Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 4
4 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
UMHVERFISMÁL Landsvirkjun hyggst ekki
nýta sér nýfengið leyfi til rannsóknaborana
í Gjástykki í Þingeyjarsýslum.
Orkustofnun veitti Landsvirkjun rann-
sóknaleyfi á mánudag, en það felur ekki í
sér heimild til nýtingar á jarðhita á svæð-
inu.
Leyfið olli nokkru fjaðrafoki þar sem
Orkustofnun gaf það út þrátt fyrir and-
stöðu Umhverfisstofnunar og Náttúrufræði-
stofnunar auk þess sem ríkisstjórnin hefur
í hyggju að friðlýsa svæðið. Ákvörðunin
nýtur hins vegar stuðnings sveitarfélaga og
landeigenda á svæðinu.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir
leyfið ekki breyta áformum stjórnarinnar.
„Það er algerlega klárt að þessi ríkisstjórn
hefur verið sammála um að fara í friðlýsing-
arferli á Gjástykki. Það ferli er í gangi, og
við það stöndum við,“ segir Katrín.
Ragna Sara Jónsdóttir, yfirmaður sam-
skiptasviðs Landsvirkjunar, segir að ekki
verði farið út í boranir fyrr en stefna stjórn-
valda sé ljós.
„Landsvirkjun hyggst ekki hefja rann-
sóknaboranir fyrr en niðurstaða liggur fyrir
varðandi rammaáætlun og náttúruverndar -
áætlun um svæðið.“
Landsvirkjun hefur haft fjögur svæði í
Þingeyjarsýslum til skoðunar, og er Gjá-
stykki eitt af þeim. Hin þrjú eru Þeistareyk-
ir, Krafla og Bjarnarflag. - bj, þj
Landsvirkjun hyggst bíða með rannsóknaboranir á háhitasvæðinu í Gjástykki í Þingeyjarsýslum:
Bíða áætlunar stjórnvalda um Gjástykki
RANNSÓKNIR Landsvirkjun hefur haft fjögur svæði í
Þingeyjarsýslum til skoðunar vegna mögulegrar orku-
öflunar. Ekki verður þó borað í Gjástykki fyrr en stefna
stjórnvalda liggur fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
NÁTTÚRA „ Steinbítshrygnan
hrygndi um hálfáttaleytið [í fyrra-
kvöld]. Hængurinn hefði átt að
taka við hrognaklasanum af henni
en í staðinn át hann hrognin. Það
voru mikil vonbrigði,“ segir Mar-
grét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri
Sæheima í Vestmannaeyjum.
Á miðvikudag fylgdust starfs-
menn safnsins og aðrir dolfalln-
ir með eðlun steinbítspars og
vonuðust til að hægt yrði að ala
afsprengi mökunarinnar – nokkur
hundruð seiði – í búrum. Það varð
hins vegar uppi fótur og fit þegar
hængurinn réðst að hrognaklas-
anum, sem var á stærð við meðal-
greipaldin, og tók til matar síns.
„Við rukum til og fjarlægðum
hann úr búrinu en hrygnunni fip-
aðist við þetta. Hrognin lágu bara
eins og hráviði eftir hann þannig
að hún skipti sér ekkert meira af
þeim,“ segir Margrét. „Þetta var
dramatískt. Hann hefði étið þau
öll ef hann hefði fengið tækifæri
til þess.“
En ekki er öll nótt úti enn.
Hængnum tókst ekki að gleypa
nema um þriðjung hrognanna og
vonir eru bundnar við að rest-
in klekist eftir nokkrar vikur. Þá
stendur til að reyna að ala seiðin á
smáum krabbadýrum. Slíkt hefur
verið reynt með loðnuseiði og hum-
arlirfur. stigur@frettabladid.is
GENGIÐ 11.01.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
209,6482
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
118,21 118,77
183,58 184,48
152,79 153,65
20,509 20,629
19,773 19,889
17,187 17,287
1,4216 1,4300
180,16 181,24
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
Ástum steinbítanna
lauk með harmleik
Eftir langa mökun gaut steinbítshrygnan í Sæheimum í Vestmannaeyjum
hrognaklasa á stærð við greipaldin. Í stað þess að umvefja afkvæmin át hæng-
urinn þriðjung þeirra. Í kjölfarið afneitaði hrygnan þeim. Ekki er þó öll nótt úti.
SVANGUR Hængurinn hringaði sig ekki um hrognaklasann eins og við var búist held-
ur sökkti skoltunum í tilvonandi afkvæmi sín. Hann át um þriðjung þeirra.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Steinbítarnir
nutust lengi í fyrradag og biðu síðan
saman eftir hrygningunni. Að henni
lokinni fór allt í bál og brand.
