Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 40
24 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ertu með toll- skyldan varning með þér? Jæja, pabbi! Zlat- an ætlar að vinna hér nokkra tíma í viku. En frábært, viltu kaffi? Nei takk. Ég drekk ekki kaffi. Ókei, en ef þú verður þyrstur þá geturðu alltaf fengið þér leðurblöku- blóð, við eigum nóg af því hérna á bak við. HAHAHAHAH! En, jæja, vertu vel- kominn! Segðu mér, færðu ekki öll vítamín sem þú þarft, það er eins og þú sért blóðlítill. Kannski, viltu ekki bara sækja bollann? Ég ætla að hala niður nokkrum nýjum hringi- tónum. Viltu að ég finni einhverja fyrir þig? Mjög gjarnan. Hvað villtu? Rokk, djass, sígilda, reggí, popp, sálar- tónlist eða fönk? Athugaðu hvort þeir eigi tón sem minnir á síma að hringja? Ég leita undir „kald- hæðni“. „Af hverju Atlas hatar að ferðast“ TOLLUR Ég verð svo glaður þegar Stubbaskeiðinu lýkur hjá henni. Eftir þrjú börn er ég búinn að fá nóg af heimskulegum leik- föngum, heimskulegri tónlist og heimskulegum sjónvarpsþáttum. Í blaðinu segir að Halli og Laddi séu búnir að talsetja nýja þáttaröð af Stubbunum. Komdu niður, ég var bara að grínast Við leitum að góðu fólki Á vefnum getur þú með einföldum hætti flett í gegnum og skoðað atvinnuauglýsingar Fréttablaðsins. Þú kaupir atvinnuauglýsingu í Fréttablaðinu - öflugasta auglýsingamiðli landsins og hún birtist frítt í heila viku á einum stærsta vefmiðli landsins – og Fréttablaðið kynna nýjan og öflugan atvinnu- og raðauglýsingavef ...ég sá það á visir.is Fjórtán ár í útlegð Eitt af því fyrsta sem ég meðtók í krist-inni trú var að kirkjan, hús guðs, væri skjól mitt og griðastaður, sérstaklega ef ég ætti um sárt að binda. Þar gætti réttlætis. Þar nyti ég verndar. Æðsti yfirmaður þess skjóls hefur breytt þessari vissu í daprar efasemdir. Hin sóknarbörnin hugsa sitt þegar einu þeirra er úthýst þegar skjólsins var mest þörf. Átti kirkjan ekki að passa þá sem verða fyrir ofbeldi og ofsóknum en ekki úthýsa þeim sem lygara? Þetta mál verður ekki afgreitt á nokkrum dögum, í nokkrum blaðagreinum. Það ristir of djúpt og hefur sært of marga. ELTON John söng að „fyrirgefðu“ hlyti að vera örðugasta orðið. Kannski er það vegna þess að um leið og afsök- unarbeiðni þýðir „mér þykir það leitt“ felur hún í sér viðurkenningu á eigin mistökum. Ofureinföld afsökun víkur þannig oftar en ekki fyrir flóknum geim- vísindum réttlætinga á eigin framkomu. Hefur einhver talið hvað Karl Sigur- björnsson hefur sent frá sér marg- ar yfirlýsingar? Opinber og skýlaus iðrun hefði eflaust verið fljótlegri og einfaldari í framkvæmd. Og iðrun á Sigrún Pálína Ingvars- dóttir sannarlega inni. SIGRÚN Pálína á ekki inni þöggun, hún á ekki skilið útúrsnúninga, hún á ekki skilið að farið sé undan í flæm- ingi og hún á ekki skilið að einhver svari því til að hann þekki ekki, viti ekki, muni ekki. Óskýr svör, jamm og jæja, afstöðu- leysi er ekki í boði gagnvart fórnarlömb- um kynferðisofbeldis. Afstaðan þarf að vera skýr og fordæmisgefandi. Glæpurinn er ekki síður að úthrópa fórnarlambið sem lygara í mörg ár. Það eru fjórtán ár síðan Sigrún kom fyrst fram með sannleikann en það eru ekki nema nokkrar klukkustundir síðan íslenskur prestur kom fram í dags- ljósið í fyrsta sinn og baðst afsökunar opin- berlega á þöggun um kynferðisbrot innan kirkjunnar. LÍKT og fleiri velti ég því fyrir mér um helgina að segja mig úr þjóðkirkjunni. Það sem hefur stöðvað mig er að megnið af því fólki sem ég hef kynnst í íslenskri kirkju eru vandaðir og vel gerðir einstakl- ingar, fólk sem vinnur með náungakærleik og réttlæti að leiðarljósi. Hin tilfellin eru undantekningartilfelli. Ég veit ekki hvað þarf til þess að fá biskup til að sjá hvers þjóðfélagið krefst í dag. Það er ekki það sama og það var þegar Sigrún Pálína ruddi brautina í því að rjúfa þögnina. Fórnar- lömbin læðast ekki lengur þæg meðfram veggjum, þau benda á þann sem gerði, hátt og snjallt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.