Fréttablaðið - 12.01.2011, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 12. janúar 2011 3
Jón Björnsson, sálfræðingur og
rithöfundur, hefur fjallað um
engla á námskeiðum sínum hjá
Endurmenntun síðustu misseri.
Áhugasvið Jóns nær þó víðar,
eða neðar skulum við segja, því
á námskeiði í janúar ætlar Jón
að fjalla um sjálfan Kölska, skó-
sveina hans og vistaverur þeirra
og hinna fordæmdu í víti.
„Ég kem til með að skoða fjand-
ann og hvernig þessi sögulega
persóna hefur þróast, úr trúar-
hugmyndum annarra þjóða sem
Biblíuhöfundar höfðu kynni af
og svo innan kristnihefðarinn-
ar sjálfrar, frá saksóknara yfir
í fulltrúa hins illa,“ útskýrir Jón
og segir af nógu að taka
þar sem djöfullinn
eigi sér langar rætur
sem teygi sig í ýmsar
og óvæntar áttir.
Á námskeiðinu fer
Jón líka með þátt-
takendur í ímyndaða
heimsókn til helvítis,
sem hann segir vera
hreint út sagt ótrú-
lega smíði. „Víti
tók ma rga r
aldir að hanna
því í Biblí-
unni er ekki
nema um daufa
skuggaveröld að
ræða sem tekur
svo smám saman á
sig mynd flókinn-
ar byggingar á 12.
öld, sem skiptist í
ólíkar deildir eftir
eðli og alvarleika
brota, hreinsunar-
eldinn, forgarð
vítis og víti sjálft,“
útskýrir Jón, sem
hefur auk engla
fjallað um spenn-
andi ferðaleiðir í mörg ár og segir
í raun lítinn mun vera þar á.
„Þetta er spennandi viðfangs-
efni sem ég hef verið að grúska í í
áratug og eðlilegt framhald á því
sem ég hef verið að skoða. Líkt og
englarnir er fjandinn sjálfur upp-
haflega erkiengill sem síðar féll,
og alveg eins og fyrirhyggjusamt
fólk sem leggur af stað í ferðalag
er allt eins ágætt að búa sig undir
að fara til vítis með því að kynna
sér það betur. Enda var sú tíðin
að aðeins einn af hverjum tíu
þúsund komst í himnaríki, hinir
fóru beinustu leið niður. Reyndar
bendir nýleg bandarísk rannsókn
til að þeim hafi eitthvað fjölgað
sem komast til himna. Þeir eru
nú víst orðnir 49 prósent á móti
51 prósent,“ segir Jón. „Ég veit
reyndar ekki hvort henni er
alveg treystandi.“
Inntur eftir því hvort
umfjöllunarefnið eigi eitt-
hvert sérstakt erindi til
Íslendinga nú, tekur Jón
fyrir það. „Alls ekki, það
var ekki hugmyndin með
námskeiðinu. Það hefur
bara ekki verið fjallað
áður á jafn markviss-
an hátt um fjandann
eins áhugaverður og
hann er, þannig að
þetta er visst braut-
ryðjendastarf.“
Námskeiðið Víti,
fjandinn og illskan
er fjögurra kvölda
námskeið, kennt á
tímabilinu 24. jan-
úar til 14. febrúar.
Skráningarfrest-
ur er til 17. janúar.
Nánari upplýsing-
ar má finna á end-
urmenntun.hi.is.
roald@frettabladid.is
Heimsókn í neðra
Kölski, skósveinar hans og helvíti eru til umfjöllunar á námskeiði
sem Jón Björnsson heldur utan um hjá Endurmenntun. Jón segir
ekki seinna vænna að kynna sér efnið þar sem ófáir lendi í neðra.
„Þetta er visst brautryðjendastarf,“ segir Jón Björnsson, sem fjallar um fjandann á
námskeiði hjá Endurmenntun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Horn og bein eru hörð efni sem
notuð voru í ýmsa smíði til forna.
Vífill Valgeirsson í Vífaskarti á Smiðs-
höfða 12 heldur námskeið í skart-
gripagerð reglulega og hann kveðst
leggja aukna áherslu á notkun þess-
ara efna með silfursmíðinni. „Horn og
bein eru skemmtilegt hráefni í skart
þegar búið er að pússa þau upp. Það
kemur á þau hágljái,“ segir hann og
nefnir sem dæmi hrútshorn og nauts-
horn. Hann segir hornin bæði nýtast
sem aðalefni í skartið og koma í stað-
inn fyrir steina.
Íslenskt hraun sem Vífill sker niður
í flögur nýtur líka vinsælda sem efni
í skart.
Tvær sex vikna annir eru fram
undan í námskeiðum hjá Vífli. - gun
Smíðað úr horni
VÍFILL VALGEIRSSON Í VÍFASKARTI Á
SMIÐSHÖFÐA 12 HELDUR REGLULEGA
NÁMSKEIÐ Í SKARTGRIPAGERÐ.
Hrútshorn
og bein og
skart unnið
úr því hráefni.
Vífill Valgeirsson kennir fólki að smíða
skartgripi.
Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á nám í svæðisleiðsögunámi á
Norðurlandi í samvinnu við Leiðsöguskólann í MK og SBA-Norðurleið. Að námi
loknu fær fólk réttindi til að starfa sem svæðisleiðsögumenn á Norðurlandi.
Skráningarfrestur er til 17. janúar. www.unak.is
PRÓTÍNBOMBUR!
Samkvæmt skýrslu Matís er
harðfiskur hollari en áður var talið.
Langhollasti þorramaturinn.
Fæst í Bónus
H R E I N Í S L E N S K F Æ Ð U B Ó T
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI HALLDÓR
BALDURSSON
Meiri Vísir.
Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja
„like“ við Vísi á Facebook geta unnið
óvænta vinninga í hverri viku.
m.visir.is
Fáðu Vísi í símannog iPad!