AFHUGA AFKVÆMUNUM Hrygnan vildi
ekki sjá hrognin eftir að hængurinn
hafði djöflast í þeim.
Þetta var dramatískt.
Hann hefði étið þau
öll ef hann hefði fengið tæki-
færi til.
MARGRÉT LILJA MAGNÚSDÓTTIR
SAFNVÖRÐUR Í SÆHEIMUM
LÖGREGLUMÁL Borðtölvu var stolið
frá Aflinu: samtökum gegn kyn-
ferðis- og heimilisofbeldi á Akur-
eyri milli jóla og nýárs. Um er að
ræða gamla Dell-tölvu með öllum
gögnum samtakanna síðan árið
2002.
„Þetta eru virkilega viðkvæm-
ar upplýsingar sem gagnast ekki
neinum nema okkur,“ segir Vikt-
oría Jóhannsdóttir, fjölmiðlafull-
trúi Aflsins. „Við gerum okkur
enga grein fyrir því hvers vegna
þetta var gert.“ Hægt er að koma
tölvunni eða harða disknum nafn-
laust til sinna réttu eigenda með
því að hafa samband við Aflið eða
lögregluna á Akureyri. - sv
Tölvu stolið frá Aflinu:
Upplýsingarnar
afar viðkvæmar
LÖGREGLUMÁL Ólafur Þórðarson
tónlistarmaður er nú kominn á
endurhæfingardeild Landspítal-
ans á Grens-
ási. Hann er þó
enn meðvitund-
arlaus. Vísir
greindi frá
málinu í gær-
dag.
Þorvarður
Davíð Ólafsson
réðst á Ólaf,
föður sinn, í
nóvember síð-
astliðnum og
barði hann ítrekað í höfuðið. Ólaf-
ur hefur ekki vaknað til meðvit-
undar síðan. Þorvarður Davíð
verður að öllum líkindum ákærður
fyrir tilraun til manndráps og er
rannsókn lögreglu á málinu lokið.
Málið verður sent til embættis
ríkissaksóknara á næstu dögum og
enn er beðið niðurstöðu úr geðmati
á syni Ólafs. - sv
Ólafur kominn á Grensás:
Liggur enn án
meðvitundar
ÓLAFUR
ÞÓRÐARSON
SJÁVARÚTVEGUR Evrópusambandið
mun tilkynna íslenskum stjórn-
völdum á fundi EES á morgun að
löndunarbann hafi verið sett á
makrílafla íslenskra skipa. Frétta-
veitan Reuters hefur þetta eftir
heimildarmönnum innan ESB.
Noregur og ESB eru ósátt við
einhliða útgáfu kvóta Íslendinga
sem hyggjast veiða um 145.000
tonn af makríl í ár. Samningavið-
ræðum milli Íslands, ESB og Nor-
egs lauk án árangurs fyrir ára-
mót. - þj
Makríldeila á hærra stig:
Tilkynna um
löndunarbann
MAKRÍLL ESB hyggst setja löndunar-
bann á makrílafla íslenskra skipa.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
10°
3°
2°
6°
4°
2°
2°
22°
11°
16°
2°
13°
-4°
11°
14°
1°Á MORGUN
10-15 m/s,
hvassara NV-til.
FÖSTUDAGUR
Hvasst NA-til en
lægir annars staðar.
-2
-4
-5
-4
-5
1
-2
2
2
1
-6
10
15
16
11
6
9
8
14
15
11
9
2 4
-4 -3
1
2
-7 -1
1
1
HVASST Í dag og á
morgun má áfram
búast við stífri NA-
átt, einkum verður
hvasst á Vestfjörð-
um, Snæfellsnesi
og við suðurströnd-
ina. Á föstudaginn
lægir um allt land
og vindur snýst í A-
átt en áfram verður
stíf NA-átt á Vest-
fjörðum þó heldur
dragi úr vindi.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
PALESTÍNA, AP Hamas-samtökin á
Gasa-svæðinu hvetja aðra hópa
herskárra íbúa svæðisins til þess
að halda aftur af sér og hætta að
skjóta flugskeytum yfir landa-
mærin til Ísraels.
Taher Nunu, talsmaður Hamas,
segir að tveggja ára vopnahlé
gagnist Palestínumönnum og
komi í veg fyrir gagnárásir frá
Ísrael. Undanfarna daga hafa
íbúar á Gasa aftur tekið upp á því
að skjóta flugskeytum yfir landa-
mærin. Fyrir tveimur árum svör-
uðu Ísraelar slíkum árásum með
heiftarlegum þriggja vikna lát-
lausum hernaði gegn Gasa, sem
kostaði 1.400 manns lífið. - gb
Flugskeytaárásir frá Gasa:
Hamas mælir
gegn árásum