugamönnum færi á að læra allt um skotfimi og hrein- dýraveiðar að auki. Skotfélag Reykjavíkur er með tvenns konar skotnámskeið í boði, annars vegar kennslu í skotfimi með haglabyssu til fuglaveiða og hins vegar á riffil fyrir hreindýra- veiðar. „Á fyrra námskeiðinu gefst byrjendum og unglingum niður í fimmtán ára aldur, sem eru með heimild frá forráðamanni, færi á að kynnast betur þessu sporti og taka í framahaldi ákvörðun um hvort þetta sé eitthvað fyrir þá,“ segir Guðmundur Kr. Gíslason, fram- kvæmdastjóri félagsins. Kennslan fer að hans sögn fram á skotsvæði Skotfélagsins á Álfs- nesi og í aðstöðu þess í Egilshöll, þar sem meðal annars eru átján þrjátíu metra langar brautir. Þátt- takendur læra þar allt sem viðvík- ur undirbúningi, stöðu, miðun, upp- hitun, meðhöndlun og umgengni við skotvopn, teygjum og frágangi og geta fengið byssu leigða sé þess óskað. „Þetta er náttúrulega bara í grunninn sömu reglur og gilda í öðrum íþróttum,“ bendir Guðmund- ur á og bætir við að eiginleg nám- skeið hefjist í október en þangað til sé mönnum velkomið að mæta á kynningu í Egilshöll öll fimmtu- dagskvöld klukkan 19. „Fyrsta skiptið er frítt en borga þarf fyrir framhaldið.“ Þótt vel sé tekið á móti ungling- um hjá félaginu öðlast menn þó ekki byssuleyfi fyrr en um tvítugt í samræmi við lög um skotvopn og skotfæri. „Menn geta þá eignast 22 kalibera riffil eða einhleypta eða tvíhleypta haglabyssu og geta þá sótt hjá Umhverfisstofnun um veiðipróf og veiðikort, sem veit- ir rétt til fuglaveiða. Ári síðar má fara á hreindýraveiðar með riffla og hálfsjálfvirkar haglabyssur,“ segir Guðmundur. Að hans sögn ættu þeir sem hafa áhuga á slíku að kíkja á námskeið hjá félaginu. „Hreindýratímabil- ið hófst um miðjan júlí og síðan þá höfum við staðið fyrir veiðinám- skeiðum öll miðvikudagsköld þar sem farið er í grunnatriði í veiði og meðferð skotvopna er tekin fyrir, sérstaklega með tilliti til hrein- dýraveiða.“ Ársæfingagjald Skotfélags Reykjavíkur er 15.000 krónur fyrir félagsmenn, að viðbættu árgjaldi sem er 12.000 krónur fyrir fullorðna eða hjón, en það veitir báðum rétt á þátttöku. Unglingar upp að tvítugu þurfa að greiða sama æfingagjald og hálft árgjald. - rve Kenna meðferð skotvopna Guðmundur Kr. Gíslasson, fram- kvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur, segir vel tekið á móti unglingum og nýliðum sem vilja kynna sér allt um skotfimi. Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og snýst starf þess að mestu um íþróttaskotfimi. Félagið heldur að auki úti námskeiðum í skotfimi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Námskeið í stenslagerð hjá Skóla fólksins eru að hefjast en næsta námskeið hefst fimmtudaginn 12. ágúst. Farið verður í grunninn á gerð stensla og kenndar útfærsl- ur þar sem notaðir eru fleiri en einn stensill og litir. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Þorgeir F. Óð- insson, grafískur hönnuður, og er námskeiðið átta stundir. Kennsla fer fram í húsnæði skólans að Fiskislóð 31 í Reykjavík. Skóli fólksins tók til starfa snemmsumars að frumkvæði Þorgeirs Óðinssonar og Sigrúnar Lýðsdóttur, með það að markmiði að fá fólk til að kenna skemmtileg og fjölbreytt námskeið en meðal námskeiða á dagskrá skólans eru hlutateikning, saumanámskeið og námskeið í ljósmyndun svo eitthvað sé nefnt. Skráning fer fram á netfanginu skolifolksins@ gmail.com en allar upplýsingar er að finna á Facebook-síðu Skóla fólksins. Stenslagerð kennd í Skóla fólksins Þorgeir Óðinsson leiðbeinir á námskeiði í stenslagerð hjá Skóla fólksins sem hefst á fimmtudaginn. ● SKYNDIHJÁLP OG FLEIRA Rauði kross Íslands gengst fyrir fjölda námskeiða á ári hverju ári. Námskeiðin taka fyrir allt frá grunnupplýsingum um skyndihjálp til þess að undirbúa tilvonandi sendifulltrúa til dvalar á fjarlægum slóðum. Skyndihjálp- arnámskeið Rauða krossins eru mis- mun- andi og sniðin að þörfum ein- staklinga, hópa og fyrirtækja. Víða um landið halda deildir Rauða krossins skyndihjálparnámskeið fyrir almenning. Meðal annarra námskeiða má nefna: Endurlífgun, börn og umhverfi, slys og veikindi barna, sálrænn stuðningur og margt fleira. Fleiri upplýsingar má nálgast á www.redcross.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.