Fréttablaðið - 29.01.2011, Side 72
29. janúar 2011 LAUGARDAGUR48
sport@frettabladid.is
Henry Birgir
Gunnarsson
og Valgarður
Gíslason
fjalla um HM í Svíþjóð
henry@frettabladid.is - valgard.gislason@365.is
HM í handbolta
UNDANÚRSLIT
Frakkland-Svíþjóð 29-26
Danmörk-Spánn 28-24
LEIKUR UM SÆTI
5. sæti: Ísland-Króatía 33-34
7. sæti Ungverjaland-Pólland 31-28
RÖÐ ÞJÓÐA FRÁ 5 TIL 24:
5. Króatía 6. Ísland
7. Ungverjaland 8. Pólland
9. Noregur 10. Serbía
11. Þýskaland 12. Argentína
13. Suður-Kórea 14. Egyptaland
15. Alsír 16. Japan
17. Slóvakía 18. Austurríki
19. Rúmenía 20. Túnis
21.Brasilía 22.Síle
23. Barein 24. Ástralía
Iceland Express-deild karla
KFÍ-Snæfell 89-76 (46-44)
Stig KFÍ: Craig Schoen 31/8 fráköst/7 stoðsend
ingar, Carl Josey 17, Marco Milicevic 14 Richard
McNutt 8, Darco Milosevic 7, Nebojsa Knezevic
6, Pance Ilievski 6.
Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 23/11 fráköst,
Sean Burton 11, Emil Þór Jóhannsson 11, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson 9, Atli Rafn Hreinsson 9,
Sveinn Arnar Davíðsson 6, Egill Egilsson 4, Daníel
A. Kazmi 3.
Keflavík-Hamar 94-77 (52-27)
Stig Keflavíkur:
Thomas Sanders 29/14 fráköst/5 stoðsendingar,
Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Sigurður Gunnar
Þorsteinsson 15, Þröstur Leó Jóhannsson 11,
Magnús Þór Gunnarsson 6, Gunnar H. Stefánsson
5, Halldór Örn Halldórsson 2, Jón Nordal Haf-
steinss. 2, Gunnar Einarsson 2
Stig Hamars: Devin Antonio Sweetney 24, Ragn-
ar Á. Nathanaelsson 13/18 fráköst/4 varin skot,
Kjartan Kárason 10, Snorri Þorvaldsson 9, Ellert
Arnarson 8, Svavar Páll Pálsson 7/10 fráköst,
Darri Hilmarsson 2, Stefán Halldórsson 2, Bjarni
Rúnar Lárusson 2.
Fjölnir-KR 93-101 (42-64)
Stig Fjölnis:
Brandon Ja Juan Springer 32, Arnþór Freyr
Guðmundsson 11, Jón Sverrisson 11, Magni Haf-
steinsson 11/4 fráköst, Ægir Þór Steinarsson
9, Tómas Heiðar Tómasson 6, Hjalti Vilhjálmsson
5, Sindri Kárason 3, Elvar Sigurðsson 3, Sigurður
Þórarinsson 2.
Stig KR: Marcus Walker 24/6 fráköst, Pavel Erm-
olinskij 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli
Magnússon 16/11 fráköst, Hreggviður Magnússon
13 Brynjar Þór Björnsson 8, Ágúst Angantýsson
7, Jón Orri Kristjánsson 4, Skarphéðinn Freyr
Ingason 3, Matthías Orri Sigurðarson 3.
