Fréttablaðið - 25.10.2010, Qupperneq 14
25. október 2010 MÁNUDAGUR14
timamot@frettabladid.is
PABLO PICASSO listmálari og myndhöggvari (1881-1973) fæddist þennan dag.
„Listin er lygi sem gerir sannleikann ljósan.“
Umhyggja, Félag langveikra barna,
fagnar 30 ára afmæli sínu með afmæl-
isráðstefnu á Grand Hóteli klukkan 13
í dag. Meðal dagskrárliða er afhending
gullmerkis Umhyggju, ávarp forseta
Íslands, fyrirlestrar og tónlist barna.
Auk þess verður myndband um þróun
í aðbúnaði langveikra barna á Íslandi
sýnt en myndbandið útbjó Elín Hirst.
Myndbandið spannar söguna frá árinu
1950. André Bachmann er einn þeirra
sem dvaldi sem barn á sjúkrahúsi á
þeim árum, allt til sautján ára aldurs.
„Ég fæddist holgóma og með skarð
í vör og þurfti að fara í tugi aðgerða
sem hófust um leið og ég fæddist, árið
1949. Í fyrstu var enginn lýtalæknir
hérlendis og aðgerðirnar skiluðu litl-
um árangri. Ég man að þegar ég var
6-9 ára beið ég alltaf spenntur eftir
því að aðgerðirnar myndu hjálpa mér
og breyta lífi mínu,“ segir André en
afleiðingarnar af því hve lítið var hægt
að gera fyrir hann voru meðal annars
alvarlegt einelti.
Aðgerðirnar fóru fram yfir sumar-
tímann og André eyddi því öllum sumr-
um inni á spítala þar sem enginn mátti
heimsækja hann nema foreldrar og þá
bara einu sinni í viku. Slíkt var algilt
með börn sem dvöldu á sjúkrahús-
um hérlendis á þeim árum sem þýddi
sársaukafullan aðskilnað fyrir börnin.
Þegar André eltist og ný börn komu inn
á spítalann og urðu að ganga í gegnum
grát og söknuð eftir foreldrum sínum
var André þeim til aðstoðar og var „í
því að hugga“ eins og hann segir sjálf-
ur og hjálpa þeim að aðlaga sig spítal-
anum. Á fullorðinsárum hefur André
haldið áfram að styðja sjúka og fatl-
aða í samfélaginu og hefur meðal ann-
ars haldið jólaball fatlaðra í nærri 30
ár. André starfar einnig sem tónlistar-
maður og gefur mikið af vinnu sinni.
„Það má ekki misskilja mig samt,
auðvitað var þetta erfitt en ég vissi
samt að það var verið að hjálpa mér,
tilgangurinn var að hjálpa mér með
útlitslýtin. Ég hafði svo lágt sjálfsmat
og upplifði svo mikið einelti að þegar
fyrsti menntaði lýtalæknirinn kom
hingað til lands úr námi, Árni Björns-
son, var ég mjög hamingjusamur yfir
að komast í hans hendur, níu ára gam-
all. Eineltið setti svo mikið strik í
reikninginn því tveir til þrír vinir á
móti stórum hópi sem tók mann fyrir
vegna þess að maður talaði öðruvísi
og leit öðruvísi út gátu lítið gert. En
ég hugsaði alltaf: sá vægir sem vitið
hefur meira.“
André segist hafa lært það að vanda-
málin eru til þess að leysa þau og erf-
iðleikarnir til að sigra þá. Hann eins
og fleiri óttast þau áhrif sem efna-
hagsmálin munu hafa á svið barna-
lækninga. „Það skilur enginn, nema
þeir sem reyndu, hvernig þetta var
hér á árum áður og við megum ekki
bakka. Ef læknar fara úr landi, sem
þeir hafa þegar gert, stöndum við uppi
og getum ekki hjálpað þessum börn-
um eins, það er sparnaður sem eng-
inn skilur. Annað er líka að ráðamenn
verða að vita sjálfir hvernig heilbrigð-
iskerfið virkar en þeir geta ekki vitað
það ef þeir fá fyrirgreiðslu í kerfinu.
Ég fór í aðgerð 2002 og þurfti að ganga
í gegnum mikinn frumskóg og bið eins
og allir aðrir. Það er spurning hvort
ráðamenn hafi upplifað sömu reynslu
og þurft að bíða á sama hátt og geti
því tjáð sig sannfærandi um málefn-
ið.“ juliam@frettabladid.is
AFMÆLISRÁÐSTEFNA FÉLAGS LANGVEIKRA BARNA: UMHYGGJA 30 ÁRA Í DAG
Aðgerðirnar breyttu lífi mínu
ÆSKAN Á SPÍTALA „Ég man að þegar ég var 6-9 ára beið ég alltaf spenntur eftir því að aðgerð-
irnar myndu hjálpa mér og breyta lífi mínu,“ segir André Bachmann sem dvaldi langdvölum á
spítölum sem barn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Að kvöldi þessa dags árið 1984 fundust
byssur liggjandi skammt frá Útvarpshúsinu
við Efstaleiti. Byssunum, sex rifflum og fjór-
um haglabyssum, hafði verið stolið úr versl-
uninni Vesturröst nokkrum dögum áður.
