Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 16

Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 16
62 KYLFINGUR telja þér vansæmd að því, að kljást við drottningar“, sagði Eden (Þjóðabandalagið), og varð svo að vera. Var ein- vígi þetta háð sunnudaginn 27. október og mátti drottning þeirra bláliðanna ekki við hinum þungu höggum Musso- lini. Hefði því Mussolini unnið fullan sigur, ef ekki hefðu nokkrir berserkir úr liði hans verið óánægðir með úrslit- in fyrra sunnudag, og hætt sér inn í ófærur Abessiníu, laugardaginn 26. okt., lengra en ráðlegt var. En þar mættu þeir jafnmörgum (3) jötnum úr liði bláliða, er börðu þá svo þjösnalega, að berserkirnir lágu óvígir eftir. Unnu því bláliðar ófriðinn með 8 stigum þánn dag. Slíkt tap gat Mussolini ekki jafnað, þótt hann sigraði drottninguna. Bláliðar hafa því endanlega unnið bita þann, sem barist var um, og bíða hans með eftirvæntingu. Auk þess ráða þeir einnig upptökum bláu Nílar, og munu telja sér frjálst að vökva þar sem við þarf með veigum hennar. Veður gerast nú válynd, er október er að lokum kominn, og má segja, að heilladís klúbbsins hafi giftudrjúg verið að geta veitt oss veðráttu til leika svo lengi. Er hér lokið þessum þætti golfsögunnar og verður næsti þáttur sagður, þegar starfsárið er á enda. Ekki verður annað sagt, en að reykvíkskir iðkendur golf- íþróttarinnar hafi þegar lært að sveifla kylfunum sæmi- lega mikið og hart. Hefir það komið fyrir í sumar, oftar en einu sinni, að við byrjun leiks af fyrsta teig hafi þeir, sem nærri voru, annaðhvort í klúbbhúsinu eða utan þess, heyrt smell mikinn og gauragang. Þegar að var gáð, var orsökin sú, að kylfan hafði flogið úr höndum kylfingsins og annaðhvort langt út á völl eða í girðinguna meðfram veginum, svo brakaði í staurum og söng í vírum. En bolt- inn var kyrr á tyginu.

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.