Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 4
4 16. ágúst 2010 MÁNUDAGUR ELDSVOÐI Allt tiltækt lið slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins var sent að húsnæði Byko í Kauptúni í Garðabæ aðfaranótt sunnudags. Tilkynning um eld í húsinu barst skömmu fyrir klukkan fjögur. Ekki var mikinn eld að ræða en svo virðist sem kviknað hafi í kaffivél í mötuneyti starfsmanna. Vel gekk að slökkva eldinn, en talsverður reykur barst um hús- næðið, meðal annars í verslun- ina. Ekki leit út fyrir að miklar skemmdar hefðu orðið á innan- stokksmunum og húsnæðinu. Allt tiltækt slökkvilið á staðinn: Eldur í Byko Í BYKO Eldur kom upp í Byko í Kauptúni í Garðabæ aðfaranótt sunnudagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 24° 22° 23° 16° 16° 24° 24° 23° 24° 28° 30° 33° 22° 19° 16° 20°Á MORGUN Norðlægar áttir, víða 3-8 m/s. MIÐVIKUDAGUR Strekkingur V-til, annars hægari. 14 13 12 13 16 14 20 14 1314 10 6 5 3 5 3 5 5 10 410 5 16 11 12 10 15 16 15 10 11 11 BREYTINGAR Í dag má búast við skúrum víðast hvar en það léttir heldur til með deginum, síst SV-til. Síðan mun sunnanáttin víkja fyrir norðlæg- um áttum. Þá léttir heldur til sunnan- lands en þykkn- ar upp og kólnar heldur á norðan- verðu landinu. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Maður var bitinn til blóðs á veitingastaðnum í Kántrý bæ um helgina og var fluttur á sjúkrahúsið á Blönduósi til aðhlynningar. Þetta var eitt af þeim málum sem komu upp á Kán- trýhátíð á Skagaströnd um helgina, þar sem nokkuð var um pústra manna á milli, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Blönduósi. Fullt var á tjaldstæðinu á Skaga- strönd og mikið um að vera. Í gær- morgun voru allir bílar á leið úr bænum stöðvaðir og réttindi og ástand ökumanna yfirfarið. Nokkr- ir réttindalausir voru teknir, eng- inn fyrir ölvun en sumir reyndust rétt undir áfengismörkum og voru látnir bíða með að leggja af stað. - hhs Kántrýhátíð á Skagaströnd: Hátíðargestur bitinn til blóðs HEILBRIGÐISMÁL Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stjórn Sjúkratrygginga Íslands og skipað stofnuninni nýja stjórn sem alfarið er skipuð nýju fólki. Frá- farandi stjórnarformaður segir ráðherra tortrygginn í garð stofn- unarinnar, en ráðherra segist vilja færa hana nær ráðuneytinu. „Ég held að meginástæðan sé almenn óánægja [heilbrigðisráð- herra] með þessa stofnun, og tor- tryggni í garð stofnunarinnar, eins og fram kom í vor þegar hún ætl- aði að veita forstjóranum áminn- ingu,“ segir Benedikt Jóhannes- son, fyrrverandi stjórnarformaður stofnunarinnar. Spurður hvort þetta geti leitt til þess að forstjóranum verði vikið til hliðar segir Benedikt svo ekki vera. „En ég held að þetta sé ekki gert af neinum hlýhug í garð for- stjórans.“ Stjórnin sem nú hefur verið sett af var skipuð snemma árs 2008 til að undirbúa stofnun Sjúkratrygg- inga Íslands, sem voru stofnaðar formlega haustið 2008. Stjórnar- mönnum var tilkynnt það bréflega um mánaðamótin að til stæði að skipa nýja stjórn. Ný stjórn með nýju fólki tók formlega við í gær. Benedikt segir að ekki hafi verið ágreiningur milli stjórnar- innar og heilbrigðisráðherra. Það hafi þó verið ljóst að ráðherra hafi ekki verið sáttur við allar þeirra hugmyndir. Sjúkratryggingum Íslands var gert að spara verulega í kostnaði við þjónustu sérfræði- lækna. Benedikt segir að stjórnin hafi lagt til að kostnaðarþátttaka sjúklinga, annarra en þeirra sem þurfi mikið að nota þjónustuna, yrði aukin. Það hafi ráðherra ekki sætt sig við. Álfheiður segir að stjórnin hafi verið skipuð til að undirbúa stofn- un Sjúkratrygginga Íslands, áður en lög um stofnunina hafi verið sett. „Í þeim lögum eru ákvæði um skipan stjórnar, og það var talið eðlilegt að ganga frá því þannig að skipa stofnuninni stjórn í sam- ræmi við lögin,“ segir Álfheiður. Dagný Brynjólfsdóttir, nýr stjórnarformaður stofnunarinn- ar, er deildarstjóri