Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 10
10 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR Fréttaskýring: Hvernig gengur Landspítalanum að ná endum saman? Gróft yfirlit um rekstur LSH 2008, 2009 og 2010 2008 2009 2010 Hagræðingarkrafa fjárlaga -1.000 -2.950 -3.300 Fjáraukalög 1.000 Hagræðingarkrafa frá ríki 0 -2.950 -3.300 Skattabreytingar -100 Gengisfall -2.100 -1.150 0 Alls hagræðingarkrafa: -2.100 -4.100 -3.400 Rekstrarniðurstaða -1.620 -1.350 0 Hagræðing (raun) 480 2.750 3.400 Neikvæður höfuðstóll -1.620 -2.970 -2.970 Upphæðir í milljónum króna á verðlagi hvers árs Fjárlög gera ráð fyrir 5% hækkun verðlags og óbreyttri stöðu krónunnar Ekki gert ráð fyrir nýjum kjarasamningum 200 0 -200 -400 -600 -800 -1.000 -1.200 -1.400 Afkoma ársins Sértekjur umfram áætlun Launagjöld umfram áætlun Önnur rekstrargjöld innan áætlunar Gengisáhrif -1.338 162 -372 40 -1.169 Rekstrarafkoma 2009 og áhrif gengisfalls í milljónum króna Kynntu þér Skuldabréfasjóðinn á byr.is, hafðu samband í síma 575 4000 eða komdu við í næsta útibúi. Við erum ávallt til þjónustu reiðubúin. BYR | Sími 575 4000 | www.byr.is Góð 12 mánaða ávöxtun á Skuldabréfasjóðnum sem fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum verðbréfum* *Heimild: www.sjodir.is Sjóðurinn er verðbréfasjóður og starfræktur í samræmi við lög nr. 30/2003 og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Fjárfestingu í sjóðum fylgir alltaf áhætta þar sem gengi þeirra getur bæði lækkað og hækkað. Ávöxtun í fortíð endurspeglar ekki framtíðarávöxtun, heldur er hún einungis vísbending. Nánari upplýsingar má finna í útboðslýsingum og útdráttum úr þeim á heimasíðu Rekstrarfélagsins, rfb.is og á heimasíðu Byrs, byr.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel útboðslýsingar sjóða áður en fjárfest er í þeim. Ekki er tekin ábyrgð á villum sem geta komið fram t.d. prentvillum í upplýsingaveitum, þó ávallt sé unnið að því að lágmarka möguleika á slíku. SKULDABRÉFASJÓÐURINN 20,0% D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Rekstrarafgangur Landspít- alans nam rúmum 35 millj- ónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010. Upp- hæðin er ekki há en niður- staðan markar eigi að síður tímamót í rekstri stofnun- arinnar þar sem verulegur halli hefur verið um langt árabil. Hagræðingu sem þessari er hins vegar ekki náð án fórna. Nýlega staðfesti Ríkisendurskoðun að stjórnendum Landspítalans hefur tekist að halda rekstri stofnunarinn- ar innan þeirrar áætlunar sem lagt var af stað með fyrir árið. Áætl- unin gerir ráð fyrir að reksturinn verði í takt við fjárveitingar sam- kvæmt fjárlögum og að uppsafnað- ur halli haldist því óbreyttur í árs- lok. „Verði það raunin yrðu það að mati Ríkisendurskoðunar einhver jákvæðustu tíðindi sem orðið hafa í rekstri A-hluta stofnana um langt árabil,“ eins og segir í skýrslu til Alþingis um framkvæmd fjárlaga 2009 og janúar og til apríl 2010. Þungur róður Spítalanum er gert að lækka rekstr- arkostnaðinn á þessu ári um rúm níu prósent eða 3,4 milljarða króna. Eins og mörg undanfarin ár varð verulegur halli á rekstri spítalans á árinu 2009, eða 1,3 milljarðar króna. Uppsafnaður halli spítalans í árslok nam rúmlega 2,8 milljörð- um eða um átta prósentum af fjár- veitingum. Þessi rekstrarniðurstaða skýrist auðvitað að stórum hluta af efnahagshruninu sem hefur haft mikil áhrif á fjárveitingar til LSH og þá ekki síður á gengisfalli krón- unnar. Stór hluti aðfanga spítalans er háður erlendri mynt og hefur gengisfallið því haft veruleg áhrif á afkomu hans. Hafa stjórnendur LSH bent á að þegar tekið er tillit til gengisþróunar umfram forsend- ur fjárlaga þá var rekstur spítalans nálægt jafnvægi árið 2009. Árin frá hruni, 2008 til 2010, nemur raunhag- ræðing í rekstri spítalans rúmum 6,6 milljörðum á verðlagi hvers árs. