Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 36
28 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
Á FARALDSFÆTI Í BYRJUN ÁRSINS
Fjöldi íslenskra hljómsveita
og tónlistarmanna verður á
faraldsfæti erlendis á þessu
ári. Fréttablaðið tók saman
lista yfir tíu flytjendur sem
hafa verið bókaðir á tón-
leika á næstu mánuðum.
Bloodgroup er nýlögð af stað
í stífa tónleikaferð um Evrópu
þar sem hún spilar á þrjátíu
tónleikum á aðeins fimm
vikum. Á meðal viðkomustaða
eru borgirnar París, Madríd,
Berlín, Vín, Búdapest og
Skopje í Makedóníu.
Ólöf Arnalds spilar á Eurosonic-
bransahátíðinni í Hollandi í dag. Eftir
það spilar hún á fimm tónleikum í
Ástralíu 19. til 26. janúar og hitar m.a.
upp fyrir Grinderman. Tónleikaferð um
Evrópu er fyrirhuguð í febrúar og því
næst tekur við tónlistarhátíðin South
By Southwest í Texas í mars.
Rokkararnir í Who Knew
spiluðu í Hamborg í gær
og verða í dag á Eurosonic í
Hollandi. Eftir það taka við
tvennir tónleikar í Berlín og
London. Hinn 17. febrúar
spilar sveitin á By:Larm-
hátíðinni í Ósló, South By
Southwest í Texas í mars og
í Þýskalandi og á Freedom-
hátíðinni í Kosovo í júní.
Dikta spilar á fernum tón-
leikum í Þýskalandi 16. til
20. janúar, eða í borgunum
Aachen, Köln, Stuttgart,
Frankfurt og London. Fyrst
spilar sveitin þó á Eurosonic
í Hollandi á morgun. Platan
Get It Together kemur út í
Þýskalandi, Austurríki og
Sviss 4. mars.
Helgi Hrafn Jónsson spilar
á fernum sólótónleikum
25. til 29. janúar í Kaup-
mannahöfn, Berlín og
Austurríki. Hann spilar svo
með dönsku söngkonunni
Tinu Dicow á Eurosonic
og ferðast með henni um
Bretland og Bandaríkin í
febrúar.
Gamanleikarinn Owen Wilson
á von á sínu fyrsta barni innan
skamms með kærustu sinni, Jade
Duell. Fréttirnar koma nokkuð á
óvart því fáir vissu af því að Wil-
son væri í sambúð.
Samkvæmt heimildarmönn-
um er Wilson spenntur fyrir að
takast á við föðurhlutverkið og
hefur verið duglegur að lesa sér
til um allt sem viðkemur fæðingu
barns. „Hann hefur lagst í mikla
heimavinnu og vill vera vel und-
irbúinn. Hann er mjög spenntur
og hefur verið duglegur að spyrja
spurninga,“ sagði heim-
ildarmaðurinn.
Leikarinn hefur
áður verið orðað-
ur við konur á borð
við leikkonuna Kate
Hudson og söng-
konuna Sher-
yl Crow.
Hann hefur
þó haldið
sig nokk-
uð fjarri
sviðsljós-
inu undan-
farna mán-
uði.
Verður pabbi
í fyrsta sinn
VERÐUR FAÐIR
Gamanleikarinn
Owen Wilson
á von á sínu
fyrsta barni innan
skamms.
Söngkonan Lady Gaga var gerð að
listrænum stjórnanda myndavéla-
framleiðandans Polaroid í fyrra.
Síðan þá hefur söngkonan unnið
hörðum höndum að því að hanna
nýjar vörur fyrir fyrirtækið sem
voru loks frumsýndar í vikunni
sem leið.
