Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.08.2010, Blaðsíða 38
22 10. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. hæð, 6. eftir hádegi, 8. mánuður, 9. fálm, 11. karlkyn, 12. gerviefni, 14. óskýr, 16. skóli, 17. þrá, 18. lærir, 20. tveir eins, 21. truflun. LÓÐRÉTT 1. tusku, 3. hljóm, 4. mjólkursykur, 5. nár, 7. frumefni, 10. mál, 13. sæ, 15. birta, 16. skordýr, 19. þessi. LAUSN LÁRÉTT: 2. hóll, 6. eh, 8. maí, 9. pat, 11. kk, 12. plast, 14. óljós, 16. fg, 17. ósk, 18. les, 20. ii, 21. ónáð. LÓÐRÉTT: 1. lepp, 3. óm, 4. laktósi, 5. lík, 7. halógen, 10. tal, 13. sjó, 15. skin, 16. fló, 19. sá. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Hrefnuveiðimenn ehf. 2 Peter Crouch. 3 Madina Lake. Milljarðamær- ingurinn Paul Allen, sem hefur dvalið hér á landi að undanförnu, fór í bátsferð til Surtseyjar á föstudaginn. Þar skoðaði hann þessa frægu eldfjallaeyju sem myndaðist á sjöunda áratugn- um. Microsoft-eigandinn sigldi til eyjarinnar á lúxusbát sem hefur að geyma glæsilegt, sérhannað leðursófasett sem hreyfist aldrei þrátt fyrir mikinn öldugang. Daginn eftir flaug Allen síðan til Ítalíu þar sem hann skellti sér á U2-tónleika í borginni Turin, sem voru þeir fyrstu í nokkra mánuði eftir bakmeiðsli söngvarans Bono. Á meðan Paul Allen skoðaði Surtsey fóru tveir vinir hans í laxveiði í Eystri-Rangá. Þeir flugu að Hótel Rangá í glæsilegri þyrlu sem er knúin áfram af þotuhreyfl- um og með þeim í för var hópur aðstoðarmanna sem passaði upp á að fyllsta öryggis væri gætt. Veiðin stóð yfir í tvær klukkustundir og á þeim tíma krækti hvor í sinn laxinn. Og enn berast fréttir af gerð þátt- anna Makalaus, sem eru byggðir á samnefndri bók eftir Þorbjörgu Marinósdóttur. Handritaskrif fyrir þættina eru nýhafin og eru það Anna Svava Knútsdóttir, Ottó Geir Borg og Gunnar Björn Guð- mundsson sem skrifa það. Þau voru öll meðal þeirra sem skrifuðu handritið að síðasta áramóta- skaupi og vinna einnig öll að kvikmyndinni Gauragangur, en tökur á henni hófust í sumar. - fb/afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Foreldrar þurfa á stuðningi að halda við að fræða börnin sín um kynlíf og kynferðismál,“ segir kynlífsfræðingurinn Yvonne Kristín Fulbright. Fulbright, sem er hálfíslensk og búsett í Bandaríkjunum, hefur gefið út hljóðbók þar sem hún kennir foreldrum að ræða við börnin sín um kynlíf. „Foreldr- ar geta hlustað á þetta í gegnum iPod eða MP3-spilara og þannig viðað að sér upplýsingum á þægi- legan hátt, hvort sem þeir eru úti að skokka eða að keyra til vinnu,“ segir Fulbright. Bókin, sem er tæplega þriggja klukkustunda löng, hefur verið nokkuð lengi í undirbúningi en Fréttablaðið sagði fyrst frá gerð hennar fyrir tæpum þremur árum. Frændi Fulbright, tónlist- armaðurinn Sveinbjörn Thorar- ensen, eða Hermigervill, sá um upptökustjórn og bakgrunnstón- list hljóðbókarinnar. Hún nefn- ist Who Better Than You? eða Hver er betri en þú? og er byggð á rannsóknum sem Fulbright og fleiri aðilar hafa gert víðs vegar um heiminn en aðallega í Banda- ríkjunum og Ástralíu. Rannsókn- ir hafa sýnt að flestir foreldrar vilja veita börnum sínum upplýs- ingar um kynlíf og flest börn vilja að fyrst og fremst foreldrarnir sjái um þessa fræðslu. Í bókinni, sem er fáanleg á síðunni Audible. co.uk, er meðal annars fjallað um öryggi í kynlífi, kynlíf í fjölmiðl- um, unglingsárin, að læra inn á líkamsparta og kynferðislegt heil- brigði. Fulbright er virtur kynlífsfræð- ingur í Bandaríkjunum. Hún er fastur dálkahöfundur í tímaritinu Cosmopolitan og hefur verið álits- gjafi hjá tímaritinu Elle. Nánari upplýsingar um verk hennar má finna á síðunni Sexualitysource. com. - fb Kynlífsfræðsla í gegnum iPod YVONNE KRISTÍN FULBRIGHT Yvonne Kristín hefur gefið út hljóðbókina Who Better Than You? þar sem foreldrar fá góð ráð varðandi kynlífsfræðslu barna sinna. GOTT Á GRILLIÐ „Sjávarréttagrillteinn að hætti mömmu. Á teinana set ég skötu- sel, papriku, risahörpuskel og þykka brauðbita. Svo er ómiss- andi að hafa grillaða gráðosta- fyllta banana í eftirrétt.