STAÐAN Í DEILDINNI
Snæfell 15 12 3 1450-1360 24
Grindavík 15 12 3 1270-1148 24
Keflavík 15 11 4 1383-1273 22
KR 15 11 4 1467-1280 22
Haukar 15 7 8 1260-1317 14
Tindastóll 15 7 8 1192-1241 14
Stjarnan 15 7 8 1296-1324 14
ÍR 15 5 10 1322-1397 10
Fjölnir 15 5 10 1327-1366 10
Hamar 15 5 10 1200-1274 10
Njarðvík 15 5 10 1200-1262 10
KFÍ 15 3 12 1287-1412 6
NÆSTU LEIKIR:
KR-Keflavík 3. febrúar kl. 19.15
Hamar-Njarðvík 3. febrúar kl. 19.15
Stjarnan-KFÍ 3. febrúar kl. 19.15
Snæfell-Tindastóll 3. febrúar kl. 19.15
ÍR-Grindavík 3. febrúar kl. 19.15
Haukar-Fjölnir 3. febrúar kl. 19.15
ÚRSLITIN Í GÆR
ÍSLENSKA HANDBOLTALANDSLIÐIÐ tapaði í gær í tólfta sinn hreinum úrslitaleik um sæti á stórmóti (í sautján leikjum).
Strákarnir okkar höfðu unnið fimm af síðustu átta úrslitaleikjum um sæti eftir að hafa tapað þeim átta fyrstu frá 1961 til 1995. Ísland
hefur aðeins unnið tvo leiki um sæti á HM (af átta): á móti Egyptum á HM 1997 (5.sæti) og á móti Júgóslövum á HM 2003 (7. sæti).
HANDBOLTI Frakkar og Danir
mætast í úrslitaleiknum á HM
eftir sigra í undanúrslitaleikjum
í gærkvöldi. Frakkar unnu nokk-
uð öruggan þriggja marka sigur á
gestgjöfum Svía, 29-26, og Danir
unnu fjögurra marka sigur á
Spáni, 28-24.
Danir hafa unnið alla níu leiki
sína í mótinu og Frakkar eru líka
taplausir. Frakkar eru vanir því
að vera í þessari stöðu en Danir
eru komast svona í úrslitaleikinn
á HM í fyrsta sinn í 44 ár.
Þetta er fjórða stórmótið í röð
þar sem Frakkar spila úrslita-
leikinn en þeir hafa þrisvar áður
leikið til úrslita á HM. Danir,
sem urðu Evrópumeistarar 2008,
höfðu aðeins einu sinni áður kom-
ist í úrslitaleikinn á HM og það
var á HM í Svíþjóð árið 1967. - óój
Undanúrslitin á HM í gær:
Danir og Frakk-
ar fóru í úrslit
TAKK FYRIR LEIKINN Varnartröllin Didier
Dinart og Jernemyr eftir leik. MYND/VILHELM
HANDBOLTI Ungverjar unnu
þriggja marka sigur á Pólverjum,
31-28, í leiknum um sjöunda sætið
á HM í handbolta í gær.
Ungverjar tryggðu sér þar með
sæti í forkeppni Ólympíuleikanna
á næsta ári. Ungverjar lögðu
grunninn að sigrinum með því
að skora níu mörk í röð á tæpum
fjórtán mínútum og breyta stöð-
unni úr 10-14 í 19-14.
Ungverjar steinlágu fyrir
Íslendingum í fyrsta leik en komu
sterkir til baka. - óój
Baráttan um sætin á ÓL:
Ungverjar náðu
sjöunda sætinu
SJÖUNDA SÆTIÐ Ungverjar rifu sig upp
eftir skell í fyrsta leik. MYND/AFP
HM 2011 Leikur Íslands og Króatíu
var afar sveiflukenndur svo ekki
sé nú meira sagt. Íslenska liðið
vann sig inn í leikinn með stæl
í fyrri hálfleik en leikur liðsins
hrundi til algjörra grunna í síðari
hálfleik.
Sem fyrr neituðu strákarnir
að gefast upp, unnu sig inn í leik-
inn á ný en það var of seint. Síð-
asta sóknin í leiknum misheppn-
aðist algjörlega og strákarnir voru
niðurlútir í leikslok. Þeir vissu að
þeir hefðu getað gert betur í þess-
um leik rétt eins og í fleiri leikjum
á mótinu.
Að lenda í sjötta sæti á HM er
ekki slakur árangur. Það er frábær
árangur. Þrátt fyrir það er niður-
staðan nokkur vonbrigði í ljósi
þess hvernig liðið byrjaði mótið. Þá
virtist það hafa alla burði til þess
að vinna þetta mót. Slakur leik-
ur gegn Þjóðverjum sló strákana
algjörlega út af laginu. Þeir voru
reyndar sem rotaðir. Af þessu rot-
höggi náði liðið sér aldrei. Reyndar
má líka segja að Noregsleikurinn
hafi haft áhrif en sá harði leikur
tók mikinn toll af mönnum.
Leikurinn gegn Spánverjum
var algjörlega skelfilegur og hann
tapaðist í fyrri hálfleik. Í leiknum
gegn Frökkum vorum við númeri
of litlir. Gegn Króötum í gær voru
strákarnir oft á tíðum klaufar.
Þetta lið getur betur og strák-
arnir vita það best sjálfir. Þeir
stefndu á gullið og hefðu getað náð
því ef allt hefði gengið upp. Því
var ekki að heilsa að þessu sinni.
Alexander Petersson og Björgvin
Páll Gústavsson voru frábærir á
mótinu en aðrir geta betur.
Þó svo að íslenska liðið sé klár-
lega á meðal bestu liða heims þá
þarf að hafa áfram mikið fyrir því
að halda liðinu þar. Það að leik-
menn séu margir ósáttir við að ná
sjötta sæti segir sína sögu. Þess-
ir strákar vilja vera á toppnum og
mótið núna var ákveðin áminning.
Við töpuðum fyrir okkar helstu
keppinautum og verðum að gæta
að því að lenda ekki aftur á eftir
þeim.
Guðmundur og hans góða þjálf-
arateymi mun án nokkurs vafa
fara vel yfir hvað gerðist síðari
hluta mótsins og læra af því. Það
sættir enginn í þessum hópi sig við
að tapa fjórum leikjum í röð á stór-
móti. Þetta íslenska lið er líka það
gott að það á ekki að tapa fjórum
leikjum í röð.
Í heildina er árangurinn góður
en það er líka ákveðið svekk-
elsi að enda mótið ekki betur en
raun bar vitni. Það voru öll teikn
á lofti en einn leikur breytti öllu.
Það er stutt á milli hláturs og
gráts og sportið er grimmt eins og
maðurinn sagði.
Fjórði tapleikurinn í röð
Strákarnir okkar höfnuðu í 6. sæti en þeir töpuðu fyrir Króatíu, 34-33, í leiknum
um 5. sætið í gær. Árangurinn er góður en hefði getað verið mun betri.
SÁRT TAP Íslensku landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson geta ekki leynt vonbrigðum sínum eftir
fjórða tapleikinn í röð. Króatar fagna hins vegar góðum sigri með því að horfa til himins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Chevrolet Spark, 5 dyra - 5 sæta
L - beinskiptur Kr. 1.695 þús.
LS - beinskiptur Kr. 1.895 þús.
Chevrolet á enn betra verði !
Sérfræðingar í bílum
Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000
Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3300
Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636
www.benni.is
Vegna nýrra laga um vörugjöld sem tóku gildi um áramótin eru umhverfisvænir
bílar á betra verði. Allir bílar frá Chevrolet hafa lækkað í verði.
Opið í dag frá 12 til 16
Gæði í 100 ár
Ár slaufunnar
B
íll
á
m
yn
d:
S
pa
rk
L
T
m
eð
á
lf
el
gu
m
.
Ísland-Króatía 33-34 (16-14)
Mörk Íslands (Skot): Guðjón Valur Sigurðsson 10 (16), Snorri Steinn Guðjónsson 7/3
(9/3), Alexander Petersson 6 (12), Ólafur Stefánsson 5/3 (9/3), Arnór Atlason 2 (4),
Vignir Svavarsson 1 (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (1), Aron
Pálmarsson 0 (5).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7 (26/1, 27%), Hreiðar Levy Guðmundsson 7
(22/1, 32%).
Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Guðjón Valur 6, Alexander 3, Ólafur 2, Vignir, Ásgeir Örn,
Arnór) Fiskuð víti: 6 (Vignir, Aron, Snorri Steinn, Ólafur, Alexander, Róbert)
Brottvísanir: 8 mínútur