Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 38
22 24. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Ástkær bróðir minn, Ragnar Vilhelm Bernhöft, Eiðismýri 30, Seltjarnarnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 19. ágúst. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju, mánudaginn 30. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minn- ast hans er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, sími: 543-3724. F.h. aðstandenda, Kristín Bernhöft Pétur Orri Þórðarson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, Ævar Heiðar Jónsson múrarameistari, Lönguhlíð 14, Akureyri, andaðist að morgni 19. ágúst. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. ágúst kl. 13.30. Helga Jóhannsdóttir Jóhann Valur Ævarsson Jóna Ragúels Gunnarsdóttir Halla Sif Ævarsdóttir Sverrir Guðmundsson Valrós Árnadóttir Helga, Atli Fannar, Elva Hrund, Arnar, Sindri og Sölvi. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Rósfríðar Eiðsdóttur, Helgamagrastræti 27, Akureyri . Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Kjarnalundar. Helgi Ásgrímsson Kristrún Þórhallsdóttir Þorvaldur Hallsson Valgeir Sverrisson ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir mín, amma, systir og mágkona, Elsa Guðjónsdóttir, Elsa í Sparisjóðnum, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudag- inn 25. ágúst kl. 13.00. Þórhallur Frímann Óskarsson og aðstandendur Okkar ástkæri Sigurður Jóhann Jóhannsson arkitekt, Sólvallagötu 48, Reykjavík, lést á Landspítalanum 14. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Kristín G. Guðnadóttir Elín Edda Sigurðardóttir Hörður Sveinsson Kristján Jóhannsson Elísabet Stefánsdóttir Droplaug Jóhannsdóttir Anna Steingerður Hedegaard John Hedegaard Elín Jóhannsdóttir Guðjón Guðmundsson Kær bróðir okkar, Leifur Eiríksson bókbindari, lést 18. ágúst á Kumbaravogi. Útförin fer fram í kyrrþey. Kristín Jóhanna Eiríksdóttir Anna Soffía Eiríksdóttir Torrance og fjölskyldur. SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR UMHVERFISRÁÐ- HERRA ER 46 ÁRA Í DAG „Ef samfélagið stendur með fjöl- skyldunum í að standa saman þá gengur allt betur.“ Svandís Svavarsdóttir var kosin alþing- ismaður fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Reykjavíkurkjördæmi suður 25. apríl 2009. Hún tók við embætti umhverfisráðherra 10. maí 2009. MERKISATBURÐIR: 1841 Bjarni Thorarensen, amt- maður og skáld, fellur frá. 1906 Símskeytasamband við útlönd opnað. 1944 Sveinn Björnsson, forseti Íslands, ræðir við Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu. 1980 Fyrstu alþjóðlegu rall- keppni sem fram fer á Ís- landi lýkur. 1983 Breytinga krafist á hús- næðislánum í veitinga- húsinu Sigtúni. 1991 Úkraína fær sjálfstæði frá Sovétríkjunum. 2008 Ísland vinnur silfurverð- laun í handbolta á Ól- ympíuleikum. Norræna húsið var reist í Vatnsmýrinni í Reykja- vík eftir teikningum finnska hönnuðarins og arkitektsins Alvars Aalto. Húsið var svo vígt þenn- an dag fyrir 42 árum. Norræna húsið var byggt með það hlutverk að stuðla að samvinnu og efla tengsl Íslands við hin Norðurlöndin. Norræna ráðherranefndin sér um rekstur hússins og hafa norrænir gestakennarar við háskóla Íslands þar skrifstofur. Þar fer einnig fram kennsla í norður- landatungumálunum fyrir nemendur Háskóla Íslands. Í húsinu er að finna bókasafn með bókmennt- um á norrænu tungumálunum, verslun með norræna hönnun og matvöru, auk þess sem í húsinu er veitingastaður sem framreiðir mat eingöngu úr norrænu hráefni. Salarkynni