Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 34
26 12. janúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
BAKÞANKAR
Jóns
Sigurðar
Eyjólfssonar
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
Fyrir stuttu las ég frétt unna upp úr grein Stefáns Ólafssonar, prófessors í
félagsfræði við Háskóla Íslands, þar sem
sagði að íslensk stjórnvöld væru að vinna
svo vel úr kreppunni að afleiðingar hennar
myndu ekki dynja með jafn miklum þunga
á lægri- og millitekjuhópa eins og gerist til
dæmis á Bretlandi og Írlandi.
ÉG varð afar kátur en svo las ég áfram en
þar var vitnað í Stefán: „Skandinavíska
leiðin, sem er yfirlýst stefna íslensku rík-
isstjórnarinnar, er um margt öndverð
við stefnu hægri stjórnanna á Írlandi og
Bretlandi, þar sem tekjulægra fólk finn-
ur hlutfallslega meira fyrir kreppunni.“
ÞÁ hugsaði ég sem svo, getur úttekt
Stefáns Ólafssonar á ástandinu leitt til
annarrar niðurstöðu en einmitt þessar-
ar meðan þessi stjórn er við völd?
ÞAÐ er kosturinn við raunvís-
indi að þar er venjulega hægt fá
nákvæmar niðurstöður alveg
óháð því hver gerir rannsókn-
ina. Til dæmis sýður vatn
við 99,97 gráður og skipt-
ir þá engu hvort Stef-
án Ólafsson eða Pétur
Blöndal stendur við
pottinn. Eins er til
dæmis hægt að mæla
hitastig og segja með
óyggjandi hætti hvort það hækki, lækki
eða standi í stað. Í félagsvísindum er þetta
flóknara eins og sannaðist þegar þessir
tveir menn tókust á um það hvort skattar
hefðu hækkað eða lækkað í stjórnartíð Dav-
íðs Oddssonar.
NIÐURSTAÐA rannsókna í félagsvísindum
fer nefnilega venjulega eftir því hvort bláa
eða rauða mælikerið er notað. Til dæmis er
ég alveg viss um að ég eigi aldrei eftir að
lesa fréttir eins og þessar:
„ÞÓRÓLFUR Matthíasson hagfræðingur er
í sjokki eftir að útreikningar hans sýndu að
kvótakerfið hefur orðið til mikillar hagræð-
ingar fyrir íslenskt samfélag. „Þetta kom
mér alveg í opna skjöldu,“ sagði Þórólfur.“
SVONA frétt mun ég heldur aldrei sjá:
„Skattahækkanir ríkisstjórnar Jóhönnu
Sigurðardóttur hafa haft verulega jákvæð
áhrif á íslenskt efnahagslíf. Þetta er nið-
urstaða rannsóknar Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar, prófessors í stjórnmála-
fræði. „En það breytir því ekki að Jóhanna
er alveg húmorslaus,“ sagði Hannes.“
NIÐURSTÖÐURNAR í félagsvísindum falla
venjulega alveg að hugmyndafræði þess
sem vinnur rannsóknina.
AUÐVITAÐ; annars myndu hagsmunahópar
ekki vita hvern þeir ættu að fá til verksins.
Blá og rauð mælikerLÁRÉTT2. sjúkdómur, 6. frá, 8. trygging, 9.
hljóð rjúpunnar, 11. guð, 12. rót, 14.
hopp, 16. drykkur, 17. blundur, 18.
pota, 20. skóli, 21. vegur.
LÓÐRÉTT
1. þungi, 3. átt, 4. raf, 5. svelgur, 7.
formann, 10. fálm, 13. smátt lausa-
grjót, 15. slabb, 16. kaðall, 19. strit.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. asmi, 6. af, 8. veð, 9. rop,
11. ra, 12. grams, 14. stökk, 16. te, 17.
lúr, 18. ota, 20. ma, 21. gata.
LÓÐRÉTT: 1. farg, 3. sv, 4. merskúm,
5. iða, 7. forseta, 10. pat, 13. möl, 15.
krap, 16. tog, 19. at.
Þar sem
léttmjólkin
verður til
Hvað segirðu?
Á ég að ná í
baðhetturnar
og sultuna?
Nei!
Mér finnst ein-
hvern veginn
að rómantíkin
sé að hverfa!
Hjá ykkur
líka?
Það gerist víst
smám saman.
Sultan er nú
bara notuð við
morgunverð-
arborðið! En
annars, já!
Við eigum ekki allt hráefni
í þessa uppskrift en
kannski ég geti bjargað
mér fyrir horn.
Alvöru eldamennska
snýst hvort eð er alfar-
ið um sköpunargáfu
myndi ég segja.
Taílenskur
kjöthleifur?
Með
spaghettíi!
Jóna, áttarðu þig á því að þú
ert búin að vera heimavinnandi
húsmóðir í meira en sjö ár?
Jább, alveg
síðan Solla
fæddist.
Váááá. Saknarðu þess
ekki að vinna?
TRYGGÐU
ÞÉR ÁSKRIFT
HEFST Á MORGUN