Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 2

Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 2
2 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR Halldór, mun forritið héðan í frá heita Örmjúk skrifstofa? Nei, skrifstofan verður örugglega mjúk og hlý með íslensku viðmóti, en vörumerki eru alla jafna ekki þýdd og haldast því frosin. Halldór Jörgensson er framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi sem býður nú upp á íslenskt viðmót fyrir Microsoft Office. FÓLK Hreggviður Jónsson, fyrr- verandi alþingismaður, skorar á borgarstjórn að heiðra minningu þeirra lögregluþjóna sem tóku þátt í átökunum á Austurvelli 9. nóvember 1932, í svokölluðum Gúttóslag. „Þeir björguðu ekki aðeins bæjarstjórninni, heldur lýðræðinu á Íslandi með hug- rekki og staðfestu sinni,“ segir í áskorun Hreggviðs. „Sú meðferð, sem þessir hraustu og hugrökku lögregluþjónar urðu fyrir er ekki bjóðandi heiðarlegum mönnum,“ segir Hregggviður, sem leggur til að þegar sjötíu ár verða liðin frá Gúttóslagnum verði afhjúpuð minningartafla með nöfnun lög- regluþjónanna í Ráðhúsinu. - gar Tillaga fyrrverandi þingmanns: Borgin minnist lögregluþjóna FÓLK „Ég bjóst við bréfi í dag þannig að ég varð fyrir vonbrigð- um. Ég held í vonina að bréfið hafi farið í póst í dag, en ef á að segja alveg eins og er þá held ég að málið sé enn í vinnslu,“ sagði Jussanam da Silva, brasilíska söngkonan sem bjóst við að fá í dag svar við umsókn um dvalar- leyfi á Íslandi eins og fram kom í viðtali í Fréttablaðinu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu er málið enn í vinnslu og ekki hægt að fullyrða hvenær afgreiðslu þess lýkur. Ráðuneytið segir það mis- skilning hjá da Silva að afgreiðslu- tími beiðnarinnar hafi runnið út í gær. Jussanam da Silva fékk hvorki atvinnu- né dvalarleyfi eftir að hún skildi við íslenskan eigin- mann sinn að borði og sæng síð- asta vor. Hún vísaði þeim úrskurði til dómsmála- og mannréttinda- ráðuneytisins, sem varð að innan- ríkisráðuneyti um áramót. - sbt Ekkert svar frá ráðuneyti: Vonbrigði segir Jussanam STANGVEIÐI Laxveiði ársins 2011 er hafin í ánni Helmsdale í Skot- landi. Þar byrjuðu heimamenn og gestir veiðarnir fyrir rúmum tveimur vikum með mikilli viðhöfn. Meðal boðsgesta við opnun- ina var laxverndarfrömuðurinn Orri Vigfússon. Áður en veiðarn- ar hófust skemmtu menn sér árla morguns við hefðbundinn sekkja- pípuleik og skoska dansa. Veiði- maðurinn Richard Bain landaði síðan einum níu punda laxi. Telja kunnugir það vita á gott fyrir veiðitímabilið. Michael Wigan, talsmaður Helmsdale, sagði nokkuð hug- rekki þurfa til að veiða í ánni jan- úar. „En fiskurinn á fyrsta degi sýnir að það borgar sig. Við skul- um vona að þetta verði frábært veiðitímabil,“ er haft eftir Wigan í frétt frá NASF, verndarsjóði villtra laxa í Norður-Atlantshafi, sem Orri stýrir. Orri segir við Fréttablaðið að opnun Helmsadale dragi jafnan marga að. Hann nýtti áhugann til að koma verndarsjónarmið- um á framfæri. „Við vorum líka í sjónvarpi og í blöðunum þarna því við erum að berjast fyrir því Skotar hætti sínum netaveiðum laxi í sjó og færi eldisiðnaðinn