Fréttablaðið - 25.10.2010, Qupperneq 8
25. október 2010 MÁNUDAGUR
Hádegisfundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar
á Kaffi Sólon þriðjudaginn 26. október kl. 12-13
Frummælendur
Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
Allir velkomnir
Samfylkingin xs.is
Evra eða króna?
Hafðu samband
Fræðsla fyrir þig
Selfoss – 27. okt.
Verðtrygging og sparnaður
Hótel Selfoss kl. 17:30
Fyrirlesari
Breki Karlsson
Akureyri – 28. okt.
Verðtrygging og sparnaður
Hótel KEA kl. 17:30
Fyrirlesari
Breki Karlsson
Skráðu þig á arionbanki.is.
Allir velkomnir - Ókeypis aðgangur.
ERTU MEÐ
VIÐKVÆMA HÚÐ?
Finnur þú fyrir þurrki í leggöngum, kláða, sveppasýkingu
eða færðu sár við notkun dömubinda?
Prófaðu þá Natracare lífrænar hreinlætisvörur, án klórs,
ilm- og plastefna.
www.natracare.is
LÍFRÆNAR HREINLÆTISVÖRUR
Nàttúruleg vellíðan
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
FRÉTTASKÝRING
Hvaðan á hagvöxturinn að koma?
Hagvöxtur hér á landi þarf nær
örugglega að vera sprottinn af auk-
inni framleiðslu skiptanlegra gæða,
en svo nefnist á máli hagfræðinn-
ar varningur og þjónusta sem létti-
lega má flytja á milli landa. Þetta
kemur fram í skýrslu sendinefnd-
ar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS)
í tengslum við þriðju endurskoðun
efnahagsáætlunar Íslands.
Í skýrslunni er dreginn fram
ákveðinn vandi við að auka hag-
vöxt hér á landi. Skuldir þjóðar-
innar og skorðurnar sem þær setja
eftirspurn innanlands bendi til
þess að umframgeta í framleiðslu
óskiptanlegra gæða (vörur og þjón-
usta sem aðeins miðast við innan-
landsmarkað) svo sem í byggingar-
iðnaði verði ekki nýtt í bráð.
Fram kemur að þótt fall krón-
unnar hafi aukið samkeppnishæfni
útflutningsgeirans og dregið úr
framleiðslukostnaði þá sé fram-
leiðslugeta útflutningsgeira nærri
hámarki. Það bendi til þarfarinnar
fyrir nýja fjárfestingu, en þrengt
sé að henni vegna fábreytni í fram-
leiðslu. Sjávarútvegur og orkugeiri
sé aðgreindur frá öðrum iðnaði og
það bendi til þess að kostnaður við
nýfjárfestingu við uppbyggingu á
öðrum sviðum verði mikill. Nýfjár-
festing sé þó ein uppspretta vaxt-
ar þegar þjóðir séu að ná sér upp
úr kreppu.
Bent er á að ekki sé svo einfalt
að auka framleiðsluna. Fiskistofn-
ar séu takmörkuð auðlind og lang-
an tíma taki að koma af stað orku-
frekum verkefnum. „Brýn mál
voru því að draga úr kostnaði við
fjárfestingu á Íslandi og stytta tím-
ann sem það tekur,“ segir í skýrslu
sendinefndarinnar.
Stjórnvöld eru sögð meðvituð um
þörfina til að ýta undir fjárfest-
ingu í útflutningsgeira og skoða
með AGS leiðir til að gera það. Efst
er þar á blaði fullt afnám gjaldeyr-
ishafta og lok opinberra fjárhags-
aðgerða sem aflétta myndu óvissu
um regluverk viðskipta- og skatta-
umhverfis landsins. Þar á eftir
kemur endurreisn fjármálageir-
ans og úrlausn mála skuldugra fyr-
irtækja, sem myndi hjálpa til við
að losa um fjárhagshömlur sem
að öðrum kosti myndu draga úr
nýfjárfestingu.
Þriðja áhersluatriðið er svo að
tryggja norrænt velferðarkerfi
landsins, en með því yrði dregið
úr landflótta – en með því að halda
mannauðnum yrði dregið úr kostn-
aði við nýsköpun.
Sendinefndin og stjórnvöld sjá
þó bæði blikur á lofti hvað fjár-
festingu varðar, að hluta til vegna
hiks þegar kemur að erlendri fjár-
festingu í viðkvæmum geirum, svo
sem í orkuiðnaði, segir í skýrslu
sendinefndarinnar.
olikr@frettabladid.is
HUMARTROLLIÐ LAGFÆRT Hagvöxtur og ný störf spretta tæpast upp úr þeim geirum sem oft er horft til, sjávarútvegi og orku-
geira, að því er fram kemur í skrifum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Efla þarf fjárfestingu í öðrum geirum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vexti settar skorður í
sjávarútvegi og orku
Leiðin til aukins hagvaxtar hér á landi er í gegn um aukna fjárfestingu. Veiðar
er ekki hægt að auka til að búa til hagvöxt og orkufrek verkefni eru tímafrek.
Ryðja þarf gjaldeyrishöftunum úr vegi. Tvö skilyrði afnáms af þremur uppfyllt.
Tvö af þremur skilyrðum uppfyllt
Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór yfir stöðuna
í íslensku efnahagslífi, nú tveimur árum eftir hrun, á
fundi Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins í New York
í Bandaríkjunum 19. þessa mánaðar. Í máli hans
kom fram að með þriðju endurskoðun efnahags-
áætlunar landsins hjá AGS í síðasta mánuði hafi
verið uppfyllt tvö af þeim þremur skilyrðum þess
að aflétta mætti hér gjaldeyrishömlum. Stöðugleika
hafi verið náð í efnahagslífinu og trausti á að ríkið
fái staðið undir skuldum sínum, auk þess sem
gjaldeyrisforði landsins sé af viðunandi stærð. Þá
sé bara eftir að tryggja heilbrigði fjármálakerfisins.
„Líkur eru á að þriðja skilyrðinu verði fullnægt fyrir lok þessa árs,“ sagði
hann og kvað þá þann vanda einan eftir að draga eins og hægt væri úr
hættunni á tímabundnu gengisfalli krónunnar og óstöðugleika á fjármála-
markaði við afnám hafta, því á riði að aflétta þeim fyrr en síðar.
MÁR GUÐMUNDSSON
SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftirlit-
ið hefur samþykkt yfirtöku Lands-
bankans og Límtré Vírnets ehf. en
setur samrunanum ströng skil-
yrði og krefst þess að stjórn bank-
ans feli óháðum eftirlitsmanni að
tryggja að farið sé í einu og öllu
eftir skilyrðunum.
Samkvæmt ákvörðun Samkeppn-
iseftirlitsins verður Landsbankinn
að reka fyrirtækið óháð bankanum
til að tryggja að það starfi áfram
sem sjálfstæður aðili á samkeppn-
ismarkaði. Þá verður bankinn að
selja fyrirtækið í opnu söluferli
fyrir ákveðinn tímafrest. Frestur-
inn er ekki gefinn upp í ákvörðun
eftirlitsins.
Í ákvörðun Samkeppniseftirlits-
ins segir að óheimilt sé að hlutast
til um viðskipti milli Límtrés Vír-
nets og tengdra fyrirtækja. Þannig
er lagt blátt bann við því að bank-
inn beiti sér fyrir því að tengd
fyrirtæki eigi viðskipti við Lím-
tré Vírnet eða að það beini sínum
viðskiptum til annarra viðskipta-
vina bankans. Límtré Vírnet rekur
verskmiðju sem framleiðir nagla,
bárujárn, límtré og fleira. Þá rekur
fyrirtækið blikk- og járnsmiðju og
flytur inn byggingavörur. - bj
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Landsbankans og Límtré Vírnets ehf.:
Setur samruna ströng skilyrði
NAGLAR Límtré Vírnet framleiðir meðal
annars nagla, bárujárn, límtré og fleira.