hússins eru leigð út til ráðstefnu- og fundarhalda, meðal annars fundaði núverandi ríkisstjórn Samfylking- ar og Vinstri hreyfingarinnnar – græns framboðs, í Norræna húsinu um samstarf í kjölfar alþingis- kosninganna vorið 2009. Norræna húsið ber mörg höfundareinkenni Aalto. Til dæmis má sjá þau í bláu flísunum á þaki hússins, í hvelfingu bókasafnsins og hvíta litnum sem er áberandi í húsinu, innan sem utan. Alvar Aalto hannaði einnig öll húsgögn og ljós í Norræna húsinu. ÞETTA GERÐIST: 24. ÁGÚST ÁRIÐ 1968 Norræna húsið vígt í Vatnsmýrinni Freisting.is, fréttavefur um mat og vín, á tíu ár að baki og því við hæfi að hafa samband við Smára Valtý Sæbjörnsson matreiðslumeistara sem hefur haldið utan um vefinn frá upp- hafi. „Þetta er bara hobbý hjá mér og það er góður hópur sem vinnur að vefnum. Klúbbur matreiðslumanna og Vínþjónaklúbbur Íslands eiga hvor sína síðu en freisting.is er fréttasíða um allt um mat og vín,“ segir Smári sem býr í Sandgerði. Hann hætti fyrir fimm árum í kokkinum og fór að vinna í fjölskyldufyrirtækinu, auk þess að sjá um heimilið, börnin og freisting. is. Hvað varð til þess að vefurinn fór í loftið á sínum tíma? „Hann var fyrst hugsaður sem heimasíða fyrir mat- reiðsluklúbbinn Freistingu sem starf- aði af þrótti um skeið en nú er lítið eftir af nema þessi heimasíða,“ svarar Smári Valtýr. „Stuttu seinna breyttist þetta í litla fréttasíðu og í beinu fram- haldi stækkaði hún í alhliða vef fyrir veitingageirann.“ Er vefurinn þá fyrst og fremst fyrir fagmennina? „Já, og líka fyrir almenning. Til dæmis er mikið uppskriftasafn inni á honum undir fyrirsögninni Sælureitur sæl- kerans. Þar eru uppskriftir eftir fag- menn þannig að það er mikið varið í þær.“ Smári Valtýr segir alla sem koma að vefnum gera það í sjálfboðavinnu, þar með talda fréttamenn, bæði hér á landi og einn í Danmörku. Sá heit- ir Ragnar Eiríksson og er yfirkokk- ur hjá Poul Cunningham, 1 Michelin- stjörnustað í Kaupmannahöfn. Smári er spurður hvað reki menn áfram í skrifunum? „Það er í bara áhuginn,“ svarar hann. „Klúbbur matreiðslu- meistara er búinn að vera til í árar- aðir og þar er allt unnið í sjálfboða- vinnu líka, það er voða mikið ríkjandi í veitingageiranum. Það þekkjast allir. Þetta er eins og lítill saumaklúbbur. Sumir eru eins og ég, hættir að kokka en langar samt að vera með puttana í félagsstarfinu og við fengum líka góða aðila til að styrkja okkur svo við getum haldið vefnum úti.“ Heimsóknir inn á freisting.is eru um 500 á dag að sögn Smára Valtýs. Setur hann eitthvað inn á hverjum degi? „Það er takmarkið hjá okkur en stundum er gúrka og þá líður lengra á milli,“ svarar hann og kveðst aðspurð- ur verja að meðaltali einum til tveim- ur tímum á dag í vefinn. Finnst honum það jafn skemmtilegt og fyrir tíu árum? „Já, alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hann glaðlega. „Mitt aðaláhugamál er kokkamennska og ég var svo heppinn að vinna við áhugamálið í tuttugu ár og fá laun fyrir það. Þess vegna finnst mér svo gaman að vera í tengslum við þennan heim og fylgjast með hvað er að gerast í matarmenningunni. Konan mín nýtur líka góðs af því, maður er svo ferskur í eldhúsinu þegar maður fylgist með því sem er að gerast á veit- ingastöðum landsins.“ gun@frettabladid.is MATARFRÉTTAVEFURINN FREISTING.IS: ER TÍU ÁRA Er alltaf ferskur í eldhúsinu FRÉTTAMAÐUR OG VEFSTJÓRI „Sumir eru eins og ég, hættir að kokka en langar samt að vera með puttana í félagsstarfinu,“ segir Smári Valtýr. MYND/SELMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.