Fréttablaðið - 29.01.2011, Side 32

Fréttablaðið - 29.01.2011, Side 32
4 fjölskyldan unglingsár. Sindri er núna fyrst að byrja að tala, en fram til þessa höfum við talað saman tákn með tali. Og þótt ekki gangi alltaf jafn vel og hann vildi segja frá gefst hann aldrei upp og fer þá bara aðrar leiðir til að koma sínu til skila,“ segir Bryndís sem var einstæð tveggja barna móðir þegar hún tók Sindra fyrst að sér, en dætur hennar eru uppkomnar í dag. „Stelpurnar voru strax spenntar að fá Sindra og natnar að leika við hann og setja sig inn í hans rútínu. Það var dásamlegt að fylgjast með honum skapa sér rútínu heima hjá okkur, en alltaf þegar hann kemur setur hann töskuna sína og útiföt á vísan stað og svo förum við út í búð að kaupa fisk. Þá horfum við alltaf á barnatímann saman þegar við vöknum um helgar og bökum gjarnan brauðbollur, og þá þarf að leggja fallega á borð og kveikja á kerti, en um kertið rukkar hann ef vantar á borðið. Hann er því mikið fyrir kósíheit og nýtur samverunn- ar til hins ítrasta, eins og ég sjálf,“ segir Bryndís og brosir blítt, en þau Sindri eru miklir vinir og hann örlátur á kossa og faðmlög. „Að vera styrktarforeldri er gaman og gefandi, um leið og það er pínu erfitt. Ég hlakka alltaf til stundanna með Sindra því hann gefur svo mikið. Maður lærir svo margt af fötluðum börnum og að meta hvað maður hefur. Ég á tvær yndislegar dætur og barnabarn, en Sindri gefur svo margt sem þau hin geta ekki, reynslu og innsýn í hulinn heim sem maður annars fær ekki skilið nema starfa með og umgangast fatlaða. Og ég kvíði því ef það verður sem nú er ráðgert, að fatlaðir fari í almennan skóla. Mega þeir ekki vera áfram með sínum líkum í stað þess að eignast aldrei vini, vera alltaf með aðstoð- armanneskju með sér og finna til vanmáttar síns í venjulegum skóla? Þarna finnst mér skorta á mannúð. Sækjast sér um líkir og í Öskju- hlíðarskóla blómstra þau, eins og Sindri sem elskar skólann sinn og skólafélaga,“ segir Bryndís, sem eftir tíu ára stuðning við Sindra lítur á hann sem eigið barn. „Það er eðlilegt að fólk sem vinnur náið með börnum tengist þeim tilfinn- ingaböndum. Þetta er yndisleg skuldbinding og auðvitað þarf allt- af að vanda sig því það eru alvöru manneskjur í húfi.“ - þlg Ég var beðin um að taka strák í sveit, þegar ég bjó austur á Fjörðum og sá um félags-miðstöð unglinga og aldr- aðra í Fjarðabyggð. Mér þótti það lítið mál og í framhaldi kom Guð- mundur, þá ellefu ára, til mín í sumardvöl. Hann bjó hjá ömmu sinni eftir að móðir hans dó árinu áður og þurfti stuðning vegna móðurmissisins,“ segir María Rós sem í ársbyrjun 2008 fluttist til Reykjavíkur þar sem hún starfar á frístundaheimilinu Æskufelli í Fellaskóla. Guðmundur býr enn á Austfjörðum, nú á átjánda ári. „Okkur Guðmundi kom strax einstaklega vel saman. Fyrstu fimm vikurnar í sveitinni vorum við bara tvö og náðum að kynnast vel,“ segir María en eftir sumar- dvölina fór Guðmundur þess á leit við ömmu sína að fá að fara aftur til Maríu og fjölskyldu hennar. „Ég bar þá undir fjölskylduna hvort hún vildi verða stuðnings- fjölskylda fyrir þennan góða dreng og það samþykktu allir. Ég gerði henni jafnframt grein fyrir að ekki væri unnt að hætta við á miðri leið, ekki frekar en að ég hætti allt í einu við að vera móðir barnanna minna. Hlutverk stuðningsfjöl- skyldu væri því varanlegt og það voru allir til í,“ segir María. „Þótt Guðmundur fari nú af barnsaldri verðum við alltaf stuðningsfjölskylda hans. Hann er í góðu sambandi við ættmenni sín og á sín alvöru systkini, en lítur líka á krakkana mína sem syst- kini sín. Eldri börnin eru tveim- ur og fjórum árum eldri og þau urðu strax góðir vinir Guðmundar og fagna komu hans. Eftir að við fluttum suður kemur Guðmundur til lengri dvalar í einu, en þegar við bjuggum eystra kom hann aðra hverja helgi og alltaf yfir sumar- tímann,“ segir María sem upplifir stuðningsforeldrahlutverk sitt sem yndislega og ómetanlega reynslu. „Það hafa allir gott af því að opna hjarta sitt fyrir öðrum mann- eskjum og sýna þá ábyrgð að láta sér þykja vænt um aðra. Það er líka gott fyrir börn manns að taka svo bindandi ábyrgð á stuðningi, og ekki síst að gera sér grein fyrir því hvað það þýðir. Þetta er því fín æfing fyrir framtíðina og gerir þau traustsins verð,“ segir María sem hvetur aðra til að íhuga að gerast styrktarforeldri. „Ákvörðun verður þó alltaf að vera í samvinnu við manns eigin fjölskyldu og ef allir eru sáttir er þetta hægt. Það passa ekki allir saman og börn þurfa sjálf að vilja koma. Því þarf alltaf að gefa börn- um og stuðningsforeldrum aðlög- unartíma því enginn skyldi taka að sér barn sem hann nær ekki til. Þessu þarf maður strax að gera sér grein fyrir, því sé minnsti vafi í huga manns ættu aðrir, sem ná til barnsins, að njóta þess frekar.“ - þlg Gott að opna hjarta sitt María Rós Valgeirsdóttir tók móðurlausan dreng á við- kvæmum aldri að sér í sumardvöl og hefur verið honum stuðningsmóðir allar götur síðan. Góð saman María Rós og Guð- mundur Þórir Hafsteinsson í bílferð á góðum degi, en samfundirnir eru ætíð tilhlökkunarefni hjá báðum. MYND ÚR EINKASAFNI FRAMHALD AF FORSÍÐU HESTAMANNAFÉLAGIÐ HÖRÐUR í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun. Um er að ræða fimm vikna námskeið í reiðhöll Harðar. Það fyrsta hefst 14. febrúar en hið síðasta 25. mars. Kennslan er í höndum reyndra leiðbeinenda með margra ára reynslu. Sannir vinir Bryndís og Sindri Ploder njóta hverrar stundar sem þau eiga saman. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hvað er stuðningsfjölskylda? ■ Stuðningsfjölskyldur taka á móti barni eða börnum til sólar- hringsvistunar á heimili sínu til að styðja foreldra í uppeldishlut- verki sínu, veita þeim hvíld og/eða styrkja stuðningsnet hlutaðeig- andi barns. Ætíð er um tímabundinn stuðning að ræða. ■ Tveir hópar stuðningsfjölskyldna starfa samkvæmt lögum um barnavernd, en þörfin er brýnust fyrir fötluð börn, börn með miklar sérþarfir, svo sem ADHD og erfiðar félagslegar aðstæður. ■ Í dag eiga 288 reykvísk börn stuðningsfjölskyldu. Sífellt er unnið að því að ráða fólk í þetta mikilvæga starf og alltaf leitað stuðnings. ■ Til að verða stuðningsfjölskylda fyllir viðkomandi fjölskylda út umsókn um starfið. Barnavernd Reykjavíkur metur viðkomandi fjölskyldu og þarf að skila inn læknisvottorði og sakavottorði. EasyTone skórnir frá Reebok eru komnir í Steinar Waage. Hvernig vinna EasyTone? Tækni byggð á jafnvægisboltum þar sem hreyfing á lofti býr til örlítið ójafnvægi sem mótar og styrkir rass og læri í hverju skrefi. Nánar á reebok.is samvera gleði og hlýja ...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.