Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 26

Fréttablaðið - 29.01.2011, Síða 26
26 29. janúar 2011 LAUGARDAGUR S ýn okkar Íslendinga á ofbeldi í gegnum tíðina hefur gjörbreyst,“ segir Helgi sem er jafnframt prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Umræðan hér á landi hefur lengi snúist um það að í gamla daga hafi slagsmál verið siðprúðari þar sem til dæmis hafi ekki tíðk- ast að sparka í höfuðið á fólki eða að margir ráðist á einn aðila. Sam- kvæmt því hafi ofbeldið bæði auk- ist og harðnað í samfélaginu, en afbrotatölfræði lögreglunnar stað- festir ekki þessa þróun þar sem ofbeldisbrotum hefur ekki fjölgað á síðustu árum. Jafnframt bendir fátt til þess að alvarlegri brotum hafi fjölgað.“ Óþol samfélagsins Helgi segir að þvert á móti sé ljóst að umburðarlyndi almenn- ings fyrir hvers konar ofbeldi hafi minnkað sífellt og jafnvel minni- háttar pústrar sem hafi lengi verið talinn órjúfanlegur hluti skemmt- anahalds séu nú óásættanlegir. „Ofbeldi var að einhverju leyti viðurkennt sem hluti af skemmt- analífi eða hluti af því að vera maður með mönnum. Í dag er annar samfélagslegur tónn þar sem brugðist er hart við ofbeldis- verkum. Umburðarlyndi gagnvart ofbeldi er miklu minna í dag en það var fyrir 20, 30 eða 40 árum og á það einnig við um kynferð- isbrot. Þetta er eitthvað sem er ekki liðið, hvort sem það er í skól- anum, á böllum, innan heimilisins eða einelti af ýmsu tagi. Samfélag- ið er að þessu leyti orðið siðvædd- ara, brot af þessu tagi tíðkuðust eins og nú en voru okkur ósýnileg fyrir ekki svo mörgum árum.“ Helgi segir það fyllilega eðli- legt að ofbeldisumræða komi upp með jöfnu millibili, sérstak- lega eftir mjög alvarleg tilfelli líkt og hafa sést að undanförnu. Það beri því vitni að almenning- ur á Íslandi sættir sig ekki við að ofbeldi sé beitt, og vilji sjá breyt- ingar þar á. En mætti segja að þetta óþol sé eins konar gæðastimpill á íslenskt samfélag? „Já, það má segja það. Sterk við- brögð sýna að okkur er ekki sama um náungann og nærumhverfi okkar. Við viljum ekki sjá ofbeldi og fordæmum slíkt um leið.“ Hættuleg hópamyndun Þó sýnist Helga að ákveðin tví- skipting sé í samfélaginu þar sem umburðarlyndi meirihlutans fyrir ofbeldi sé að minnka, en innan ákveðinna hópa gæti ákveðinnar réttlætingar á ofbeldi við tilteknar aðstæður sem líkja mætti við ofbeldismenningu. „Þetta finnum við helst meðal sumra ungra karla. Lífsstíll- inn tengist oft áfengis- og vímu- efnaneyslu og þar finnum við einstaklinga sem oft hafa farið halloka í samfélaginu. Þeir hafa minni félagslegar og efnahags- legar bjargir og ná ekki að aðlag- ast samfélaginu. Meðal þeirra er einnig oft að finna þætti eins og hvatvísi, ofvirkni, og örðugleika af því tagi sem draga úr farsælli aðlögun. Hópamyndun einstaklinga af þessu tagi er síðan býsna algeng.“ Helgi segir að áfengi og vímuefnanotk- un virki síðan eins og olía á eld á slíka einstaklinga og þeir ráðist ekki aðeins á grandalausa borgara, held- ur oftar en ekki beita þeir hvern annan ofbeldi. Það sé því oft aðeins hending hvort þeir enda sem ger- andi eða þolandi í hvert skipti. „Þetta sýnir skýra tvískiptingu milli almennings annars vegar og hins vegar þeirra hópa sem hafa aðra hugmyndafræði, sem réttlæta beitingu á jafnvel grófu ofbeldi við minnstu ögrun. Það myndast ákveðinn hugarheimur sem er fullur af réttlætingum á framferði sem þorri fólks hefur fyrirlitningu á.“ Hlutverk fjölmiðla Alvarlegri ofbeldismál fanga jafn- an athygli fjölmiðla sem fjalla um atvikin hverjir á sinn hátt með mismunandi efnistökum. Helgi segir ekki óeðlilegt að fjölmiðlar haldi þessum málum á lofti. „Almenningur hefur áhuga á svona málum því að þau snerta okkar öll. Við getum auðveld- lega sett okkur í spor viðkomandi og séð okkur sjálf eða einhverja nákomna í hlutverki þolanda.“ Fjölmiðlaumfjöllun geti þó verið tvíbent og skapað óþarfa ótta sem er bagalegt, en getur einnig verið til góðs og skapað varkárni. Nýlega hefur þó borið á því að nokkrir ein- staklingar úr ýmsum jaðarhópum samfélagsins séu til umfjöllunar á léttum nótum án þess að framferði þeirra sé kynnt í gagnrýnu ljósi. „Ég set ákveðið spurningarmerki við þessa glamúrvæðingu,“ segir Helgi „Þetta getur verið vara- samt því að stundum eru dregn- ar upp ýktar myndir af viðkom- andi sem eiga jafnvel ekki við rök að styðjast. Ákveðinn lífsstíll á mörkum þess ólöglega eða jafnvel Almenningur líður ekki ofbeldi Eftir nokkur hryggileg dæmi um alvarlega ofbeldisglæpi hér á landi á undanförnum vikum og mánuðum er samfélagsumræðan enn á ný farin að snúast um það hvort ofbeldi sé að færast í vöxt eða