Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 29

Kylfingur - 01.05.2007, Blaðsíða 29
Athugið að \ efhver leikmaður í 4ra manna hópi léki hverja braut 20 sekúndum hraðar vœri hópurinn 24 mínútum fljótari V með 18 holu A hring. Þess vegna vil ég enn og aftur minna á að völlurinn verður betri og flatimar jafnari ef allir leggjast á eitt að laga eftir sig. Fleiri pútt halda línunni og fleiri boltar fara í holuna, ef hann hoppar ekki á ólöguðu boltafari. I íslensku veðurfari er þetta sérlega mikilvægt, því að grasið deyr fljótt, ef farið er ekki lagað og þá er skaðinn skeður. Ekki ætti að vera ástæða til að ráða fólk sérstaklega til að laga flatir og brautir eftir okkur, en að sjálfsögðu væri það ein leið, þótt klúbbfélagamirmundu vafalaust fmna fyrir því í buddunni. Gemm þetta sjálf og göngum vel um vellina okkar. I öðm lagi er þetta með hægan leik. Það er mikið vandamál, hve lengi margir eru að leika og veldur því að hver hringur tekur mun lengri tíma en hann þyrfti að taka. Það er auðvitað alveg ffáleitt að æfmgahringir taki hátt í 5 klukkutima. Hvað er fólk að gera allan þennan tíma? Ein af golfreglunum (Regla 6-7) heitir Óhæfileg töf. Slór við leik. Allir kylfmgar ættu að kynna sér hana. Er t.d. nauðsynlegt að merkja alltaf hvem bolta á flötunum, t.d. stutt pútt, þegar ekki er leikið keppnisgolf? Það er leyfílegt og æskilegt að ljúka holumii í slíkum tilfellum, þótt aðrir eigi eftir að pútta lengri pútt. Það flýtir leik. Betra væri að eyða smátíma í að laga boltaförin eftir sig og aðra en að dunda á flötinni við að merkja hvem bolta og skoða púttlínuna ffam og aftur fyrir hvert einasta pútt. Þeir sem horft hafa á keppnisgolf atvinnumaima vita, að þeir skoða púttlínuna. Hins vegar em þeir ekki að dunda við hana. Þeir þekkja flatimar og ákveða oftast innáhöggið m.t.t. hvemig pútt þeir vilja fá. Er nauðsynlegt að standa yfir boltanum, áður en honum er leikið á vellinum og skoða hvaða kylfu er best að taka og slá svo nokkrar æfmgasveiflur að auki? Oftast veit kylfmgurinn hvar boltinn er áður en kornið er að honum, þannig að þegar hann þekkir völlinn ætti hann að geta ákveðið kylfuval sitt fyrirffam og verið tilbúinn að slá þegar hann kemur að boltanum. Bestu kylfmgamir ákveða fyrirfram mínútur að bolta. Eftir það er hann týndur samkvæmt reglunum (sjá skilgreiningu á hugtakinu týndur bolti), og þess vegna má ekki leika honum, þótt hann fmnist eftir að fimm mínútumar eru liðnar. Sá sem gerir það er að leika bolta, sem ekki er lengur í leik, þ.e. boltinn er nú rangur bolti (sjá skilgreiningu á hugtökunum bolti í leik og rangur bolti og reglu 15-3). Það varðar ffávísun í höggleik að leika röngum bolta og leiðrétta það ekki (Regla 15-3b). Þessi regla er því miður alltof oft brotin og það bæði tefur og getur auk þess komið fólki í koll í mótum, þegar fylgst getur verið með tímanum með skeiðklukku. Sá leikhópur, sem ekki heldur í við jafnstóran leikhóp á undan, er seinn og þarf að flýta sér. Hann tefur fyrir. Sá leikhópur, sem jafnstór leikhópur á eftir þarf alltaf að bíða eftir, er seinn og þarf að flýta sér. Hann er fyrir á vellinum. A flestum málum em þó tvær hliðar. Dundgolfið hefur þann kost að mun færri komast að til að leika vellina á degi hveijum, og því komast færri trassar að til að skemma vellina með óþarfa æfmgasveiflum, uppslegnum torfum, ólöguðum boltamerkjum og órökuðum glompum. En er þetta það sem við viljum? Er þetta golfíþróttinni til framdráttar? Að sjálfsögðu ekki. Góð umgengni um golfvellina og náttúmna yfirleitt stuðlar að því að fegra umhverfið. Við viljum hafa það þannig. Golfvellimir verða betri og fallegri og iðkun íþróttarinnar um leið ánægjulegri. Golf er íþrótt sem er „að mesturn hluta leikið án umsjónar dómara eða eftirlits. íþróttin byggist á réttsýni einstaklingsins, að taka tillit til annarra og hlíta reglunum. Allir leikmenn ættu alltaf að sýna yfirvegaða framkomu dæmigerða fyrir kurteisi og íþróttaanda, án tillits til hve keppnissinnaðir þeir em. Þetta er andi golfíþróttarinnar.“ Ekki trúi ég því að fólk viti ekki betur. Svo mikið er þó um þetta talað. Eitthvað er það sem veldur þessu sinnuleysi, þótt ég efist ekki urn að flestir vilji í raun fara vel með náttúmna og að golfvöllurinn þeirra (og þá eðlilega allir golfvellir) sé sem bestur og fallegastur. Kannski er þetta bara hugsunarleysi. Mér er nær að halda að svo sé. hvemig þeir leika hveija holu og hafa fyrirfram ákveðið leikskipulag. Annað mikilvægt atriði er að leika varabolta, þegar gmnur leikur á að bolti sé týndur (utan vatnstorfæm) eða útaf. Það flýtir leik vemlega. Sömuleiðis þarf að hafa i huga að bannað er að leita lengur en 5 27 ♦ KYLFINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kylfingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.