í heilbrigð- isráðuneytinu. Álfheiður segir það heppilegt, enda hafi hún með stjórnarskiptunum viljað tengja stofnunina betur við ráðuneytið. Spurð hvers vegna enginn af þeim sem sæti áttu í undirbún- ingsstjórninni hafi verið beðinn um að sitja áfram segir Álfheið- ur að þar hafi verið um „eðlilega endurnýjun“ að ræða. Enginn trúnaðarbrestur eða ágreiningur hafi verið milli hennar og stjórn- arinnar. Upp kom deilumál síðasta vor þar sem Álfheiður ætlaði að áminna Steingrím Ara Arason, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, en hætti við eftir að málið komst í hámæli. Álfheiður þvertekur fyrir að stjórnarskiptin tengist því máli, enda sé því löngu lokið. brjann@frettabladid.is Heilbrigðisráðherra setur stjórn Sjúkratrygginga af Öllum stjórnarmönnum í Sjúkratryggingum Íslands var skipt út í gær. Ráðherra virðist tortrygginn í garð stofnunarinnar segir fyrrum stjórnarformaður. Stofnunin færð nær ráðuneytinu segir heilbrigðisráðherra. SKORIÐ Heilbrigðisráðherra mun ekki hafa verið sáttur við tillögu stjórnar Sjúkra- trygginga Íslands um niðurskurð á kostnaði við sérfræðilækningar. Sjúkratryggingar Íslands eru nýleg stofnun, sett á laggirnar með lögum þann 1. október 2008. Stofnuninni er ætlað að annast framkvæmd sjúkratrygg- inga og semja um og greiða fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er sam- kvæmt lögum og samningum. Þá á stofnunin að hafa eftirlit með gæðum og árangri starfsemi þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu. Upphaflega stóð til að allt það fé sem ríkið veitir til heilbrigðisþjónustu færi í gegnum stofnunina, en svo virðist sem fallið hafi verið frá því. Stofnunin semur um heilbrigðisþjónustu BANDARÍKIN, AP Yfirlýsingar Bar- acks Obama Bandaríkjaforseta, um að hann hafi hreint ekkert að athuga við það að múslimar reisi sér mosku rétt hjá „Ground zero“, staðnum þar sem Tvíburaturnarnir í New York stóðu, hafa vakið hörð viðbrögð sumra hægrimanna í Bandaríkj- unum. Þannig sagði John Comryn, öld- ungadeildarþingmaður Repúblik- anaflokksins, að Obama væri úr tengslum við almenning í Banda- ríkjunum. Kjósendur muni síðan kveða upp dóm sinn í næstu þing- kosningum, sem verða haldnar í nóvember. „Við þurfum öll að við- urkenna og virða þá viðkvæmni sem tengist uppbyggingunni á neðri hluta Manhattan,“ segði Obama í ræðu um þetta deilumál nú um helgina; „Ground zero er vissulega helgur staður.“ Á hinn bóginn trúi hann því, „sem borgari og sem forseti,“ að í Banda- ríkjunum hafi múslimar sama rétt og aðrir til að stunda trú sína. „Og það felur í sér rétt til að byggja bænahús og félagsmiðstöð á einka- lóð á neðri hluta Manhattan, í sam- ræmi við lög og reglur staðarins.“ - gb Afstaða Bandaríkjaforseta til nýrrar mosku í New York vekur viðbrögð: Sagður úr tengslum við fólk BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti segir múslima hafa sama rétt og aðra. NORDICPHOTOS/AFP PORTÚGAL, AP 600 slökkviliðsmenn börðust í gær við að minnsta kosti 26 skógarelda sem geisa á þremur mismunandi landsvæð- um í Portgal. Eldarnir dreifðu sér hratt vegna vinda á svæðinu að sögn yfirvalda. Landsvæðin þar sem mestir eldar geisa eru í suðvesturhluta landsins, við spænsku landamærin og við þjóð- garðinn Serra da Estrela. Skógareldar eru algengir í Portúgal á sumrin. Í ár eru um 10.000 slökkviliðsmenn og 56 flugvélar eru á bakvakt. -áp Skógareldar í Portúgal: 600 slökkviliðs- menn á vakt Ég held að þetta sé ekki gert af neinum hlýhug í garð forstjórans. BENEDIKT JÓHANNESSON FYRRVERANDI STJÓRNARFORMAÐUR SJÚKRATRYGGINGA ÍSLANDS AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 13.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,7438 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,45 120,03 186,29 187,19 153,02 153,88 20,535 20,655 19,285 19,399 16,125 16,219 1,3927 1,4009 180,62 181,70 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.