breytast. Afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson segir í viðtali við Þorgils Jónsson að svo sé ekki, en hins vegar sé annars konar þróun í gangi, sem gjalda þurfi varhug við. UMBURÐARLEYSI GEGN OFBELDI Afbrotafræðingurinn Helgi Gunnlaugsson segir að tölfræði gefi ekki til kynna aukið ofbeldi í íslensku samfélagi, en greina má meira óþol gegn ofbeldisbrotum og ofbeldismönnum. Hins vegar þrífist ofbeldismenning hjá ákveðnum hópum í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bætt heilbrigðisþjónusta fækkar manndrápum Þegar litið er til síð-ustu tíu ára hefur tíðni manndrápa verið nokkuð stöðug þó að það séu sveiflur milli ára, að því er Helgi segir. „Manndráp hér á landi eru tiltölulega fátíð í alþjóðlegu samhengi. Það sem hefur hugs- anlega dregið úr aukn- ingu þar, ef svo mætti að orði komast, eru bætt viðbrögð heilbrigðisstarfsmanna á vettvangi og fleiri úrræði og ný tækni sem stendur til boða nú. Þannig að alvarlegar líkamsárásir, sem fyrir nokkrum áratugum hefðu leitt til dauða, gera það ekki nú, vegna þess að heilbrigðisstarfs- fólk getur bjargað málunum. Þannig hefðu sum þeirra mála sem hafa komið upp á síðustu miss- erum, mögulega getað leitt til dauða áður fyrr og endað sem manndráp. Þetta verður líka að hafa í huga.“ Takmörkuð vopnaeign dregur úr alvarleika Annað sem hjálp-ar til við að halda niðri alvarleika ofbeld- isins hér á landi, að sögn Helga, er takmarkaður aðgangur að skotvopn- um. „Ef aðgengi að skot- vopnum væri óheftara og menn sem stæðu í ill- deilum í ölæði væru með vopn á sér er hætta á að þeir myndu grípa til þeirra. Við búum hins vegar í samfé- lagi þar sem skotvopn eru framandi, hnífar ekki algeng- ir og þess háttar og það hjálpar til við að halda aftur af fjölda alvarlegra ofbeldisbrota. Allir sjá að sambland vímu- efna eða áfengis við ofbeldismenningu og skotvopn er stórhættulegt. Við getum þó tekið skotvopn út fyrir sviga hjá okkur og vona ég að það verði þannig áfram.“ ■ HVAÐ DREGUR ÚR ALVARLEGU OFBELDI? ólöglegur er settur fram á jákvæð- an og spennandi hátt. Það er hætta á því að slík framsetning verði til þess að viðurkenna og réttlæta slíkan lífsmáta og verði öðrum fyrirmynd.“ Það gæti ýtt undir frekari hópa- myndun eins og áður var greint frá, einkum meðal þeirra sem eiga erfitt uppdráttar í samfélag- inu. Þeir leita gjarna í ýmis konar fyrirmyndir úr dægurmenning- unni, til dæmis kvikmyndum og tölvuleikjum. „Þetta er þó alltaf spurning um það hvernig við, sem borgar- ar, lesum úr því áreiti sem er allt í kringum okkur. Ég hef engar áhyggjur af því hvernig þorri fólks bregst við, en fyrir tiltekna þjóð- félagshópa og óharðnaða unglinga gæti þessi lífsstíll virst eftirsókn- arverður. Ef þessi hegðun verður viðurkennd frekar er hætta á því að viðkvæmari hópar samfélagsins dragist inn í þennan lífsstíl.“ Hvað er til ráða? Helgi segir að þegar litið er til framtíðar sé vissulega hægt að bregðast við þeirri þróun sem á sér stað í téðum hópum, en þá verði margt að koma til. Skól- ar, heimili, löggæsla, félagslegar stofnanir og réttarkerfið sé allt saman hluti af ferlinu. „Það er margt sem við getum gert til að koma í veg fyrir slíka þróun, til dæmis að hlúa betur að þeim einstaklingum sem eiga við félagsleg vandamál eða einstakl- ingsbundna örðugleika að stríða og bjóða upp á úrræði fyrir þau. Við þurfum að vera næm á börn sem eru utanvelta í grunnskóla eða þau sem flosna upp úr fram- haldsskólanámi.“ Hvað varðar dómskerfið segir Helgi að fleiri og þyngri dómar í ofbeldismálum séu ekki svar- ið. Ákall almennings eftir þyngri dómum sé þó skiljanlegt, en fleira þurfi að koma til heldur en einfald- lega að loka menn í fangelsi. „Á tíu árum hefur hlutfall fanga sem sitja af sér dóma vegna ofbeldis og kynferðisbrota farið úr 12 prósentum upp í 30 prósent sem sýnir að áhyggjur af ofbeldi ná einnig inn í dómskerfið. Til að draga úr ofbeldi finnast margar leiðir sem þurfa ekki að vera eins kostnaðarsamar og vist í fangelsi. Fangelsisvist getur aldrei verið lausnin í sjálfu sér heldur verðum við jafnframt að vinna með brota- mönnum í nærumhverfi þeirra og leitast við að bæta úr aðstæðum þeirra. Takast á við þankagang- inn og menninguna sem réttlæt- ir beitingu ofbeldis. Aðferðir af þessu tagi skila árangri, rann- sóknir sýna það ótvírætt.“ Baráttan gegn ofbeldi er þess vegna fjarri því að vera töpuð að mati Helga. „Ofbeldi var að einhverju leyti viðurkennt sem hluti af skemmt- analífi eða hluti af því að vera maður með mönnum. Í dag er annar samfé- lagslegur tónn þar sem brugðist er hart við of- beldisverkum.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.