Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 30
14 10. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða á eina af rómuðustu sýningum Vesturports Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! Síðustu sýningar: Fimmtudagur 19. ágúst Föstudagur 20. ágúst Sunnudagur 22. ágúst Þriðjudagur 24. ágúst Miðasala á borgarleikhus.is eða á midi.is Sýningin sem öll fjölskyldan verður að sjá - aftur - og aftur - áður en það er of seint... Vegna mikilla vinsælda bættum við inn nýjum sýningum. Síðustu forvöð að tryggja sér miða á þessa mögnuðu sýningu í Borgarleikhúsinu. Rómeó og Júlía Vesturports í síðasta sinn Allt seldist upp í vor - Örfáar sýningar í viðbót Sýningum lýkur í ágúst ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hey! Hvaðan kemur þetta? This old thing? Búinn að vera með þetta lengi! Ég hélt að þú hlakk- aðir til þess að fá loksins bílpróf. Ég er búinn að skipta um skoðun. Það er ekki nóg fyrir mína kynslóð að keyra. Að þræla sér út til að eiga fyrir tryggingum og bensíni er gamal- dags hugsunarháttur. Hver er þá nýi hugsun- arháttur- inn? Að leyfa þér að borga fyrir það. Hannes, geturðu hjálpað mér að klæða dúkkuna mína í skó? Ertu klikkuð? Ég má ekki láta sjá mig leika mér með dúkkur! Oh. Hvað ef segi þér að klæða hana ekki í skóinn og þú gerir það til þess að vera leiðinlegur? Strákar hugsa of mikið um ímyndina. En ástin mín... ...Þú baðst um stökkprik!! EITT af því sem ég hafði alltaf hlakkað til að upplifa þegar að því kæmi að ég gengi með barn var þessi víðfræga óstjórnlega löngun í eitthvað óvenjulegt. VINKONA mín þurfti að beita sig hörðu til þess að ráðast ekki á næsta steypuvegg og sleikja hann af áfergju þegar hún var ófrísk. Önnur, sem alla jafna er grænmet- isæta, borðar kjötbollur í öll mál á sínum meðgöngum, jafnvel í morgunmat, og verð- ur rasandi í skapinu ef eiginmaðurinn dirfist að bera eitthvað annað á borð. Sú þriðja fyllist svo óstjórnlegri frygð að hún verður að gæta þess vel að rekast ekki óvart í brjóst sín, til að æsa sjálfa sig ekki upp, svo maðurinn hennar fái í það minnsta frið frá ástarleikjum þangað til fer að rökkva. ÞAÐ skal tekið fram að ég er langt gengin með mitt annað barn. Mynd- in sem fylgir þessum pistli ber þess reyndar ekki merki, sem skrifast á framtaksleysi í bland við andúð mína á myndavélalinsum. Lesendur með ofgnótt frítíma geta dundað sér við að teikna á mig fimm kílóa bumbu, bætt í það minnsta einu kílói á aft- urendann, teiknað á mig vænan barm og myndarlega bingóvöðva. Restinni af þyngdaraukningu með- göngu minnar má svo dreifa jafnt yfir andlitið (hafið þið tekið eftir því hvað óléttar konur virðast oft vera með stór- an haus?). ÞETTA var útúrdúr. Aftur að geðveikisleg- um löngunum. Það voru sem sagt töluverð vonbrigði, þegar ég varð fyrst ófrísk, að mig langaði ekki í neitt undarlegt. Frosin vínber voru það flippaðasta sem ég gat nefnt þegar hinar bollurnar reyttu af sér meðgönguþrá- hyggjusögurnar, hverja annarri sjúkari. SAMA hefur verið að segja með þessa með- göngu. Að þessari sístækkandi vömb undan- skilinni hef ég verið frekar eðlileg. Þar til ég opnaði dverggeymsluna frammi á gangi hjá mér um daginn. Mætti mér þá ilmur, svo himneskur að hann lyfti mér upp í hæstu hæðir, mig fór að dreyma dagdrauma, sá liti sem ég vissi ekki að væru til og fann fram- andi kenndir. Ég skellti aftur hurðinni að geymslunni, með dúndrandi hjartslátt, og vissi að ég hafði fundið forboðnu hurð minn- ar meðgöngu. Eitthvað sem lætur mér líða svona vel getur ekki verið hollt. Svo mikið lærði ég í fíkniefnafræðslunni í barnaskóla. SÍÐAN leitar hugur minn stöðugt út í geymslu. Óvenjulega oft þarf ég að bregða mér þangað. Sækja mér nagla, hreinsiefni, málningardollu, spýtukubb eða sandpappír. Þetta þykir manni mínum grunsamlegt. Sjálf skrifa ég geymsluheimsóknirnar á hreiðurgerðina. Annan undarlegan og illvið- ráðanlegan fylgikvilla meðgöngunnar. Forboðnu dyrnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.