Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 46
26 16. ágúst 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. afar, 6. frá, 8. bar, 9. æxlunarkorn, 11. berist til, 12. tornæmur nemandi, 14. nafngift, 16. tveir eins, 17. væta, 18. umfram, 20. tveir eins, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. sett, 3. í röð, 4. allsleysi, 5. varkárni, 7. dýr, 10. þrá, 13. sigti, 15. nudda, 16. kóf, 19. bókstafur. LAUSN LÁRÉTT: 2. mjög, 6. af, 8. krá, 9. gró, 11. bt, 12. tossi, 14. skírn, 16. kk, 17. agi, 18. auk, 20. ðð, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. lagt, 3. jk, 4. örbirgð, 5. gát, 7. froskur, 10. ósk, 13. sía, 15. niða, 16. kaf, 19. ká. „Ég hef heitið ýmsum nöfnum en aldrei mínu eigin á þessum kreditlistum. Þeim tekst allt- af að klúðra þessu,“ segir brellumeistarinn Haukur Karlsson um ævintýramyndina The Last Airbender sem hann vann við á Græn- landi í fyrra ásamt Jóhannesi Sverrissyni. Haukur er nýbúinn að sjá myndina í bíó og þar var hann titlaður sem Hakkur Karlsson á listanum yfir fólkið sem vann við myndina. „Þeir finna alltaf eitthvað nýtt,“ segir hann og hlær, greinilega ýmsu vanur. Haukur hefur unnið við margar Hollywood-myndir, þar á meðal Bond-myndina Die Another Day, Lara Croft: Tomb Raider og Flags of Our Fathers. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið boðs- miða á frumsýningu The Last Airbender í Hollywood. „Maður má þakka fyrir ef þeir muna eftir því að setja mann á kreditlistann.“ Haukur segist ekki hafa heillast af mynd- inni, sem M. Night Shyamalan, höfundur The Sixth Sense, leikstýrði. „Mér fannst hún ekki hanga nógu vel saman en það breytir því ekki að ég fékk ekkert minna borgað fyrir að vinna við hana og það var alveg jafngaman að vera á Grænlandi. Ég hef unnið í fullt af vondum bíómyndum. Það vantar ekkert upp á það.“ Brellurnar sem hann vann við komu þó vel út. „Þetta eru í rauninni fyrstu 6 til 7 mínút- urnar það sem við gerðum í Grænlandi. Þar er verið að elta selaspor út um allt. Við bjugg- um til mjög fyndna selshreifaskó sem ég þurfti að labba kiðfættur með um hálft Græn- land til að búa til þessi selaspor. Allt sem við gerðum komst í myndina, sem gerist nú ekki alltaf. Það er gaman að því,“ segir Haukur. - fb Klúðruðu nafni Hauks á kreditlista BRELLUMEISTARAR Jóhannes Sverrisson og Haukur Karlsson, brellumeistarar. Framleiðendum The Last Airbender tókst að klúðra nafni Hauks á kreditlistanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Söngleikur byggður á ævi Lindu Boreman, aðalleikkonu klámmynd- arinnar umdeildu Deep Throat, fær jákvæða dóma í breskum fjölmiðlum. Söngleikurinn var frumsýndur á stærstu leikhúshátíð í heimi, Edin- borg Fringe Festival, fyrir skömmu. Einn af framleiðendum hans er Óskar Eiríksson, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Netsíðan The Public Reviews gefur sýningunni þrjár stjörnur af fimm mögulegum. „Söngleik- ur um þessa frægu klámmynda- leikkonu hljómar undarlega en þetta ævisögulega verk um Lindu Boreman (Lindu Lovelace) er bæði óvænt og einstakt,“ segir í dómn- um. „Lífi hennar er fylgt eftir með kraftmiklum rokklögum. Lovelace er í heildina skemmtilegt og vel samið verk. Áhorfendurnir fá góða innsýn í erfitt líf Lovelace og það hvernig hún losnaði úr hlekkjun- um.“ Gagnrýnandinn líkir verkinu einnig við söngleikinn Tommy með hljómsveitinni The Who. Söngleikurinnn fær enn betri dóma á síðunni Edinburghfestival. list.co.uk, eða fjórar stjörnur af fimm. „Þessi rokkópera fer langa leið með að bjarga umfjöllunarefni sínu, Lindu Boreman, frá því að vera að eilífu tengd við persónuna Lindu Lovelace og klámmyndina Deep Throat frá árinu 1972,“ segir í dómnum. Söngleikurinn var fyrst sýndur í Los Angeles í jan- úar í fyrra og gekk í hálft ár við góðar und- irtektir. Hann verður sýndur í fjórar vikur, sjö sinnum í viku, á Edinborg Fringe Festival. Eftir það kemur í ljós hvort hann verður sýndur víðar um Evrópu. - fb Klámsöngleikur fær góða dóma LINDA LOVELACE Söngleikur um ævi aðalleikkonu Deep Throat fær góða dóma í Bretlandi. ÓSKAR EIRÍKSSON Óskar er einn af framleiðendum söngleiksins. „Það má segja að ég