Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 13

Kylfingur - 01.10.1935, Blaðsíða 13
KYLFINGUR 59 Bikar þessi, ásamt smábikarnum, sem fylgdi og Magn- ús hefir nú unnið til eignar, var geymdur í klúbbhúsinu í sumar, kylfingum til sýnis og hvatningar, og litu hann margir ágirndarauga, eins og eftirfarandi vísa, sem einn góðan veðurdag fannst í bikarnum, sýnir: Hýrum augum höldar renna heiðursbikars til. Ekki munu eldar brenna öllum þó í vil. Höfundurinn hefir enn þá ekki gefið sig fram, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir, en vonandi gerir hann það um leið og bikarinn verður afhentur. Kappleikar þessir, undirbúningur og æfingar hleyptu fjöri í klúbblífið, sem gerði ánægjulegt að koma inn eftir og vera þar, og var miklu framar þeim vonum, sem flest- ir höfðu gert sér. Sem dæmi um fjörið í æfingunum er eftirfarandi atvik: Einn góðan veðurdag í sumar komu 3 þekktir borg- arar í fylgd með tveim félagsmönnum inn á völl, og urðu svo hrifnir þar inn frá, að þeir dönsuðu af kæti. Einn þeirra varð jafnvel svo fjörugur, að hann gat ekki stillt sig eftir að hann kom inn í bílinn á heimleið aftur, held- ur hélt áfram tilburðum við kylfusveiflur, en rak við það handlegg og fót út um rúður bílsins. 4. Blandaður fjórleikur (Mixed foursome). Meistarakeppninni var ekki lokið fyrr en viku af sept- ember. Eftir það varð hlé á kappleikum þangað til golf- kennarinn kom aftur frá Akureyri, þann 18. sept. Var hann þá spurður hvað gera skyldi næst. „Fight“ — kepp- ið, sagði Wally. Lagði hann til, að næst yrði blandaður fjórleikur og var sá kappleikur háður 29. september. Þar keppir karlmaður og kvenmaður á móti öðrum karlmanni og kvenmanni, og leikur hvert lið aðeins einum bolta, til skiptis. Leikurinn er höggleikur með forgjöf. Fyrstu verð- laun unnu þau Hallgrímur F. Hallgrímsson og Bútta Bernhöft. Höfðu þau nettó höggafjölda 57, en önnur verð-

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.