Á meðal þess sem Lady Gaga
kynnti fyrir áhorfendum voru
stafræn myndavél, myndaprent-
ari ætlaður farsímum og sólgler-
augu. „Þetta er búin að vera löng
og þrotlaus vinna á milli mín og
Polaroid. Við höfum gert allt sem í
okkar valdi stendur til að efla Pol-
aroid-myndavélina og gera hana
nútímavænni,“ sagði söngkonan
við þetta tilefni. Hún sagðist jafn-
framt hafa haft aðdáendur sína í
huga meðan á hönnunarferlinu
stóð. „Ég vildi hanna vörur sem
aðdáendur mínir myndu elska og
myndu henta þeirra lífsstíl.“
Hannar myndavélar
HÖNNUÐUR Lady Gaga var gerð að
listrænum stjórnanda myndavélafram-
leiðandans Polaroid. NORDICPHOTOS/GETTY
Hin unga leikkona Hailee Stein-
feld, sem sló í gegn í hlutverki sínu
í kvikmyndinni True Grit, varð
fyrir miklum vonbrigðum þegar
hún mætti átrúnaðargoði sínu,
Glee-stjörnunni Lea Michele,
á tökustað.
„Þegar ég var í leikpruf-
um fyrir True Grit sá ég Leu
Michele á tökustaðnum. Glee
er uppáhaldssjónvarpsþátt-
urinn minn og þegar ég sá
Leu ganga að búningsher-
bergi sínu hugsaði ég með
mér: „Þetta er stelpan úr
Glee, ég verð að biðja
hana um eiginhandarár-
itun.“ Ég gekk í áttina til
hennar og bað hana um
eiginhandaráritun en
hún gekk framhjá mér,“
sagði hin unga Steinfeld
sem hefur verið orðuð
við Óskarstilnefningu
fyrir frammistöðu sína
í True Grit. „Ég gekk alla
leið aftur til baka að bílnum
okkar og ég grét nánast alla
leiðina heim. Ég var mjög
leið. En Lea er sérstaklega
falleg og hún er með einstaka
söngrödd,“ sagði Steinfeld að
lokum.
Glee stjarna grætti
unga leikkonu
SORGMÆDD Hailee Steinfeld
varð fyrir miklum vonbrigðum
er Glee-stjarnan Lea Michele
neitaði henni um eiginhandar-
áritun. NORDICPHOTOS/GETTY
Ólafur Arnalds er bók-
aður frá 24. janúar til 11.
febrúar á fjórtán tónleik-
um. Fyrstu ellefu
tónleikarnir verða
í Bandaríkjunum
þar sem hann
spilar meðal
annars í New York,
Los Angeles og
San Fransisco. Að
þeim loknum taka
við einir tónleikar í
London og tvennir
í Tyrklandi.
Hjaltalín spilar í
London 2. mars.
Tveggja mánaða
tónleikaferð um
Evrópu er fyrirhuguð
í framhaldinu. Til
dæmis spilar sveitin
10. mars í Amster-
dam og 18. og 20.
mars í Frakklandi.
Mezzoforte
spilar á þrenn-
um tónleikum í
Japan frá 14. til
17. janúar. Tón-
leikarnir verða
í borgunum
Tókýó og Osaka.
11 ÁRA ÁSTARSAMBANDI söngkonunnar Shakiru og Antonio de la Rua hefur runnið sitt skeið. Þetta var tilkynnt í gær, en þau ákváðu
að slíta sambandinu í ágúst í fyrra. Þau ætla að halda áfram að vinna
saman.
Benni Hemm Hemm
spilar á þrennum tón-
leikum í Bretlandi í
lok janúar. Dagana
11. til 19. febrúar
hefur sveitin verið
bókuð í Evrópu,
m.a. í Frakklandi
og Þýskalandi.
Hjálmar spila á By:Larm í
Noregi 17. febrúar og í
Sviss tveimur dögum síðar.
Í júní spila þeir á reggí-
hátíð í Noregi.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
„Þessi leiksýning hefur allt
sem þarf til að skapa vel heppnað
og eftirminnilegt leikverk.“
I.Þ., Mbl.
„Þetta var geggjuð flott sýning,
eins og gelgjan sagði.
Og hvað viljið þið meira?“
B.S., pressan.is „Critics choice“
Time Out, London
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is