Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.08.2010, Blaðsíða 42
22 16. ágúst 2010 MÁNUDAGUR Enska úrvalsdeildin Tottenham-Manchester City 0-0 Aston Villa-West Ham 3-0 1-0 Stewart Downing (15.), 2-0 Stilian Petrov (40.), 3-0 James Milner (66.) Blackburn-Everton 1-0 1-0 Nikola Kalinic (14.) Bolton-Fulham 0-0 Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn. Sunderland-Birmingham 2-2 1-0 Darren Bent, víti (24.), 2-0 Sjálfsmark (55.), 2-1 Scott Dann (77.), 2-2 Liam Ridgewell (88.) Wigan-Blackpool 0-4 0-1 Taylor-Fletcher (16.), 0-2 Marlon Harewood (37.), 0-3 Harewood (42.), 0-4 Baptiste (74.) Wolves-Stoke 2-1 1-0 David Jones (36.), 2-0 Steven Fletcher (38.), 2-1 Abdoulaye Diagne-Fayé (54.). Chelsea-West Bromwich 6-0 1-0 Florent Malouda (6.), 2-0 Didier Drogba (45.), 3-0 Drogba (55.), 4-0 Frank Lampard (62.), 5-0 Drogba (68.), 6-0 Malouda (90.) Liverpool-Arsenal 1-1 1-0 David Ngog (46.), 1-1 Sjálfsmark (90.) ENSKI BOLTINN FÓTBOLTI Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var ekki að missa sig yfir 6-0 sigur liðsins á West Brom í fyrstu umferð ensku úrvals- deildarinnar. „Þetta lið getur sýnt svona spilamennsku og skor- að fullt af mörum. Við áttum erf- itt undirbúningstímabil en allt er í góðu lagi og ég er ánægður með góðan leik minna manna,“ sagði Carlo Ancelotti. Didier Drogba skoraði þrennu í leiknum alveg eins og í lokaleik síðasta tímabils þar sem hann var markakóngur með 29 mörk. „Hann var frábær í þessum leik, ekki bara af því að hann skoraði heldur vann hann einnig vel fyrir liðið,“ sagði Ancelotti. - óój Didier Drogba með þrennu: Byrjaði eins og hann endaði FÓTBOLTI Nýliðar Blackpool komu öllum á óvart með því að vinna 4-0 útisigur á Wigan í fyrsta leik liðsins í efstu deild í 39 ár. Mar- lon Harewood skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í fyrri hálfleik. „Ég er rosalega stoltur af strákunum en við þurfum að halda báðum fótum á jörðinni því það er löng leið fram undan,“ sagði Ian Holloway, stjóri Black- pool, en liðið fór á toppinn í tvo tíma þar til að Chelsea rúllaði yfir aðra nýliða, þá í West Brom. „Ég ætla samt að taka mynd af töflunni og leggjast í helgan stein því við munum aldrei vera svona ofarlega í töflunni aftur,“ bætti Holloway við í gríntóni. - óój Nýliðaævintýri Blackpool: Voru á toppn- um í tvo tíma FÓTBOLTI Það verður toppleikur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar topplið Eyjamanna sækir Blikana heim í Kópavoginn. ÍBV hefur tveggja stiga forskot á Breiðablik og getur því náð fimm stiga for- skoti með sigri þegar aðeins sex umferðir eru eftir. Blikar hafa unnið þrjá síðustu heimaleiki sína með markatöl- unni 11-1 og eru erfiðir heim að sækja. Þetta verður fyrsti leikur ÍBV-liðsins utan Vestmannaeyja í 40 daga eða síðan Eyjamenn unnu Stjörnuna, 0-2, 4. júlí. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá spila líka Haukar-Stjarnan og Fylkir-Valur. - óój Pepsi-deild karla í fótbolta: Toppliðin mæt- ast í kvöld FÓTBOLTI Það er stutt milli þess að vera hetja eða skúrkur í bolt- anum. Það fékk spænski mark- vörðurinn Pepe Reina að kynnast í 1-1 jafntefli Liverpool og Arsen- al í ensku úrvalsdeildinni í gær. Aðeins nokkrum mínútum eftir að Pepe Reina hafði sýnt heims- klassa markvörslu og virst vera að tryggja sínum mönnum þrjú stig þá gerði hann slysaleg mistök sem kostuðu klaufalegt sjálfsmark og tvö glötuð stig. Pepe Reina, markvörður Liver- pool, varð fyrir því óláni að missa boltann í netið á 90. mínútu eftir að Marouane Chamakh hafði sett boltann í stöngina. Þegar Reina ætlaði að grípa frákastið missti hann boltann hins vegar frá sér og boltinn skreið yfir marklínuna. „Það var frekar svekkjandi að tapa tveimur stigum í lok leiksins en þetta var stórbrotin frammi- staða hjá liðinu eftir að hafa spil- að allan seinni hálfleikinn manni færri,“ sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool eftir leikinn. „Pepe Reina er niðurbrotinn. Hann stóð sig mjög vel í þessum leik þar sem hann spilaði meiddur á öxl. Það var leiðinlegt að þetta endaði svona en við erum stoltir af frammistöð- unni,“ bætti Hodgson við. Joe Cole fékk rautt spjald á loka- mínútu fyrri hálfleiks fyrir harða tæklingu á Laurent Koscielny. „Það var enginn ásetningur hjá Joe Cole að brjóta á mann- innum. Þetta leit verr út en það í rauninni var,“ sagði Hodgson um rauða spjaldið hjá Joe Cole. Þetta var fyrsta rauða spjald Coles á ferlinum og það kom í fyrsta deildarleiknum hans í búningi Liverpool. Liverpool kom Arsenal á óvart í upphafi seinni hálfleiks þegar David N’Gog kom Liverpool yfir á fyrstu mínútu seinni hálfleiks með því að afgreiða sendingu Javiers Mascherano inn í teiginn með frá- bærum hætti upp í markhornið. „Það var erfiðara að spila ell- efu á móti tíu. Þeir vörðust djúpt og mjög vel. Þeir reyndu að taka flæðið úr okkar leik. Ég vil hrósa mínum mönnum fyrir að halda áfram og ná að jafna leikinn. Það er alltaf hægt að sætta sig við jafntefli á útivelli á móti Liver- pool,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. ooj@frettabladid.is Sleipir hanskar hjá Reina Liverpool var nálægt því að vinna sigur á Arsenal í fyrsta leiknum undir stjórn Roy Hodgson þrátt fyrir að leika manni færri allan seinni hálfleikinn. SJÁLFSMARKIÐ Pepe Reina, markvörður Liverpool, horfir hér á eftir boltanum leka yfir marklínuna. MYND/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.