“ Edda Sif Pálsdóttir, aðstoðarfréttamaður á RÚV og blaðamaður Nude Magazine. ATC- 7,5t Malbikskassi -tilboðsverð Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - á lager - sala - varahlutir - þjónusta „Þetta er svo mikill missir. Hér er um að ræða uppáhaldshjólið mitt sem ég er búin að hjóla á út um allt. Maður myndi aldrei halda að þetta væri svona mikill missir en þetta er ekki hvaða hjól sem er,“ segir Áslaug Snorradóttir, kokkur og sjónvarpskona í þættinum Fagur fiskur í sjó, sem sýndur er í Sjónvarpinu. Áslaug varð fyrir því leiðinlega atviki að hjólinu hennar var stolið ásamt öðru hjóli fyrir utan glímufélagið Ármann í síðasta mánuði. Sonur Áslaugar fékk hjól móður sinnar lánað til vinnu en fékk síðan far heim eftir vinnudaginn. Daginn eftir fór hann til vinnu á sínu hjóli og læsti við hjól móður sinnar, sem stóð fyrir utan. Þar hefur ein- hver komist í feitt því hjólunum var báðum stolið. Hjól Áslaugar er eldrautt Puma Design hjól sem hægt er að brjóta saman og ferðast með. Hitt hjólið, sem sonur Áslaugar á, er grænt Kona Downhill-fjallahjól. „Ég eyði dögunum í að hjóla á hjólinu í huganum því nautnin við að hjóla á því er svo mikil. Ég hef hjólað á því alla Vestfirði og í raun út um allt. Þetta er lífsstíll, að skella rauða hjólinu mínu og rauðu jógamott- unni minni í skottið og stunda það sem ég elska hvar sem er,“ segir Áslaug sorgmædd. Áslaug kallar eftir upplýsingum um hjólin og eru væn fundarlaun í boði. - ls Hjólum stolið af sjónvarpskokki FUNDARLAUN Í BOÐI Stolið var tveimur hjólum í eigu Áslaugar Snorradóttur í júlí. Fundarlaun eru í boði fyrir þau. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég er búinn að vera með þessa hugmynd í kollinum mjög lengi og það má eiginlega segja að ég sé í startholunum,“ segir Jón Ólafsson tónlistarmaður en hann er með ævisögu trommarans Rafns Jóns- sonar í bígerð. „Ég er búinn að fá grænt ljós á verkefnið hjá ættingjum hans og er því að bíða eftir að það hægist um hjá mér svo ég geti byrjað í heimildarvinnunni,“ segir Jón en hann er þessa dagana að vinna að söngleiknum um Buddy Holly. „Ég sé fyrir mér að þetta verði svona falleg og skemmtileg hetjusaga um frábæran karakter sem setti stór- an svip á íslenska tónlistarsögu.“ Rafn Jónsson, eða Rabbi eins og hann var gjarnan kallaður, lést þann 27. júní árið 2004 eftir langvinna baráttu við sjúkdóm- inn MND. Hann gerði meðal ann- ars garðinn frægan í hljómsveitum eins og Grafík, Bítlavinafélaginu og Sálinni hans Jóns míns, ásamt því að vera iðinn við trommuleik með hinum ýmsu tónlistarmönn- um. Hann lagði kjuðana á hilluna árið 1993. „Við Rabbi vorum alltaf góðir félagar og eftir að hann veiktist var ég hluti af hans stuðnings- teymi sem létti undir með fjöl- skyldunni,“ segir Jón en þeir Rafn spiluðu saman í Bítlavinafélag- inu. „Við vorum góðir félagar og ég þekkti hann vel fyrir veikind- in. Svo fylgdist ég vel með honum í veikindunum og alveg til enda- loka,“ segir Jón en meðan á veik- indunum stóð hugsaði hann allt- af að einhver yrði að skrifa sögu Rafns. „Þá ætlaði ég í rauninni ekki að vera rithöfundurinn en núna er ég tilbúinn í það og finnst það í rauninni bara sjálfsagt mál,“ segir Jón. Jón hefur áður skrifað ævisögu íslensk tónlistarmanns, bókina Söknuður, ævisögu Vil- JÓN ÓLAFSSON: ÞETTA VERÐUR FALLEG OG SKEMMTILEG HETJUSAGA Skrifar bók um ævi og baráttu Rafns Jónssonar SKRIFAR ÆVISÖGU RABBA Jón Ólafsson vinnur að ævisögu um Rafn Jónsson trommara sem lést árið 2004 eftir að hafa barist við veikindi um ára- bil. Hann var meðal annars í hljómsveitunum Grafík, Bítlavinafélaginu og Sálinni hans Jóns míns. Þessi mynd var tekin af trommaranum í byrjun tíunda áratugarins þegar hann var nýbúinn að greinast með hreyfitaugahrörnunarsjúkdóminn, MND. hjálms Vilhjálmssonar sem kom út í fyrra. „Það er margt mjög áhugavert sem gerðist í lífinu hans Rabba. Tengingin við Vestfirði er mik- ilvæg en mikið af íslensku poppi og rokki er einmitt ættað þaðan,“ segir Jón. Rafn fæddist á Suður- eyri við Súgandafjörð og var hann stór partur af tónlistarlífinu fyrir vestan á sínum tíma. Jón ætlar einnig að fara ýtarlega yfir hvernig sjúkdómurinn breytti lífi trommarans og hvernig Rafn barðist hetjulega gegn honum. „Lífið hans Rabba tók náttúrulega algjöra u-beygju þegar hann greindist með MND en mjög fáir vissu eitthvað um sjúkdóminn þá,“ segir Jón. MND er eins konar hreyfitaugahrörnunar- sjúkdómur og ekki er almennilega vitað hvað veldur því að fólk fær sjúkdóminn. Rafn var meðal þeirra sem stofnuðu MND-félagið, sem er fyrir þá sem greinast með þennan erfiða sjúkdóm. „Það hafa allir gott af því að lesa um ævi og baráttu Rabba. Ekki bara út af tónlistinni heldur líka til að minna sig á hvað maður sjálfur hefur það gott,“ segir Jón að lokum. alfrun@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B G

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.