Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 16

Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 16
16 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ að ætlar að ganga erfiðlega að ná bananalýðveldisstimpl- inum, sem lesa mátti út úr rannsóknarskýrslu Alþingis, af Íslandi þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. Nýjasta framlag stjórnvalda er kosningaklúðrið. Það hefur ekki gerzt í neinu öðru þróuðu lýðræðisríki á Vesturlöndum að almennar kosningar séu úrskurðaðar ógildar af æðsta dómstóli landsins vegna ágalla á framkvæmd þeirra. Viðbrögð þeirra sem bera ábyrgð á klúðrinu gera svo illt verra. Landskjörstjórnin axlaði í gær sína ábyrgð og sagði af sér. Innanríkisráðherrann reynir hins vegar að gera Hæstarétt tortryggilegan. Af hálfu fram- kvæmdarvaldsins viðurkenn- ir enginn ábyrgð sína, enginn biðst afsökunar. Eru það viðbrögð sem einkenna þróað vestrænt lýðræðisríki? Það verður að teljast býsna hæpið. Í öðru máli hagar ríkisstjórnin sér vísvitandi eins og stjórnvöld í þriðjaheimsríki. Það er í Magma-málinu, þar sem stjórnvöld lýsa ítrekað yfir vilja sínum til að „vinda ofan af“ löglega gerðum kaup- samningi erlends fjárfestis um kaup á hlut í íslenzku fyrirtæki. Það hrín ekki á ríkisstjórninni þótt hver nefndin á fætur annarri komist að þeirri niðurstöðu að kaupin séu lögmæt, ekki heldur að umboðsmaður Alþingis geri harðorðar athugasemdir við stjórn- sýsluna. Hún fer bara sínu fram. Furðuleg umræða fór fram um málið á Alþingi í fyrradag, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í fyrsta lagi skýrt fram að orkuauðlindirnar á Suðurnesjum væru í eigu opin- berra aðila (og hvert er þá vandamálið?), lýsti í öðru lagi yfir að eignarnám fyrirtækisins væri ekki á dagskrá og setti í þriðja lagi fram lítt dulbúna hótun um að því úrræði yrði samt beitt, næðist breyting á eignarhaldi HS orku ekki fram eftir öðrum leiðum. Magma-málið hefur valdið miklu tjóni á orðspori Íslands meðal erlendra fjárfesta og lánastofnana. Ásgeir Margeirsson, stjórnar- formaður HS orku, sagði frá því á fundi í vikunni að erlendir fjárfestar væru farnir að velta fyrir sér kaupum á tryggingu gegn pólitískum upphlaupum líkt og tíðkuðust í ríkjum þar sem stjórnarfar væri óstöðugt og leikreglur í viðskiptum óskýrar. Slíkar tryggingar eru vissulega seldar. Lloyd’s-tryggingafélagið birtir reglulega greiningu fyrir viðskiptavini sína á pólitískum óstöðugleika víða um heim. Meðal annars metur það hættuna á að eignir fyrirtækja séu teknar eignarnámi. Það segir Lloyd’s að sé tilfellið víða í Afríku, en þó enn frekar víða í Rómönsku Ameríku, í ríkjum á borð við Ekvador, Bólivíu og Venesúela. Þar gegnsýri „fórnarlambamenning“ stjórnmálin, „þar sem alþjóðleg fyrirtæki eru útmáluð sem ræningjar náttúruauðlinda heimamanna“. Ef fram heldur sem horfir getur Lloyd’s bætt Íslandi, útverði þriðja heimsins í norðri, á listann yfir ríki fórnarlambamenning- arinnar. Þá vaknar reyndar sú spurning hvort íslenzkum almenn- ingi standi líka til boða tryggingar gegn pólitísku klúðri, vanhæfni og upphlaupum. SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosning-ar til stjórnlagaþings var mikið áfall. Í henni felst að dómsmálaráðherra hafi sniðgengið lagaákvæði um leyni- legar kosningar í hagræðingar- skyni. Innanríkisráðherra sagði á Alþingi að með þessari afstöðu hefði Hæstiréttur ekki tekið tillit til almannahagsmuna. Þetta segir þá einu sögu að við- brögð ráðherra voru meira áfall en ógildingin. Hvarvetna í lýð- ræðisríkjum hefði sá handhafi framkvæmdarvaldsins sem borið hefði stjórnskipulega ábyrgð á svo alvarlegum mistökum tafarlaust þurft að taka afleiðingum þess að hafa ekki risið undir henni. Slík lagaleg og siðferðileg ábyrgð er svo víðsfjarri hugmyndaheimi forsætisráðherra að hann bað Alþingi ekki einu sinni afsök- unar. Í siðferðis- k a f la ra n n - sóknarskýrslu A lþi ng is er sérstaklega fundið að því hvernig stjórn- endur bank- anna teygðu og toguðu túlkun á bankalöggjöfinni til að ná markmiðum sínum. Það var nákvæmlega þetta sem dóms- málaráðherra gerði við fram- kvæmd stjórnlagaþingskosning- anna. Til að auðvelda framkvæmd þeirra var gengið á