Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 8
8 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Ind- landi sem varða Jóel Færseth Ein- arsson, sem fékk íslenskan ríkis- borgararétt í lok síðasta árs. Þrátt fyrir það hefur drengurinn enn ekki fengið vegabréf til að snúa heim til Íslands. Fulltrúar ráðuneytis- ins vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en yfirlýsing var birt á vef þeirra í gær. „Íslensk stjórnvöld sendu í lok desember, erindi til indverskra yfir- valda þar sem óskað er tiltekinna upplýsinga sem ætlað er að greiða úr óvissu um réttarstöðu barnsins, hvað varðar ríkisfang og hvort hin íslensku hjón fari með forsjá þess að indverskum lögum,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ráðuneytis- ins. „Þessar upplýsingar hafa ekki borist en þegar afstaða indverskra yfirvalda liggur fyrir er vonast til að unnt verði að afhenda íslensku hjónunum vegabréf barnsins.“ Jóel fæddist á Indlandi í nóvem- ber síðastliðnum. Foreldrar hans, þau Einar Þór Færseth og Helga Sveinsdóttir, fengu hjálp indverskr- ar staðgöngumóður sem gekk með barnið fyrir þau. Staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi, en engin lög eru til um hana á Indlandi. Dögg Pálsdóttir, lögmaður hjón- anna, segir alls óvíst hvort eða hve- nær indversk stjórnvöld verði við beiðni ráðuneytisins. Fyrirspurnin felur meðal annars í sér endanlega staðfestingu á því að Helga og Einar fari með forsjá barnsins, en einnig hvort Jóel hafi við fæðingu einnig fengið indversk- an ríkisborgararétt. Þá vill ráðu- neytið fá staðfestingu á því að Einar sé í raun líffræðilegur faðir barns- ins. Á fæðingarvottorði Jóels, sem er gefið út af yfirvöldum í Mahar- ashtra-ríki á Indlandi, eru Helga og Einar skráðir foreldrar hans. Vott- orðið hefur verið staðfest af utan- ríkisráðuneyti Indlands. Innanrík- isráðuneytið hefur ekki staðfest við Dögg hvers vegna vottorðið sé ekki nægilegt til að veita barninu vega- bréf, að auki sé Alþingi búið að veita Jóel íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær indversk stjórnvöld munu svara þessari fyrirspurn,“ segir Dögg. „Á meðan ráðuneyt- ið ætlar að láta þetta stýra vinnu- brögðum í málinu, er alls óvíst hve- nær þau komast til Íslands með barnið.“ sunna@frettabladid.is – Lifið heil Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 27 51 1 2/ 10 Prófaðu Green tea – við þyngdarstjórnun Green tea hylkin eru andoxandi, vatnslosandi og draga úr nartþörfinni. MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50BÍTIÐ Ráðuneytið vísar á stjórn- völd erlendis Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir gögnum frá Indlandi vegna Jóels Færseth. Óvíst er hvenær ind- versk stjórnvöld svara. Alþingi hefur veitt drengnum ríkisborgararétt en hann fær ekki vegabréf. DÖGG PÁLSDÓTTIR LÖGMAÐUR Lögmaður hjónanna segir það alls óvíst hvenær fjölskyldan komist heim til Íslands, þar sem útgáfa vegabréfs fyrir Jóel strandi hjá fyrirspurnum ráðuneytisins til indverskra stjórnvalda. Innanríkisráðuneytið Reykjavík 7. janúar 2011 „Íslensk yfirvöld geta ekki staðfest að indverska fæðingarvottorðið […], gefið út þann 24. nóvember 2010 af Government of Maharashtra, […], feli efnislega í sér að umbjóðendur yðar séu löglegir foreldrar barnsins að indverskum rétti eða að vott- orðið staðfesti að þau hjón fari með forsjá þess að indverskum rétti.“ „Fæðingarvottorðið er ekki viðurkennt hér á landi sem staðfesting á því að hjónin séu löglegir foreldrar barnsins að íslenskum rétti og að þau fari með forsjá barnsins að íslenskum rétti, enda telst kona sem elur barn vera móðir þess samkvæmt íslenskum lögum, og sé hún í hjúskap, eiginmaður hennar faðir þess.“ „Ráðuneytið hefur á hinn bóginn farið þess á leit við utanríkisráðuneytið að það afli tiltekinna upplýsinga frá indverskum yfirvöldum. Að þeim fengnum mun afstaða indverskra yfirvalda liggja fyrir til þess hvort umrædd hjón fari með forsjá barnsins að indverskum rétti.“ Úr bréfi ráðuneytis til Daggar Pálsdóttur 1 Hvaða bæjarfélag hefur nú lokað lögreglustöð sinni? 2 Hvaða fisktegund eðlaði sig í Sæheimum í Vestmannaeyjum í vikunni? 3 Hvað heitir bandaríski sendi- herrann á Íslandi? SVÖR 1. Búðardalur 2. Steinbítur 3. Luis E. Arreaga STJÓRNSÝSLA Fulltrúar sjálfstæð- ismanna í borgarráði munu leggja fram fyrirspurn á borgarráðsfundi á morgun um lagalega endurskoð- un á hlutverki mannréttindaráðs Reykjavíkur. Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir mannréttindaráð ekki hafa stefnu- markandi hlutverk og því síður boðvald yfir öðrum ráðum borg- arinnar. Hann vísar þar í þriðju grein samþykktar ráðsins, þar sem segir meðal annars að ráðið sé fagsviðum til samráðs og ráðgjaf- ar um forgangsröðun verkefna á sviði mannrétt- indamála. Júlí- us bendir á að ráðið eigi ekki að taka stefnumót- andi ákvarðanir gagnvart öðrum ráðum innan borgarinnar og vísar þá sérstak- lega í þá ákvörð- un ráðsins um breytingar á samskiptum leik- og grunnskóla við trúfélög og lífskoð- anahópa. „Menntaráð hefur ákveð- ið hlutverk lögum samkvæmt og í mínum huga er það vald algjörlega skýrt. Mannréttindaráð hefur hlut- verk samkvæmt samþykktum borg- arinnar,“ segir Júlíus. „Við munum óska eftir því að borgarlögmaður fari yfir þessi mál.“ Meirihluti mannréttindaráðs lagði til breytingar á samstarfi skóla og trúfélaga í lok síðasta árs og hefur málið nú fengið umsagn- ir hjá menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði. Breytingarnar fólu meðal annars í sér að heimsókn- um presta í skóla yrði hætt, líkt og heimsóknum barna í kirkju í trúar- legum tilgangi. - sv Sjálfstæðismenn vilja að borgarlögmaður fari yfir hlutverk mannréttindaráðs: Hlutverk mannréttindaráðs óljóst JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON BANDARÍKIN, AP F. Lee Bailey, einn af lögmönnum O.J. Simpson, segir að mikilvæg sönnunargögn, sem ekki voru notuð við réttarhöldin yfir Simpson árið 1995, hefðu sýnt að hann væri saklaus af morðinu á fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar. Bailey hefur birt greinargerð um morðmálið. Hann segir að fjögur mikilvæg vitni hafi aldrei verið kölluð fyrir réttinn, þar á meðal maður sem hugsanlega hafi séð tvo menn, sem líklega hafi orðið parinu að bana. - gb Lögmaður O.J. Simpson: Enn sannfærð- ur um sakleysi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.