Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.08.2010, Blaðsíða 32
 24. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll ÚTSALA ● HEILSUBÆTANDI OG VELKOMINN ÓÞEFUR Hvítlaukur er ekki bara dugandi þegar losna þarf við vampírur, heldur er hann allra meina bót. Því er skynsamlegt að bæta honum á innkaupalistann nú þegar haustar og pestir fara að hrjá mannfólkið. Hvítlaukur er upprunninn í Mið-Asíu þar sem hann hefur verið ræktaður í 5.000 ár, en Kínverjar hafa notað hann til hvers kyns lækninga í þúsundir ára. Þótt hvítlaukur sé látlaus í útliti geymir hann margþætt efnasambönd og mikilvæg andoxunarefni sem hafa verið þrautreynd sem víðtæk sýklalyf gegn bakteríum, sníkjudýrum og veiru- sýkingum. Hvítlaukur lækkar enn fremur blóðþrýsting og vont kólesteról í blóði, aftrar hættulegri blóðkekkjun og dregur úr líkum á krabbameini, ekki síst magakrabba. Þá er hvítlaukur frábært slímlosandi kvefmeðal, ásamt því að vera krampa- og bólgueyðandi. Hvítlauksát er sömuleiðis ljómandi við niðurgangi, auk þess sem hann er þvaglos- andi og lífgar upp á sálartetrið. Best er að snæða hvítlauk hráan og eldaðan til að tryggja sem bestan heilsufarslegan ávinning. Munið bara að bryðja vel steinselju á eftir til að kæfa ekki nærstadda með hvítlauksbrækju úr vitum. Rannsóknir hafa sýnt að eitt af lyk- ilatriðum fyrir góðan námsárang- ur er nægur svefn. Eftir sumarfrí og óreglulegan háttatíma getur tekið tíma að koma lagi á svefn- venjur unglinganna og í byrjun er gott að leyfa unglingnum að taka stutta kríu yfir daginn ef hann er þreyttur en mikilvægt er að blund- urinn fari ekki yfir klukkustund, því þá er hætt við að erfitt verði að sofna um kvöldið. Þá getur hreyf- ing og sér í lagi sundferð hjálpað til við að viðkomandi eigi auðveld- ara með að sofna fyrr á kvöldin. - jma Skólabörn þurfa nægan svefn Smá lúr er í góðu lagi yfir daginn fyrir stækkandi unglinga en má ekki vera of langur. ● HEILUN Í HANDVERKI Nýtt námskeið sem heitir Heilun í handverki er á dagskrá Heilunar- skólans í vetur. Það byggir á vinnu með liti og pappír, meðal annars við kortagerð og einfalda bókagerð þar sem notaðar eru japanskar aðferðir, þrykk og fleira. Af öðrum nýjungum innan skólans má nefna hugleiðslunám- skeið sem áformað er fyrir leitandi unglinga frá 14 til 20 ára. Hægt er að skrá sig á netfangið skraning@heilunarskólinn.is. Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu með niðurstöð- um könnunar um líðan barna sem embættið lagði fyrir nemendur í fimmta til sjöunda bekk. Skýrslan verður einungis gefin út á Netinu en í henni kemur fram að niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var í febrúar síðastliðnum, séu að mörgu leyti jákvæðar. Af þeim má sjá að meirihluta barna líður vel. Þar sést að börn telja sig minna pirruð, finna minna fyrir þreytu á daginn, segjast sjaldn- ar vera með vöðvabólgu og maga- verk, fá betri svefn og færri mar- traðir en árið 2003. Þrátt fyrir að meirihlutanum líði vel líður tíu til fimmtán prósentum nemenda ekki vel hvort sem spurt er um málefni skólans eða fjöl- skyldunnar. Lesa má skýrsluna í heild sinni á www.barn.is. - mmf Börnum líður almennt vel Tólf prósent nemenda segjast stundum eða oft sleppa einhverju skemmtilegu því þeim líði illa. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.