Fréttablaðið - 25.10.2010, Síða 46
26 25. október 2010 MÁNUDAGURSJÓNVARPSÞÁTTURINN
„Ég horfi aðallega á America‘s
Next Top Model, Project
Runway og þessa týpísku
stelpuþætti eins og Gossip Girl,
Desperate Housewives og Glee.“
Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir
tískubloggari.
„Ég er mikill aðdáandi Bjartmars og tel okkur eiga
meira sameiginlegt en marga grunar,“ segir Erpur
Eyvindarson rappari en hann og tónlistarmaðurinn
Bjartmar Guðlaugsson ætla að leiða saman hesta sína
næstkomandi þriðjudag og halda tónleika á Café Ros-
enberg.
„Ég tel okkur Bjartmar báða vera menn orðsins, þó
að við séum með mismunandi undirspil. Ekki hræddir
við að segja okkar skoðanir, sem eru kannski sterkari
en hjá fólki flestu,“ segir Erpur en hann hefur löngum
verið í svokölluðum Bjartmarsklúbbi með ekki minni
mönnum en Helga Seljan, Andra Frey Viðarssyni og
flestum meðlimum Mínussveitarinnar.
„Við erum miklir aðdáendur Bjartmars og telj-
um hann vera mann fólksins á tímum þegar allt er
til sölu. Hann tók ekki þátt í þessu góðærishjóli og
beið þangað til öllu því linnti fyrir austan,“ segir
Erpur og fer ekki leynt með aðdáun sína á tónlist-
armanninum góðkunna. Sú aðdáun er gagnkvæm ef
marka má Bjartmar, sem segir Erp vera greindan
dreng og góðan vin. „Við erum mjög líkir og okkur
finnst báðum gaman að glíma við orð. Svo skiljum við
hvor annan vel,“ segir Bjartmar en hann lofar góðu
kvöldi á þriðjudaginn vegna þess að þeir eigi eftir að
skemmta sér svo vel saman á sviðinu.
Erpur segir þá félagana vera að æfa saman atriði
en vill ekki gefa upp nánari upplýsingar um það.
„Það kemur í ljós, ég hvet bara alla til að mæta.
Bjartmar ætlar að mæta með kertaljós og reykelsi og
ég kem með derhúfuna. Þetta verður notaleg stund.“
- áp
Menn orðsins saman á svið
„Fólk var farið að tala
um að ég væri orðinn
svo bangsalegur. Ég er
að reyna að eyðileggja
þessa bangsaímynd,“
segir popparinn Frið-
rik Dór, sem er í stífri
einkaþjálfun um þessar
mundir.
Fyrsta sólóplatan
hans, Allt sem þú átt,
kemur út á fimmtudag-
inn og Friðrik Dór vill
líta sem allra best út
þegar hann kynnir hana. Einka-
þjálfunin hófst fyrir um mánuði
hjá frjálsíþróttakonunni fyrrver-
andi, Silju Úlfarsdóttur, og á þeim
tíma hefur Friðrik misst heil sex
kíló. „Ég þekki hana frá fornu
fari þegar ég var í fótboltanum,“
segir hann um Silju. „Þetta hefur
gengið bara mjög vel.
Það hafa verið nokkrir
erfiðir hjallar að klífa en
ég hef komist yfir þetta
að lokum. Þegar maður
ætlar að fara sem víðast
með sjálfan sig verður
maður að líta vel út.“
Leiðir Friðriks og Silju
lágu saman á skemmti-
staðnum Vegamótum:
„Þá sagði Silja við mig
að enginn vildi hlusta á
feita poppstjörnu. Þar
með hófst þetta,“ segir hann og
hlær. Æfingarnar snúast mikið um
ólympískar lyftingar og aðaláhersl-
an er að ná upp góðri brennslu.
Róðrartæki, hefðbundnar lyfting-
ar og hlaup einu sinni í viku eru
einnig hluti af prógramminu.
Að sjálfsögðu þarf mataræðið
líka að vera í lagi og Friðrik pass-
ar vel upp á það sem hann lætur
ofan í sig. „Nú er það ekkert nema
hrökkkex og prótínhristingur.
