Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 40
20 16. ágúst 2010 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI KR-ingurinn Grétar Sig- finnur Sigurðarson var eins og aðrir KR-ingar ósáttur við víta- spyrnudóma Erlends Eiríkssonar í fyrri hálfeik í bikarúrslitaleikn- um og þá sérstaklega þann fyrri. „Ég veit ekki með seinna vítið en fyrra vítið var aldrei víti. Þetta var bara aumingjaskapur hjá Atla Guðnasyni að reyna að fiska. Þetta var bara of mikill aumingjaskapur og menn eiga að fá rauða spjaldið fyrir svona eftir á,“ sagði Grétar ósáttur. Atli Guðnason fiskaði umrætt víti sem gaf fyrsta markið en var þetta víti? „Já, þetta var víti. Ég er það léttur og þegar menn fara utan í mig þá bara dett ég. Ég er það léttur að ég næ ekkert að standa þetta af mér,“ sagði Atli sem féll eftir viðureign við Skúla Jón Friðgeirsson. - óój Atli Guðnason umdeildur: Vítaspyrna eða leikaraskapur? > Aðeins 672 fleiri en í kuldanum í fyrra Aðsókn að bikarúrslitaleik karla í ár var mikil vonbrigði þrátt fyrir að áhorfendatalan hafi farið yfir fimm þúsund í aðeins annað skiptið á þessari öld. Menn stefndu að því að slá áhorfendametið sem var 7.401 áhorfandi sem mætti á úrslitaleik KR og ÍA árið 1999. Þegar upp var staðið mættu „aðeins” 5.438 manns á leik FH og KR eða bara 672 fleiri á leikinn en á úrslitaleik Blika og Framara í kuldanum í október í fyrra. FÓTBOLTI FH-ingar unnu annan stærsa sigurinn í sögu bikarúr- slitaleiks karla þegar þeir unnu 4- 0 sigur á KR á Laugardalsvellinum á laugardagskvöldið. Matthías Vil- hjálmsson kom FH í 2-0 með tveim- ur vítaspyrnum með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik. Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið sextán mínútum fyrir leikslok og Atli Guðnason innsiglaði síðan sig- urinn rétt fyrir leikslok. KR-ingar komust aldrei yfir það að fá á sig tvo stranga vítaspyrnu- dóma á lokakafla fyrri hálfleiksins og FH-ingar hreinlega yfirspiluðu þá í seinni hálfleiknum. „Það er gaman að vera í FH. Þetta var rosalega góður sigur og það er frábært að vinna bikarúr- slitaleik,“ sagði Daninn Tommy Nielsen eftir að hann vann sinn sjöunda stóra titil með FH-ingum. „Við vorum kannski heppnir að fá þessi víti því maður sér ekki alltof svona víti dæmd,“ sagði Tommy. „Við ætlum að djamma aðeins núna en svo á mánudaginn [í dag] förum við bara að hugsa um Grindavík,“ segir Tommy sem hefur sett stefnuna á að vinna tvö- falt í fyrsta sinn. „FH hefur verið meistari á hverju ári en ég hef aldrei unnið tvöfalt og mig lang- ar að prófa að gera það,“ sagði Tommy. „Þetta eru rosalega vonbrigði. Við fáum dæmd á okkur vægast sagt mjög ódýr víti og menn verða að skoða hvað þeir eru að gera í bikarúrslitaleik. Þá er komið 2-0 fyrir þá í fyrri hálfleik og það er erfitt fjall að klífa að spila á móti FH-liðinu 2-0 undir. Við vorum að reyna að komast inn í leikinn með einu marki en það bara gekk ekki,“ sagði Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR sem var ósáttur með vítin. „Þú átt aldrei nokkurn tímann aftur að sjá svona dómgæslu. Ég hef ekki séð það fyrr og á ekki eftir að sjá það aftur,“ sagði Bjarni. - óój FH-ingar urðu bikarmeistarar í annað skipti eftir 4-0 stórsigur á KR í bikarúrslitaleiknum á laugardagskvöldið: Tommy vill prófa að vinna tvöfalt SJÖ STÓRIR TITLAR MEÐ FH Tommy Nielsen fagnar hér stórsigri á KR. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH-liðsins, var sáttur í leikslok eftir 4-0 sigur á KR í bikaúrslitaleiknum á laugardagskvöldið. Matthías skoraði tvö fyrstu mörk leiksins úr vítaspyrnum. „Einhverjir sögðu mér að sjónvarpið hefði sýnt að þetta voru víti og ég segi bara því miður fyrir þá en gott fyrir okkur,” sagði Matthías um vítin tvö sem réðu svo miklu um gang leiksins. „Ég var öruggur í báðum vítunum. Hann var reyndar nálægt boltanum í fyrri spyrnunni en seinni spyrnan var örugg. Við tókum völdin í leiknum í stöðunni 2-0 og þetta var aldrei í hættu eftir það. Mér fannst við vilja þetta meira og um leið og við komumst yfir þá var þetta aldrei í hættu. Við vorum líka skynsamari en þeir,“ sagði Matthías. Hann segir FH-liðið vera í frábæru formi „Við erum að toppa á réttum tíma finnst mér. Við æfðum vel í vetur undir stjórn Silju Úlfarsdóttur og þrekið er í hámarki núna. Þetta var annar bikarmeistaratitillinn hjá okkur núna og hann er ekki sá seinasti,“ sagði Matthías og hann var stoltur af lokatölum leiksins. „Það hlýtur að vera skráð á spjöld sögunnar að vinna 4-0 sigur í bikarúrslitaleik á móti jafnsterku liði og KR. Ég er mjög sáttur við að vinna KR-inga 4-0,“ sagði Matthías sem vill vinna tvöfalt í sumar. „Núna getum við fagnað í einhvern smá tíma en farið svo að einbeita okkur að deildinni og þar erum við ekki heldur hættir. Við höfum ekki unnið tvöfalt og það hefur verið markmiðið okkar í allt sumar.“ Matthías vildi ekki gefa upp leyndarmálið á bak við vítin sín. „Ég tók nokkur víti á æfingu daginn fyrir leik en síðan hef ég bara mínar leiðir sem ég gef ekkert upp nema hvað það varðar að pabbi velur hornin fyrir mig. Það veit það enginn nema hann og ég.“ MATTHÍAS VILHJÁLMSSON: KOM FH-INGUM Í 2-0 Í FYRRI HÁLFLEIK MEÐ TVEIMUR ÖRUGGUM VÍTASPYRNUM Það eina sem ég gef upp er að pabbi velur hornin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.