í betra og sjálfbært horf,“ segir hann. Í blaðinu The Press and Journal er haft eftir Orra að þótt mikil framför hafi orðið í þess- um efnum í Skotlandi sé þar enn langur vegur ófarinn. Lífríkið í Helmsdale hefur þá sérstöðu að njóta vatnsmiðlunar frá stærsta uppistöðulóni Skot- lands. Ef frost ógnar hrognum í jaðri árinnar er hægt að auka vatnsstreymið til að vernda þau. Og í þurrkum er hægt að auka vatnsstreymið til að auðvelda laxi við ósana að ganga í ána áður en hann verður sel að bráð. Þess má geta að laxveiði á Íslandi hefst ekki fyrr en í júní. gar@frettabladid.is Laxveiðin hefst með lúðraþyt í Skotlandi Orri Vigfússon, forsvarsmaður verndarsjóðs villtra laxastofna við Norður-Atl- antshaf, var viðstaddur þegar veiðar hófust í ánni Helmsdale í Skotlandi í síð- ustu viku. Laxveiði á Íslandi hefst ekki fyrr en eftir fjóra og hálfan mánuð. ORRI VIGFÚSSON Við opnun Helmsdale fékk Orri tækifæri til að taka fyrstu köst sín með flugustöngina á þessu ári. Annar veiðimaður landaði níu punda laxi. MYND/GLYN SATTERLEY STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórnin hyggst skipa starfshóp til að yfirfara hvort jafnræði og gagnsæi við sölu á fyrirtækjum eða hlutum í fyrirtækjum í beinni eða óbeinni eigu ríkisins sé tryggt nægilega í lögum og reglum. Eru þetta við- brögð við ábendingum umboðs- manns Alþingis, sem frá því eftir hrun hefur lýst áhyggjum af því að stjórnsýslan í þessum efnum sé ekki í samræmi við lög. Í nýlegu bréfi frá umboðs- manni segir að kvartanir hafi borist á meðferð Seðlabankans á vátryggingarfélagi, sem er Sjóvá. Starfshópurinn á einnig að kanna hvort ástæða sé til að endurskoða reglur um lífeyrissjóði til þess að tryggja að sömu grundvallar- reglur gildi um ráðstöfun eigna á vegum sjóðanna og hjá ríkinu. - gar Brugðist við umboðsmanni: Reglur um sölu eigna ríkisins ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON MARSERAÐ Í LAXVEIÐINA Það er stíll yfir opnun- inni í Helmsdale. MYND/GLYN SATTERLEY SPURNING DAGSINS HÆKKUM AFSLÁTTINN, ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR Sími 568 9400 KRINGLUNNI Útsölulok LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur Lúxem borgar hefur úrskurðað að lögreglu- yfirvöldum í Lúxemborg beri að afhenda sérstökum saksóknara á Íslandi öll hald- lögð gögn eftir húsleit í Banque Havilland í febrúar í fyrra. Þetta kom fram í fréttum Stöðv- ar 2 í gærkvöld. Gögnin tengjast rannsókn á meintri markaðsmis- notkun Kaupþings og grunsemd- um um auðgunarbrot. Nítján aðilar með tengsl við Banque Havilland höfðu kært afhendingu gagnanna, sem nú munu fljótlega berast til Íslands. Þau eru talin hafa verulega þýðingu fyrir rann- sókn sérstaks saksóknara. - gar Rannsókn á Kaupþingi: Fá bankagögn frá Lúxemborg BJÖRGUN „Ég er afar þakklátur björgunarfólkinu, sem sýndi mikla fagmennsku í alla staði,“ segir Peter Bollmann, fimmtug- ur Þjóðverji, sem bjargað var ofan af Eyjafjallajökli í gær- morgun. Hann hafði orðið viðskila við ferðafélaga sína uppi við gíginn, gekk frá þeim um það bil 50 metra niður og hugðist bíða þar þangað til þeir kæmu. Þá versn- aði skyggnið svo hann hélt aftur upp til þeirra, en þá fórust þeir á mis því þeir voru lagðir af stað niður. „Ég ákvað að halda kyrru fyrir þangað til veðrið skánaði og gróf mig í fönn.