Helgarnar geta verið erfiðar. Ef
maður hefur farið villt í laugar-
dagskvöldin geta sunnudagarnir
orðið erfiðir. En maður reynir að
standa sig og fara eftir þeim regl-
um sem hún setur. Maður má ekki
falla í sömu gryfjuna aftur því
bangsaímyndin er ekki það sem
maður vill.“
Popparinn efnilegi er að vonum
spenntur fyrir nýju plötunni, sem
hann vann með upptökuteyminu
Redd Lights. „Ég er mjög ánægð-
ur með útkomuna. Hún tók mikl-
um framförum á síðustu metrun-
um þessi plata og varð betri en ég
átti von á. Ég er virkilega ánægður
með hana.“ freyr@frettabladid.is
FRIÐRIK DÓR: Í STÍFRI EINKAÞJÁLFUN FYRIR ÚTGÁFU FYRSTU PLÖTUNNAR
Sex kíló fokin á mánuði
GAGNKVÆM VIRÐING Erpur Eyvindarson og Bjartmar Guð-
laugsson eru góðir vinir en koma í fyrsta skipti saman fram á
tónleikum næstkomandi þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
TEKUR Á ÞVÍ Friðrik Dór tekur vel á því í róðrartækinu. Hann hefur verið í stífri einkaþjálfun undanfarinn mánuð og misst heil sex
kíló. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KEYPTU ÞÆTTINA Í FORSÖLU Matreiðsluþættir Völla Snæs um íslenskt hráefni á
ensku hafa verið seldir til Ungverjalands, Póllands og Nýja-Sjálands. Aðilar frá Banda-
ríkjunum, Frakklandi og Bretlandi bíða í startholunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Það er búið að forselja þættina til
Nýja-Sjálands, Spánar, Ungverja-
lands og Póllands, bara út á stikl-
una sem við gerðum. Nú bíða aðil-
ar í Bandaríkjunum, Frakklandi og
Bretlandi eftir að sjá alla þáttaröð-
ina en draumurinn er auðvitað að
koma þessu yfir á BBC Lifestyle.
Það er hins vegar ekki í mínum
höndum,“ segir Völundur Snær
Völundarson matreiðslumeistari.
Dreifingarfyrirtækið TVF vinnur
nú að því að dreifa þáttaröð hans
um íslenskt hráefni út um allan
heim.
Þættirnir eru unnir upp úr bók-
inni Delicious Iceland sem Völli
gerði fyrir nokkru ásamt þeim
Hreini Hreinssyni ljósmyndara
og Hauki Ágústssyni. Sú bók vakti
feykilega athygli og fékk meðal
annars virt verðlaun á matreiðslu-
bókahátíð í Kína. Eins og Frétta-
blaðið greindi frá í fyrra fékk Völli
til liðs við sig leikstjórann Dominic
Cyriax, sem hefur leikstýrt mat-
arþáttum Nigellu, til að gera með
sér prufuþátt. „En svo höfum við
Gunnar Konráðsson leikstjóri verið
í þessu tveir í heilt ár.“
Tíminn hefur ekki alveg verið á
bandi Völla því hann eignaðist sitt
annað barn með eiginkonu sinni,
Þóru Sigurðardóttur, á þessu ári.
Og hún gaf líka út Foreldrahand-
bókina fyrir skemmstu. „Þetta
hefur verið ansi brjálað en nú er
ég á leið til Bahamaeyja yfir vetr-
artímann að sinna veitingastaðn-
um.“ Ekki er hægt að sleppa Völla
án þess að spyrja hvort hann syngi
ekki reglulega Bahamalag Ingós og
Veðurguðanna: „Nei, en fólk hefur
alveg ótrúlega mikla þörf fyrir að
syngja þetta lag fyrir mig.“ - fgg
Matreiðsluþættir
Völla að slá í gegn
ÚTIDÚR Hljómveitin Útidúr spilaði í Tjarnarbíói á Airwaves-tón-
listarhátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Við fórum í viðtöl hjá Frakka og einhverj-
um Ameríkana sem eru bloggarar,“ segir
Kristinn Roach Gunnarsson, píanóleikari
Útidúrs. Þessi efnilega poppsveit spilaði
í Tjarnarbíói á Airwaves-hátíðinni fyrir
skömmu og vakti þar athygli erlendra
blaðamanna. „Þetta var mjög gaman. Þetta
er mjög flottur staður og við fengum fín
viðbrögð.“
Meðlimir Útidúrs eru tólf og eru á aldrin-
um 16 til 24 ára, allir af höfuðborgarsvæð-
inu. Sveitin hefur verið starfandi í eitt ár og
var að gefa út sína fyrstu plötu, sem nefn-
ist The Mess We’ve Made. „Ég og Gunnar
[Örn Egilsson] söngvari vorum í Kvennó
saman og vorum í mörgum hljómsveitum
þar. Þar kynntumst við Rakel [Mjöll Leifs-
dóttur] og svo bættist smám saman í hóp-
inn,“ segir Kristinn. Hljómsveitin gefur
plötuna út sjálf en Record Records sér um
dreifingu. Mikil vinna var lögð í plötuna og
ber fagmannlega unnið umslagið vott um
það. „Við þurfum að selja ansi mikið til að
komast upp í núllið en vonandi gengur það
vel.“ Hönnuður umslagsins var söngvarinn
Gunnar Örn, sem stundar nám í arkitektúr
í Listaháskóla Íslands. „Þetta er eitt af
áhugamálum hans,“ segir Kristinn.
Útidúr ætlar að fylgja plötunni eftir með
útgáfutónleikum í Iðnó 17. nóvember. Sveit-
in stefnir á að fara til útlanda næsta sumar
en ekkert er öruggt í þeim efnum. „Það er
dýrt vesen að flytja svona stóra hljómsveit
út.“ - fb
Fjölmennur Útidúr vekur athygli
Nú er það
ekkert nema
hrökkkex og
prótínhrist-
ingur.
FRIÐRIK DÓR
POPPARI
HARMAGEDDON
ALLA VIRKA DAGA
KL. 15 – 17:30