svig við skýr lagafyrirmæli og áratuga hefðir sem tryggja eiga leynilegar kosn- ingar. Hagræðingin var metin meir en mannréttindin. Í siðferðiskafla rannsóknar- skýrslu Alþingis er einnig fundið að því að eftirlitsaðilar skuli hafa túlkað lögin eins þröngt og verða mátti við mat á ábyrgð stjórn- enda bankanna. Andi laganna um ábyrgð þeirra ætti að gilda. Þegar meirihluti Alþingis fjallar um ákvörðun Hæstaréttar sem eftirlitsaðili með framkvæmdar- valdinu túlkar hann lögin um ábyrgð þess með sama hætti eins þröngt og verða má. Þannig ganga fyrstu viðbrögð meirihluta Alþingis gegn mik- ilvægustu ábendingunum í sið- ferðiskafla rannsóknarskýrsl- unnar. Afsögn forsætisráðherra væri ekki óeðlileg. Fullharkalegt má þó telja að krefjast hennar. Skylda hans er hins vegar að sjá til þess að viðkomandi ráðherra axli pólitíska ábyrgð. Viðbrögðin voru verri en ógildingin Brýnasta viðfangsefni Alþingis er að taka á ábyrgðinni. Pólitísk ábyrgð er óhjákvæmileg enda eru ráðherraábyrgðarlögin ónothæf. Þetta mál er prófsteinn á það hvort Alþingi tekur siðferðiskafla rann- sóknarskýrslunnar alvarlega. Það er ekki of seint fyrir meirihlutann að berja í þá alvarlegu bresti sem komu fram í fyrstu viðbrögðum hans. Hvernig á stjórnarandstaðan að bregðast við? Á það er að líta að Framsóknarflokkurinn studdi stjórnlagaþingsleiðina. Sjálfstæðis- flokkurinn vildi hins vegar að Alþingi risi undir þessari skyldu sjálft. Það hefði getað tryggt skjót- virkari framgang þeirra stjórnar- skrárbreytinga sem kallað er eftir. Jafnframt hefði það hjálpað Alþingi að ávinna sér það traust sem það hefur misst; að því gefnu að vel hefði tekist til. Í þeirri stöðu sem upp er komin er rétt að gera þá kröfu til beggja stjórnarandstöðuflokkanna að þeir gangi til samvinnu við ríkisstjórn- ina um lausn með ábyrgum hætti. Engin rök eru til að tefja þá skoð- un. Hitt er ljóst að stjórnarand- stöðuflokkarnir væru að bregðast hlutverki sínu sem eftirlitsaðilar með framkvæmdarvaldinu ef þeir léðu máls á slíkum samtölum áður en niðurstaða er fengin um pólitíska ábyrgð málsins. Prófsteinninn á end- urreisnina er að hún komi fyrst og efnisleg niðurstaða í framhaldinu. Hvernig á að bregðast við? Í stað þess að taka strax á pól-itískri ábyrgð málsins ákvað forsætisráðherra að gera gagnárás á Íhaldið. Það orð notar forsætisráðherra jafnan í bræðiköstum sínum. Í því uppnefni á Sjálfstæðisflokknum er ekki sami broddur og fyrrum. Eitt er að helstu mistök Sjálfstæðisflokks- ins í uppsveiflunni voru skortur á íhaldssemi. Annað er að íhaldsúr- ræðin frá AGS eru það besta við ríkjandi stjórnarstefnu. Íhaldið er að mati forsætis- ráðherra hrætt við endurskoðun stjórnarskrárinnar vegna þess að þar muni koma inn ákvæði um þjóðareign á auðlindum. Slíkt ákvæði er í fiskveiðistjórnunarlög- unum. Hæstiréttur hefur marg- sinnis staðfest að það ákvæði sé í samræmi við stjórnarskrána og að önnur ákvæði laganna samræmist því. Flutningur þess yfir í stjórn- arskrá hefur því enga efnislega þýðingu. Ágreiningurinn stendur um hitt hvernig á að tryggja almanna- hagsmuni við nýtingu auðlind- anna. Þann ágreining þarf að gera út um í almennum lögum hvort sem ákvæðið er í stjórnarskrá eða ekki. Verkurinn er sá að forsætis- ráðherra er nú á móti þeim lögum sem hann setti sjálfur en hefur ekki lausn á því hvað á að koma í staðinn. Málefnalega fór þessi gagnárás því út um þúfur. Íhaldshugtakið má hins vegar að ósekju hefja til meiri vegs en verið hefur um tíma því að hófsemin er dyggð. Hræðsla Íhaldsins ÞORSTEINN PÁLSSON Ríkisstjórnin vindur ofan af trúverðugleika Íslands sem þróaðs vestræns ríkis. Útvörður þriðja heimsins Landvarðanámskeið Umsóknum skal skilað fyrir 7. febrú ar 2011 til Umhverfisstofnunar, Suðurlands braut 24 eða í tölvupósti á umhverfisstofnun@ust.is Í umsókn þarf að koma fram nafn, kennitala, heimilis fang, sími og netfang. Skilyrði er að umsækjendur séu fæddir 1991 eða fyrr. Skemmtileg störf í náttúru Íslands 17. febrúar til 20. mars Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum, sjá dagskrá á umhverfisstofnun.is Námskeiðið er 110 tímar og gjald kr. 120.000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.