Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 2
2 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
ICESAVE Sterk rök eru fyrir því að
leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir
að töluverð óvissa sé um efnahags-
legar forsendur til svo langs tíma
sem nýr samningur Íslands við
Breta og Hollendinga nær.
Þetta er álit Seðlabankans. Kemur
það fram í umsögn hans um frum-
varp til laga um nýja samninginn.
Seðlabankinn telur að bætt
aðgengi að alþjóðlegum fjármála-
markaði vegi upp á móti efna-
hagslegu óvissunni. Tekur hann
jafnframt tillit til þess að úrskurð-
ur EFTA-dómstólsins gæti fallið
Íslandi í óhag, kæmi málið til kasta
hans.
Fjárlaganefnd Alþingis fund-
ar um Icesave-samninginn í dag,
á morgun og á mánudag. Á fund-
unum verður farið yfir efnisatriði
hans, álit umsagnaraðila rædd og
þeir kallaðir til frekara skrafs.
Seðlabankinn fjallar um óvissu
forsendna nýja samningsins vegna
gengis gjaldmiðla. Gengishækkun
krónunnar hafi tiltölulega lítil áhrif
en áhrif gengislækkunar umfram
tíu prósent séu veruleg. Segir að
helst væri að vænta mikillar geng-
islækkunar ef Seðlabankinn missir
tökin á verðbólgunni. Takist honum
hins vegar að halda verðbólgu
nálægt markmiðum séu hverfandi
líkur á mjög mikilli gengislækkun.
Að gefnum tilteknum forsendum
telur Seðlabankinn mun líklegra að
á komandi árum muni raungengi
hækka en að það muni lækka.
Jafnframt er fjallað um áhætt-
una af breytingum á innbyrðis
gengi punds og evru. Ekkert sé fast
í hendi en þróun síðustu ára og vís-
bendingar til framtíðar gefi tilefni
til að ætla að tiltölulega lítil hætta
sé á miklum breytingum þar á.
Í umsögn Alþýðusambands
Íslands segir að Alþingi verði að
ljúka Icesave sem allra fyrst til
að auðvelda aðgengi að erlendu
fjármagni til uppbyggingar og
atvinnusköpunar og stuðla að frek-
ari vaxtalækkun. Telur sambandið
nýjan samning geta stuðlað að því.
Samband íslenskra sveitarfélaga
kveðst í sinni umsögn ekki taka
afstöðu til frumvarpsins. Engu að
síður bendir það á að þrátt fyrir
hagstæðari niðurstöðu en í fyrri
samningum felist í henni veruleg
skuldbinding af hálfu ríkissjóðs
sem kunni að hafa áhrif á fjárlög.
Væntanleg aukin skattheimta ríkis-
ins til að standa undir þeim skuld-
bindingum minnki enn meir svig-
rúm sveitarfélaga til skattheimtu
en þegar er orðið.
bjorn@frettabladid.is
SPURNING DAGSINS
Oddur, eru bæjaryfirvöld alveg
blind á þennan vanda þinn?
„Já, þau eru siðblind.“
Oddur Stefánsson, sautján ára blindur
Kópavogsbúi, hefur kært Kópavogsbæ
fyrir að veita honum ekki lögbundna
ferðaþjónustu.
Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS
konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildamyndina:
Óreiða [现在是过去的未来]
Askja, st. 132, fimmtudagur 13. janúar 2010, kl. 17:30
Sýningin er öllum opin og
án endurgjalds.
Sýningartími 59 mín.
Fyrsta sýningin í heimilda-
myndaröðinni China Screen:
Chinese Filmmakers
Disclose Stories from the
Changing Middle Empire;
Núið er framtíð hins liðna
(现在是过去的未来) eða
Óreiða: menn og dýr í
ölduróti borgarinnar,
í leikstjórn Huang Weikai.
SAMKEPPNI Dregið var úr innsend-
um lausnum á myndagátu Frétta-
blaðsins í gær. Gátan birtist í
blaðinu á gamlársdag.