hafi alltaf verið að hlaupa 10 km en er núna að hlaupa maraþon,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðar- maður en hann er þessa dagana að undirbúa tökur á sinni fyrstu mynd í fullri lengd og ber hún nafnið Eld- fjall. Rúnar hefur hingað til verið að gera stuttmyndir og var meðal annars tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir stuttmyndina The Last Farm, eða Síðasti bærinn. „Ég er búinn að vera með þessa mynd í kollinum síðustu sex árin þannig að ég er mjög glaður að verkefnið sé farið af stað. Loks- ins,“ segir Rúnar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið á myndinni. „Við vorum að klára að ráða leikara og erum nú að finna tökustaði,“ segir Rúnar en myndin Eldfjall verður tekin upp í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Kvikmyndin fjallar um mann sem stendur á tímamótum í lífi sínu og fær áhorfandinn að fylgjast með hvernig maðurinn tekur á breyt- ingunum. Aðalhlutverkin í mynd- inni eru í höndum leikaranna Theodórs Júlíussonar og Margrét- ar Helgu Jóhannsdóttur. „Án þess að gefa upp of mikið byrjar mynd- in á því að maðurinn fer á eftir- laun en hann er þannig karakter að hann á erfitt með að tjá tilfinn- ingar sínar,“ segir Rúnar og bætir við að inni í manninum kraumar kvika sem finnur sér einhvern veginn leið til að brjótast út og þaðan kemur nafnið á myndinni, Eldfjall. Hún er framleidd af Zik Zak kvikmyndum og stefnir Rúnar á að frumsýna myndina hér og í Danmörku með vorinu. Rúnar er nýfluttur heim frá Kaupmannahöfn eftir átta ára dvöl þar sem hann kláraði nám og var að vinna en með honum flytur kona hans og barn. „Það má segja að ég sé pólitískur flóttamaður sem snýr aftur og nú vil ég taka þátt í upp- byggingunni eftir eyðilegginguna,“ segir Rúnar og bætir við að hann sé mjög sáttur við að vera kominn heim. alfrun@frettabladid.is RÚNAR RÚNARSSON: ÆTLAR AÐ TAKA ÞÁTT Í UPPBYGGINGUNNI Flytur heim og hefur tökur á kvikmyndinni Eldfjall MEÐ MYNDINA Í KOLLINUM Í SEX ÁR Rúnar Rúnarsson er að hefja tökur á myndinni Eldfjall í byrjun september. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BURSTAR í vél- sópa á lager Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - flestar stærðir Hringdu í síma ef blaðið berst ekki FERÐALÖGIN „Ég syng nú oftast á ferðalögum. Það eru aðallega lög eftir veiði- félagið Oddhvassa tinda, sem ég er meðlimur í. Lög á borð við Bak við þessa oddhvössu tinda, Bíll með engum númerum á, Dansaði og svo mætti lengi telja. Ef ég er ekki að syngja hlusta ég á þýskt teknó.“ Jón Atli Helgason, tónlistarmaður og hárdoktor. FRÉTTIR AF FÓLKI Blaðakonan og rithöf- undurinn Tobba Marin- ósdóttir sást snæða á veitingastaðnum Fiskmarkaðnum á fimmtudaginn var. Tobba sat til borðs með ýmsum þekktum einstaklingum og má þar nefna tískuspekúlantinn Kalla Berndsen og leikarann Árna Pétur Guðjónsson. Blaðakonan virtist skemmta sér hið besta og deildi smakkréttum með borðfélögum sínum. Tobba gaf nýverið út bókina Makalaus og hefur hún hlotið mikilla vinsælda. Ný bók er væntanleg frá henni á næsta ári og er það eins konar leiðar- vísir fyrir konur og svipar svolítið til bókarinnar sem Gillz gaf út fyrir stuttu. Í bókinni kennir Tobba stúlkum hvernig skuli haga sér og fjallar víst nokkuð um hanastél. Það kom því á óvart að blaðakonan hafi ekki smakkað einn af þeim fjölmörgu kokteilum sem í boði eru á Fiskmarkaðnum heldur aðeins drukkið hvítvín. Kalli Berndsen fékk sér aftur á móti einn ískaldan mojito með matnum eins og sönnum tískuspekúlant sæmir. Eins og kunnugt er orðið mætt- ust lið FH og KR í úrslitaleik bikarkeppninnar á laugardaginn var. Leiknum lauk með 4-0 sigri FH-manna, en þeir skoruðu meðal annars tvö mörk út vítaspyrnu. KR-ingar voru margir ósáttir við dómgæslu dómarans Erlends Eiríkssonar og telja þeir hann ekki hafa verið algjörlega hlutlausan þar sem Erlendur er Hafnfirðingur og býr skammt frá Kaplakrika þar sem FH hefur aðstöðu sína. Aðrir telja þó að Erlendur hafi sinnt starfi sínu með sóma. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Angelina Jolie. 2 Stjórnarskráin. 3 The Charlies.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.