Fréttir hermdu daginn eftir að ókunn
rödd hefði hringt í DV og tilkynnt að byss-
urnar lægju við útvarpshúsið. Starfsmenn
DV hringdu í lögregluna sem fór á staðinn
og fann byssurnar vafðar inn í lak. Auk
byssanna fannst þónokkurt magn skota í
íþróttatöskum sem lágu hjá auk „annars
þýfis“ eins og Morgunblaðið greinir frá
daginn eftir. Ljóst þótti að byssurnar hefðu
legið hjá Útvarpshúsinu, sem þá var nýreist,
í skamma stund.
Veturinn á undan hafði haglabyssa verið
notuð við vopnað rán í útibúi Landsbankans
við Laugaveg en þeirri haglabyssu hafði verð
stolið úr Vesturröst.
ÞETTA GERÐIST: 25. OKTÓBER 1984
Byssur finnast við Útvarpshúsið
Guðni Th. Jóhannesson, dokt-
or í sagnfræði, flytur fyrir-
lestur í Þjóðminjasafninu
í dag sem ber yfirskriftina
Hvað má? Skráð og óskráð
lög um ævisagnaritun. Fyrir-
lesturinn, er hluti af hádegis-
fundum Sagnfræðingafélags
Íslands í fyrirlestraröðinni
Hvað eru lög?
Guðni fjallar um ævisögur
og álitsmál sem geta vaknað
þegar einstaklingur segir
ævisögu sína eða fær annan
til að gera það fyrir sig, og
ekki síður þegar einhver
ákveður að segja ævisögu
annars manns í óþökk hans
eða aðstandenda.
Fyrirlesturinn fer fram
á annarri hæð safnsins og
hefst klukkan 12.05 og lýkur
kl. 13. Aðgangur er ókeypis
og öllum opinn. - jma
Hvað má í
ævisagnaritun
FYRIRLESTUR Í DAG Guðni
Th. Jóhannesson, doktor í
sagnfræði, flytur fyrirlestur um
álitamál er tengjast ævisagnarit-
un í dag.
Út er komin
b ó k i n Þ ó r
– L ey nd a r -
mál guðanna,
hjá Veröld, en
það var Frið-
rik Erlingsson
sem skrásetti.
Þar er sagt frá
Þór Óðinssyni
sem þeytist um
heiminn frá morgni til kvölds
að sinna skyldum sínum við
guði og menn, í von um að
faðir hans vígi hann end-
anlega inn í goð-
heima. Gömlu
guðirnir eru hins
vegar fullir öfund-
ar yfir vinsældum
Þórs og reyna að
losa sig við hann.
Friðrik Erlings-
son er einnig höf-
undur að bókinni
Þór í heljargreip-
um, en sú saga byggist á
alþjóðlegri teiknimynd sem
íslenska teiknimyndafyrir-
tækið CAOZ framleiðir.
Átök í goðheimum
Ólafur Sólimann, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins My Secret,
hefur stofnað styrktarsjóð My
Secret, til aðstoðar fjölskyld-
um barna með sjaldgæfa sjúk-
dóma.
Samhliða því var í fyrsta sinn
veittur styrkur úr sjóðnum, sem
er fjármagnaður með hluta af
tekjum My Secret. Ragnar Emil
Hafþórsson veitti honum við-
töku, en Ragnar er með hrörn-
unarsjúkdóminn SMA-1, sem
lýsir sér í skertum vöðvastyrk
og lungnastarfsemi.
Þess má geta að Ólafur stefn-
ir á útgáfu bóka og mun allur
ágóði af þeim renna í My Secret
styrktarsjóðinn. Þeir sem hafa
áhuga á að leggja sitt af mörkum
til sjóðsins er bent á reikning
hans í Byr, reikningsnúmerið
er 1135-05-762886 og kenni talan
681009-0190. - jbá
Stutt við börn með sjaldgæfa sjúkdóma
STYRKTARSJÓÐIR Ólafur leit í heim-
sókn til Ragnars og fjölskyldu hans í
Hafnarfirði til að afhenda styrkinn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
Oddur Geirsson
pípulagningameistari
Sléttuvegi 19 Reykjavík,
lést þann 15. október. Útför hans verður frá Fríkirkjunni
í Reykjavík þriðjudaginn 26. október kl. 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill.
Margrét Einarsdóttir
Einar Oddsson Eva Østerby
Sigríður Sesselja Oddsdóttir
Erna Oddsdóttir
Sigrún Oddsdóttir Vilmundur Gíslason
Geir Oddsson Ragna Björg Guðbrandsdóttir
afabörn og langafabörn
MOSAIK
Merkisatburðir
1914 Verkakvennafélagið Framsókn í Rekjavík er stofnað og er
þar með fyrsta verkakvennafélagið. Kvenréttindafélag
Íslands er meðal þeirra sem standa að stofnuninni.
1947 Kvikmyndasýningar hefjast í Austurbæjarbíói. Nafni bíós-
ins er síðar breytt í Bíóborgina.
1962 Rithöfundurinn John Steinbeck hlýtur bókmenntaverð-
laun Nóbels.
1983 Bandaríkjamenn hernema Grenada.
1994 Andrew Wiles sendir frá sér tvær stærðfræðilegar ritgerðir,
sem endanlega sönnuðu síðustu reglu Fermats.
2001 Microsoft gefur út stýrikerfið Windows XP.