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra kallaði árangurinn þrekvirki á ársfundi LSH í apríl. „Ég hef bent fólki á að skoða við- snúninginn sem hefur orðið á fyrri hluta þessa árs miðað við árið í fyrra. Það er hægt að meta árang- urinn eftir þeim tölum. Við vorum 850 milljónir í mínus eftir sex mán- uði í fyrra,“ segir Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans. „Það sem er nýtt er að sjö mánaða uppgjör spít- alans sýnir það sama. Niðurstaðan af því er jákvæð.“ Stórátak Með umfangsmiklum hagræðing- araðgerðum sem gripið var til á öllum sviðum spítalans hefur tek- ist að ná þessum árangri. Breyt- ingar í starfseminni hafa leitt til þess að vakta- og yfirvinnukostn- aður hefur minnkað og átak í inn- kaupum á sérhæfðum sjúkrahús- vörum og þjónustu hefur lækkað rekstrarkostnaðinn. Launakostn- aðurinn hefur lækkað bæði vegna fækkunar starfsmanna og minni yfirvinnu sem breytingar í starf- semi og skipulagi hafa gert mögu- legt. Til dæmis hefur yfirvinna á LSH dregist saman um 25 prósent á þessu ári. Þetta hefur verið „erfitt verk og sársaukafullt fyrir marga en með samstilltu átaki gengið furðu vel,“ segir Björn í föstudagspistli sínum 20. ágúst. En hvað er átt við með því að sparnaðurinn hafi verið sársauka- fullur fyrir marga? „Það sem ég var að vitna til er að laun hafa lækkað hjá langflestum á spítalanum. Eins hafa allir þurft að leggja mikið á sig í vinnunni auk þess að allir hafa þurft að vinna við að móta sparn- aðartillögur fyrir spítalann,“ segir Björn. Álag á starfsfólk spítalans kemur þó ekki fram á þeim álagsmæling- um sem beitt er. Einkenni eins og veikindafjarvistir hafa ekki aukist eins mikið og vænta mætti. „Álag á starfsfólk er þó inngróið í starfsemi spítala, og má þá nefna sérstaklega vaktavinnuna,“ segir Björn jafn- framt. Björn nefnir jafnframt að stöðu- gildum á LSH hefur fækkað um 300. Fimmtíu hefur verið sagt upp í tveimur fjöldauppsögnum en að öðru leyti hefur fækkun starfs- manna náðst með því að ráða ekki í stöður sem losna. Margt smátt Í byrjun árs leituðu stjórnendur á Landspítalanum eftir liðsinni starfs- fólks við mótun sparnaðartillagna. 3.500 slíkar bárust og 1.800 starfs- menn tóku beinan þátt í 62 sparnað- ar- og stefnumótunarfundum. Gott dæmi um hversu langt er gengið í sparnaði er að bæði stórt sem smátt er verðmerkt í hillum spítalans. Er það hluti af nýrri stefnu- og starfsáætlun LSH að hver deild á að verðmerkja tíu til fimmt- án hluti sem eru í notkun á öllum tímum. Ekki á þetta síst við um þá hluti sem eru dýrir eða mest notað- ir. Til dæmis eru bómullarhnoðr- arnir sem notaðir eru við blóðtöku á bráðamóttökunni verðmerktir. Þeir kosta tíu krónur stykkið. Niðurskurðarkrafan 2011 Ekkert er vitað um hver niður- skurðarkrafan verður fyrir LSH fyrir næsta ár. Uppleggið í fjárlaga- vinnunni er að sparnaðurinn innan heilbrigðiskerfisins verði fimm pró- sent sem myndi þýða að LSH þyrfti að finna um það bil tvo milljarða til viðbótar. „Ég vona að niðurskurður- inn verði ekki flatur. Allt sem bæt- ist við úr þessu kallar á mjög erf- iðar aðgerðir og það er ekki hægt að leggjast í viðlíka naflaskoðun aftur hvað varðar niðurskurðinn. Það gæti leitt til biðlista og skertr- ar þjónustu því frekari niðurskurði verður væntanlega ekki náð nema að leggja niður þjónustu sem við teljum sjálfsagðan hlut.“ Hagræðingin 6,6 milljarðar króna ÆFING Á BRÁÐAMÓTTÖKU Það er til marks um hversu langt er gengið í niðurskurði að bómullarhnoðrarnir á bráðamóttökunni eru verðmerktir. Þeir kosta tíu krónur stykkið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.