“ Þetta var síðdegis á miðviku- dag. Hjálpin barst í gærmorgun þegar hann hafði dvalist tvær nætur á staðnum. Bollmann bar sig þó vel og taldi sig hafa verið færan um að halda út í tvær eða jafnvel þrjár nætur í viðbót. Hann var hins vegar vel útbú- inn og segist aldrei hafa óttast um líf sitt. „Ég vissi alveg hvað ég var að gera.“ Á fimmtudag tókst honum að hringja í félaga sinn og kom skilaboðum inn á talhólf um að hann ætlaði að bíða af sér veðrið. Símann missti hann síðan niður í sprungu, en leitarmenn gátu engu að síður notað hann til að miða út staðsetningu hans. Bollmann og félagar hans tveir eru allir vanir fjallamenn. Þeir stefna ótrauðir á fleiri jöklaferð- ir hér á landi og ætla að halda á Vatnajökul á næstu dögum ef veður leyfir. - gb Þýski fjallagarpurinn Peter Bollmann gróf sig í fönn á Eyjafjallajökli: Óttaðist aldrei um líf sitt UMFANGSMIKIL LEIT Um 150 manns tóku þátt í leitinni að Peter Bollmann. MYND/FREYR INGI BJÖRNSSON FISKVEIÐAR Færeyskur vísinda- maður, Hans Ellefsen, segir að sameiginlegar tekjur Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna af upp- sjávarveiðum væru meiri ef þessi þrjú ríki myndu gera út sameigin- legan uppsjávarflota. Hann hefur sent frá sér skýrslu um rannsóknir sínar, þar sem hann skoðar hvaða hag ríkin gætu haft af slíku fyr- irkomulagi í veiðum á síld, loðnu, kolmunna og makríl. Þannig segir samningsstöðu ríkjanna gagnvart ESB hafa verið mun sterkari í deilunni um makrílkvóta. - gb Færeyskur vísindamaður: Leggur til sam- eiginlegan flota ORKUVEITAN „Það þarf ákveðinn vilja til að lesa ákveðna meiningu út úr þessu viðtali við mig aðra en þá að ég er fyrst og fremst að velta því upp að það er ekkert auðséð hvaða kostur er bestur til þess að reka orkufyrirtæki,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykjavík- ur, um viðbrögð minnihlutans í stjórn Orkuveitunnar við viðtali í Morgunblaðinu um framtíð fyrir- tækisins. „Ég vil nú flokka þetta undir heilbrigðar vangaveltur stjórnar- formanns um það hvernig hag fyrirtækisins er best borgið,“ segir Harald- ur Flosi. Hann þvertekur fyrir það að hann sé að boða algjöra einkavæðingu Orkuveitunnar. Hugsanlega megi þó skoða að sumir hlutar í starfsemi fyrir- tækisins eigi heima nær almanna- þjónustu en aðrir hlutir eigi ef til vill heima í einkavæðingu. „Ég hef nefnt sem dæmi virkj- anaframkvæmdir í þágu stóriðju og annað slíkt. Ég held að það þurfi að skoða hvort það sé ásættanlegt að það sé eitthvað sem sé gert á ábyrgð borgaranna endalaust á meðan að aðrir þættir eins og veituframkvæmdir og annað slíkt ættu kannski bara best heima nær sveitarfélögunum,“ segir Haraldur Flosi. Hann bendir þó á að stefna stjórnar Orkuveitunnar, í það minnsta meirihluta hennar, sé skýr. Ekki standi til að einkavæða Orkuveituna. - jhh Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR, um framtíð fyrirtækisins: Vill fordómalausa umræðu HARALDUR FLOSI TRYGGVASON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.