Fréttablaðið - 24.08.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 24.08.2010, Síða 32
 24. ÁGÚST 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll ÚTSALA ● HEILSUBÆTANDI OG VELKOMINN ÓÞEFUR Hvítlaukur er ekki bara dugandi þegar losna þarf við vampírur, heldur er hann allra meina bót. Því er skynsamlegt að bæta honum á innkaupalistann nú þegar haustar og pestir fara að hrjá mannfólkið. Hvítlaukur er upprunninn í Mið-Asíu þar sem hann hefur verið ræktaður í 5.000 ár, en Kínverjar hafa notað hann til hvers kyns lækninga í þúsundir ára. Þótt hvítlaukur sé látlaus í útliti geymir hann margþætt efnasambönd og mikilvæg andoxunarefni sem hafa verið þrautreynd sem víðtæk sýklalyf gegn bakteríum, sníkjudýrum og veiru- sýkingum. Hvítlaukur lækkar enn fremur blóðþrýsting og vont kólesteról í blóði, aftrar hættulegri blóðkekkjun og dregur úr líkum á krabbameini, ekki síst magakrabba. Þá er hvítlaukur frábært slímlosandi kvefmeðal, ásamt því að vera krampa- og bólgueyðandi. Hvítlauksát er sömuleiðis ljómandi við niðurgangi, auk þess sem hann er þvaglos- andi og lífgar upp á sálartetrið. Best er að snæða hvítlauk hráan og eldaðan til að tryggja sem bestan heilsufarslegan ávinning. Munið bara að bryðja vel steinselju á eftir til að kæfa ekki nærstadda með hvítlauksbrækju úr vitum. Rannsóknir hafa sýnt að eitt af lyk- ilatriðum fyrir góðan námsárang- ur er nægur svefn. Eftir sumarfrí og óreglulegan háttatíma getur tekið tíma að koma lagi á svefn- venjur unglinganna og í byrjun er gott að leyfa unglingnum að taka stutta kríu yfir daginn ef hann er þreyttur en mikilvægt er að blund- urinn fari ekki yfir klukkustund, því þá er hætt við að erfitt verði að sofna um kvöldið. Þá getur hreyf- ing og sér í lagi sundferð hjálpað til við að viðkomandi eigi auðveld- ara með að sofna fyrr á kvöldin. - jma Skólabörn þurfa nægan svefn Smá lúr er í góðu lagi yfir daginn fyrir stækkandi unglinga en má ekki vera of langur. ● HEILUN Í HANDVERKI Nýtt námskeið sem heitir Heilun í handverki er á dagskrá Heilunar- skólans í vetur. Það byggir á vinnu með liti og pappír, meðal annars við kortagerð og einfalda bókagerð þar sem notaðar eru japanskar aðferðir, þrykk og fleira. Af öðrum nýjungum innan skólans má nefna hugleiðslunám- skeið sem áformað er fyrir leitandi unglinga frá 14 til 20 ára. Hægt er að skrá sig á netfangið skraning@heilunarskólinn.is. Umboðsmaður barna hefur tekið saman skýrslu með niðurstöð- um könnunar um líðan barna sem embættið lagði fyrir nemendur í fimmta til sjöunda bekk. Skýrslan verður einungis gefin út á Netinu en í henni kemur fram að niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var í febrúar síðastliðnum, séu að mörgu leyti jákvæðar. Af þeim má sjá að meirihluta barna líður vel. Þar sést að börn telja sig minna pirruð, finna minna fyrir þreytu á daginn, segjast sjaldn- ar vera með vöðvabólgu og maga- verk, fá betri svefn og færri mar- traðir en árið 2003. Þrátt fyrir að meirihlutanum líði vel líður tíu til fimmtán prósentum nemenda ekki vel hvort sem spurt er um málefni skólans eða fjöl- skyldunnar. Lesa má skýrsluna í heild sinni á www.barn.is. - mmf Börnum líður almennt vel Tólf prósent nemenda segjast stundum eða oft sleppa einhverju skemmtilegu því þeim líði illa. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.