Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 40
29. janúar 2011 LAUGARDAGUR4
Starfskraftur í vændis-
athvarf Stígamóta
Óskað er eftir starfskrafti með áhuga og hvers kyns
þekkingu á kynbundnu ofbeldi og vændi. Reynsla af verk-
efnisstjórnun mikilvæg. Verkefnið felst í að halda utanum
starfsemi væntanlegs vændisathvarfs Stígamóta. Um er að
ræða tilraunaverkefni í eitt ár með möguleika á framhaldi.
Starfsemi Stígamóta byggir á krefjandi, gefandi og fjöl-
breyttri teymisvinnu. Samábyrgð, frumkvæði og traust eru
forsendur farsæls starfs með vandasöm mál. Í starfs-
hópnum ríkir bæði áhugi og starfsgleði sem mikilvægt er
að varðveita. Viðkomandi verður að hafa góða samskipta
og samstarfshæfi leika. Nám í félagsráðgjöf, lögfræði,
kynjafræði, eða skyldum fræðum er jafnframt eftirsóknar-
vert.
Umsóknir sendist til Stígamóta, Hverfi sgötu 115, 105 R.
fyrir 28. febrúar. merktar „Starfsumsókn“
Öllum umsóknum verður svarað.
Leitum að einstaklingi til að vinna við umbrot og
hönnun í markaðsdeild Hagkaups.
Allar nánari upplýsingar veitir Arndís Arnarsdóttir í síma 563 5000.
Umsóknum skal skilað á starfsmannahald@hagkaup.is fyrir 5. febrúar.
• Viðkomandi aðili þarf að hafa reynslu og kunnáttu á umbroti
bæklinga og myndvinnslu.
• Góð þekking á Adobe Photoshop, Adobe InDesign og Adobe
Illustrator er nauðsynleg.
• Æskilegt er að umsækjandi sé eldri en 25 ára, reyklaus og
geti hafið störf sem fyrst.
STARFSMAÐUR
Í MARKAÐSDEILD
Ræstir
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að
ráða sem fyrst starfsmann í ræstingar í 100% starf við þrif
á húsnæði lögreglunnar.
Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð,
geti unnið sjálfstætt, búi yfir góðri samskiptahæfni og
þjónustulund, séu traustir og stundvísir.
Líkamleg hreysti, létt lund og jákvæðni eru mikilvægir
eiginleikar.
Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráð-
herra og viðkomandi stéttarfélags.
Sækja skal um starfið á starfatorgi; -http://www.starfa-
torg.is
Starfshlutfall er 100%
Vinnutími er kl 08:00 -16:00.
Umsóknarfrestur er til og með 13.02. 2011.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt sex mánuði frá lokum umsóknarfrests
ef starf losnar að nýju á þeim tíma.
Nánari upplýsingar veitir Benedikt H Benediktsson
bennihben@lrh.is – S. 444-1000
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
SÖLUFULLTRÚI
Helstu verksvið:
• Sölumennska
• Ýmis tölvu- og skrifstofuvinna.
• Að halda verslun snyrtilegri m.a. með framsetningu vara.
• Heimsóknir til viðskiptavina, ráðgjöf og tilboðsgerð.
Hæfniskröfur:
• Góðir söluhæfileikar og útgeislun.
• Þekking á saumaskap.
• Tölvuþekking og þá sæmileg kunnátta í Office-hugbúnaði.
• Nákvæmni í vinnubrögðum.
• Áhugi á innanhússhönnun.
• Heiðarleiki, stundvísi og helgun að starfi.
Umsóknir og óskir um frekari upplýsingar vinsamlegast
sendist á: hjortur@solar.is fyrir 7/2 n.k.
Radisson BLU Hótel Saga er 4 stjörnu hótel, búið öllum helstu
þægindum, í einungis nokkurra mínútna göngufjarlægð frá hjarta
Reykjavíkur. Það er nútímalegt hótel byggt á sígildum hefðum þar
sem gæði, þjónusta og yfirburðir á öllum sviðum eru í fyrirrúmi.
Radisson BLU Hótel Saga er hluti af Rezidor BLU sem rekur hátt í
300 hótel í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Hjá Hótel Sögu
starfa um 100 manns.
Radisson Blu Hótel Saga
óskar eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður:
Þjónustustörf í veisludeild
Við óskum eftir að ráða starfsmenn með
góða reynslu af þjónustustörfum í aukavinnu
í veisludeild.
Aðallega er um að ræða kvöld- og helgar-
vinnu.
Viðkomandi þarf að vera áhugasamur, sýna
sjálfstæð vinnubrögð, vera stundvís og
samvinnufús.
Nánari upplýsingar gefur Lovísa Grétarsdóttir
í síma 820-9920 eða á netfanginu
lovisa.gretarsdottir@radissonblu.com
Umsóknir skulu berast fyrir 4. febrúar nk.
merktar „Veitingadeild“ á netfangið
anna.jonsdottir@radissonblu.com.
Vaktstjóri í veislueldhúsi
Við óskum eftir að ráða faglærðan matreiðslu-
mann í stöðu vaktstjóra veislueldhúss.
Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er
15 daga í mánuði.
Viðkomandi þarf að vera áhugasamur, sýna
sjálfstæð vinnubrögð, vera stundvís og
samvinnufús.
Reynsla af vinnu í veislueldhúsi eða af
fjölbreyttum eldhússtörfum kostur.
Nánari upplýsingar gefur G. Kristinn Stefánsson
í síma 820-9919 eða á netfangið
kristinn.stefansson@radissonblu.com.
Umsóknir skulu berast fyrir 4. febrúar nk.
merktar „Veitingadeild“ á netfangið
anna.jonsdottir@radissonblu.com.
Við óskum eftir að ráða starfsmann með góða
reynslu af þjónustustörfum á Skrúði.
Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er
15 daga í mánuði frá kl. 11.00 - 23.00.
Viðkomandi þarf að vera áhugasamur, sýna
sjálfstæð vinnubrögð, vera stundvís og
samvinnufús.
Nánari upplýsingar gefur Gunnar Kristjánsson
í síma 820-9923 eða á netfanginu
gunnar.kristjansson@radissonblu.com.
Umsóknir skulu berast fyrir 4. febrúar nk.
merktar „Veitingadeild“ á netfangið
anna.jonsdottir@radissonblu.com.
Þjónustustarf á veitingastaðnum
Skrúði
P
IPA
R
/TB
W
A
• S
ÍA
• 110215
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU