Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 18
 16. ÁGÚST 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Hafnarfjörður lumar á ævin- týralegum görðum þar sem landslagið í hrauninu fær að njóta sín og mynda gott skjól. Einkum á það við í hinum rót- grónari bæjarhlutum. Frétta- blaðið laumaðist í tvo slíka garða og fékk leyfi húsráð- enda til að mynda. Við Erluhraun 3 og 5 eru víðáttu- miklir garðar sem hafa greinilega notið þolinmæði, úthalds og elju- semi eigenda sinna. Brött brekka frá húsunum niður í djúpa hraunbolla einkennir þá báða og í öðrum garðinum hefur brekkan verið notuð sem sleða- braut barnabarna að vetrinum, því hefur enginn trjá- eða runna- gróður verið settur niður þar. Hulda Böðvarsdóttir og Sigurð- ur Rúnar Jónasson hafa átt þann garð í þrettán ár og þau eru með púttvöll niðri á flötinni. Lóðin er að hluta til girt með náttúrulegum viði og kurl er í sumum stígum. Þegar Steinþóra Þorsteinsdóttir og Sigurður Þ. Arndal tóku við sinni lóð 1982 var þar ógrynni af spýtna- og járnarusli og snar- brött grjóturð neðan við húsið. Þeim datt varla í hug að þar yxi nokkuð en nú skipta plöntuteg- undirnar hundruðum. Burknarn- ir eru í mestu uppáhaldi, þeir fara einkar vel í þessu umhverfi. Þau hjón hafa tvívegis fengið verðlaun fyrir garðinn enda hafa þau náð að skapa þar hreina paradís. - gun Hraunið prýðir og skýlir Hulda mundar arfaklóruna en segir samt að bóndinn eigi allan heiðurinn að garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Burknarnir njóta sín vel meðfram stígn- um í garðinum við Erluhraun 3. Brekkan vinstra megin við stíginn er sleðabraut barnabarna Huldu og Sigurðar þegar snjór er. Erluhraun 5. Friðsælt er á flötinni í botni hraunbollans. Þegar Steinþóra húsfreyja var hætt að sjá niður í garðinn út um eldhúsgluggann greip hún klippurnar og hefur náð að halda vexti trjágróðurs í brekkunni í skefjum. Fuglabað er meðal þess sem prýðir þennan garð við Erluhraun 5.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.