Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 45

Fréttablaðið - 29.01.2011, Page 45
LAUGARDAGUR 29. janúar 2011 5 LEITUM AÐ ÆVINTÝRAMANNI EÐA KONU Fréttastofa RÚV leitar að fjölhæfum einstaklingi til að sinna starfi frétta- og myndatökumanns, með aðsetur á Norðurlandi. Starfið felur í sér öflun, skrif og flutning frétta og fréttaskýringa fyrir fréttatíma útvarps og sjónvarps, Landann og vefinn, sem og myndatöku og klippingu. Áskilin er háskólamenntun og reynsla af blaða- og fréttamennsku. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja reynslu eða þekkingu af myndatökum og vefvinnslu, hafi hæfni í framkomu, góða framsögn og ritfærni. Einnig eru gerðar kröfur um frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veita Óðinn Jónsson fréttastjóri í síma 515-3000 eða tölvupósti odinn@ruv.is og Berglind G. Bergþórsdóttir mannauðsstjóri í síma 515-3105 eða tölvupósti berglindb@ruv.is. Umsóknir berist í síðasta lagi 14. febrúar nk. á netfangið starfsumsoknir@ruv.is, merktar „Umsókn um starf frétta- og myndatökumanns“. “Ég var náttúrulega dauðhræddur við svona stórt dýr” Rúnar Snær Reynisson - Fréttamaður RÚV á Egilsstöðum í leiðangri þar sem hreindýrstarfi var bjargað eftir að hafa flækst í girðingu. PIPAPP R\TBW A WW SÍA 110140 Laust er til umsóknar starf forstöðumanns skjalasafns Háskólans. Forstöðumaður skipuleggur starf skjala- safnsins, stýrir daglegum rekstri og ber ábyrgð á verkefnum þess og samþættingu skjalastjórnunar í sameiginlegri stjórnsýslu, fræðasviðum, deildum og stofnunum Háskólans. Þá ber hann ábyrgð á rekstri rafræns skjalastjórnunarkerfis, fjármálum safnsins og starfsmannamálum. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2011. Sjá nánar um hæfniskröfur og fleira á www.hi.is/skolinn/laus_storf og www.starfatorg.is Frekari upplýsingar veitir Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, í síma 525-4206, netfang: mb@hi.is. Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Forstöðumaður skjalasafns Háskóla Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.