Dregnir voru út þrír vinn-
ingshafar: Ólafur V. Björnsson í
Kópavogi, Rannveig Bjarnadóttir
á Akranesi og Skírnir Garðarsson
í Reykjavík. Öll hljóta þau hljóta
í vinning áskrift að heimsmeist-
aramótinu í handbolta. Hand-
boltamótið verður sýnt á Stöð tvö
sport og hefst á morgun.
Myndagátan reyndist mörgum
snúin að þessu sinni því af um
430 lausnum sem bárust reynd-
ust um 180 réttar.
Rétt lausn áramótamyndagátu
Fréttablaðsins er: Heimskreppa,
náttúruhamfarir og umhverf-
isslys settu svip á árið. Eldar
brunnu á Fimmvörðuhálsi og í
Eyjafjallajökli. Aska þakti blóm-
leg héruð.
Dregið úr innsendum lausnum á myndagátu Fréttablaðsins:
Þrír fá áskrift að handboltanum
DREGIÐ ÚR RÉTTUM SVÖRUM Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri og Steinunn Stefánsdóttir
aðstoðarritstjóri drógu úr réttum innsendum lausnum á myndagátu Fréttablaðsins.
SAMKEPPNI Myndir skopteiknar-
ans Halldórs Baldurssonar hafa
glatt lesendur Fréttablaðsins og
Vísis.is frá apríl síðastliðnum.
Margar eftirminnilegar mynd-
ir hafa birst þar sem Halldór
beitir skarpri
háðsádeilu og
samfélagsrýni
á atburði líð-
andi stundar.
Nú gefst les-
endum kostur
á að taka þátt
í vali á bestu
mynd ársins en
kosning stendur
yfir á slóðinni
visir.is/halldor. Tekið verður við
atkvæðum fram til 22. janúar.
50 heppnir þátttakendur munu
fá glaðning í formi kaffikönnu
með myndum frá Halldóri. - þj
Skopmyndir Halldórs:
Kosið um bestu
skopmynd ársins
HALLDÓR
BALDURSSON
Sterk rök fyrir því
að semja um Icesave
Seðlabankinn segir að samþykkt Icesave-samningsins muni líklega bæta veru-
lega aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði. Hvorki sé líklegt að þróun
gengis íslensku krónunnar né punds og evru raski forsendum samningsins.
Fjárlaganefnd óskaði umsagna
eftirfarandi:
Alþýðusambandsins, Sambands
sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins,
fjármálaráðuneytisins, Hagfræðistofn-
unar HÍ, Seðlabankans, Trygginga-
sjóðs innstæðueigenda, Indefence,
skilanefnd Landsbankans, slitastjórnar
Landsbankans, Gam Management
(sérfræðingar í vaxta- og gjaldeyris-
mörkuðum), IFS greiningar (ráðgjafa-
fyrirtæki á sviði fjármála og greininga),
Ragnars Hall hrl., Peters Örebeck,
lagaprófessors í Noregi, og sameig-
inlegs álits lögmannanna Benedikts
Bogasonar, Dóru Guðmundsdóttur,
Stefáns Geirs Þórissonar og Stefáns
Más Stefánssonar.
Umsegjendur
ÆÐSTRÁÐANDI Í SEÐLABANKANUM Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már
Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNSÝSLA Alls sóttu sextíu
manns um stöðu forstjóra Orku-
veitu Reykja-
víkur (OR).
Umsóknar-
frestur rann út
þann 4. janúar.
Haraldur
Flosi Tryggva-
son, stjórnar-
formaður OR,
segir afar
ánægjulegt
hversu margir
sýndu starfinu áhuga.
„Það er mjög spennandi að
taka þátt í þessu vali,“ segir Har-
aldur Flosi. „Miðað við það hverj-
ir kandídatarnir eru getum við
verið viss um að fá mjög öflugan
stjórnanda. Það er mikið af góðu
fólki að finna á þessum lista.“
Helgi Þór Ingason hefur gegnt
stöðu forstjóra síðan í ágúst en þá
var hann ráðinn tímabundið. - sv
OR auglýsti forstjórastöðuna:
60 sóttu um
stöðu forstjóra
HARALDUR FLOSI
TRYGGVASON
BANDARÍKIN, AP Þingmenn á ríkis-
þinginu í Arizona veltu því fyrir
sér í gær að setja neyðarlög sem
banna mótmæli við jarðarfarir.
Tilefnið er að söfnuður í óháðri
baptistakirkju hafði lýst áhuga
á að efna til mótmæla þegar níu
ára stúlka, sem fórst ásamt fimm
öðrum í skotárás á þingkonuna
Gabrielle Giffords í borginni
Tucson á laugardag, verður jarð-
sungin. Söfnuðurinn er þekkt-
ur fyrir að efna til mótmæla við
jarðarfarir samkynhneigðra og
bandarískra hermanna sem fallið
hafa í Afganistan eða Írak. Giff-
ords hefur sýnt málefnum sam-
kynhneigðra skilning. - gb
Boða mótmæli við jarðarför:
Segja árásina
refsingu Guðs
REFSING GUÐS Söfnuðurinn hefur áður
vakið uppnám við jarðarfarir.
NORDICPHOTOS/AFP
VÍSINDI Vísindamönum í Banda-
ríkjunum hefur tekist að búa til
nýja tegund glers, sem sögð er
vera sterkari en stál.
Nýja glerið er gert úr málmteg-
undum og hefur þann eiginleika að
geta látið undan höggum og þrýst-
ingi með því að sveigjast frekar
en brotna. Þetta málmgler varð til
í samvinnu vísindamanna á rann-
sóknarstofu bandaríska dóms-
málaráðuneytisins í Berkeley og á
California Institute of Technology.
Vísindamennirnir segjast vera að
þróa þessa glertegund áfram svo
hún verði enn betri. - gb
Bandarískir vísindamenn:
Ný glertegund
sterkari en stál
SJÁVARÚTVEGUR Efnt verður til
atkvæðagreiðslu um vinnustöðv-
un í sex fiskimjölsverksmiðj-
um á Austurlandi. Samninga-
nefnd stéttarfélagsins Drífanda
í Vestmannaeyjum, sem í eru
starfsmenn tveggja fiskimjöls-
verksmiðja, tekur tillögu um
atkvæðagreiðslu fyrir í dag.
Sverrir Mar Albertsson, fram-
kvæmdastjóri Afls, starfsgreina-
félags á Austurlandi, segir starfs-
fólk bræðslanna vilja hærri laun.
Verði samþykkt að fara í verkfall
geti það ógnað loðnuvertíðinni. - bl
Harka færist í kjaraviðræður:
Verkfall ógnar
loðnuvertíðinni
VINNUMARKAÐUR Verktakafyrir-
tækið ÍAV hyggst segja 170 starfs-
mönnum upp störfum fyrir næstu
mánaðamót, en það er tæplega
helmingur starfsmanna. Þetta kom
fram í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Þar sagði Karl Þráinsson, for-
stjóri ÍAV, að uppsagnirnar væru
vegna verkloka við tónlistarhús-
ið Hörpu, en tekjur vegna þess
verks eru meginhluti veltu fyrir-
tækisins.
Karl sagði að hugsanlega yrði
dregið úr uppsögnum ef fyrirtæk-
ið fengi ný verkefni á næstunni.
Í samtali við Fréttablaðið sagði
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins, að verklok
við Hörpu hafi legið lengi fyrir og
undirbúningur stórverkefna líkt og
stærri virkjanaframkvæmda hefði
átt að hefjast fyrir löngu. Hann sér
þó ekki fyrir sér fleiri fjöldaupp-
sagnir af þessu tagi.
„Það er ekki algjört svartnætti í
þessum bransa, en hann er að lifna
miklu hægar við en maður hefði
viljað. Það er þó hægt að sjá fram-
vindu sem skilað getur mörgum
verkefnum. Til dæmis fara lang-
þráðar vegaframkvæmdir brátt af
stað, útboð vegna Háskólasjúkra-
hússins verður á þessu ári og við
erum loks að sjá lífsmark á fast-
eignamarkaði.“ - þj
Uppsagnir í farvatninu vegna yfirvofandi verkefnaskorts á verktakamarkaði:
170 sagt upp við starfslok í Hörpu
UPPSAGNIR ÍAV segist þurfa að segja
170 manns upp vegna verkefnaskorts
eftir að framkvæmdum lýkur við tónlist-
arhúsið Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON