Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 KJARAMÁL Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkfall starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum hefjist í kvöld. Samninganefndir bræðslu- manna og Samtaka atvinnulífsins fundu ekki lausn á kjaradeilunni á samningafundi hjá Ríkissáttasemj- ara í gær. Ekki er öll von úti því til nýs fundar er boðað í dag. Verði hann hins vegar árangurslaus hefst verkfall í níu fiskimjölsverksmiðj- um á Vopnafirði, Seyðisfirði, Nes- kaupstað, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Starfsmenn þeirra eru tæplega áttatíu talsins. Arnar Hjaltalín, formaður Dríf- anda í Vestmannaeyjum, sagði í gærkvöldi lítið hafa þokast og ekk- ert nýtt hefði „í sjálfu sér“ verið í boði frá hendi Samtaka atvinnu- lífsins. Ragnar Árnason, formaður samninganefndar SA, sagðist vera svartsýnn á lausn í dag. „Við gefum þessu einhverja klukkutíma í fyrramálið og vonum það besta,“ sagði hann í gærkvöldi. Talsmenn SA og bræðslumanna hafa tekist harkalega á undanfarna daga. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, hefur gefið í skyn að kröfur fámenns hóps muni skaða hagsmuni félaga þeirra og valda fyrirtækjum og samfélaginu öllu „stórkostlegu tjóni“. Þessu hefur Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfs- greinafélags, vísað til föðurhús- anna og sagt bræðslumenn hafa sýnt sáttavilja. Þá sé krafan eðli- leg þar sem útflutningsfyrirtæk- in græði á tá og fingri vegna stór- bættrar stöðu sinnar eftir hrun sakir gengisþróunar. Áætlað hefur verið að útgerðin verði af allt að ellefu milljörðum króna ef til verkfalls komi. Þar af séu fimm milljarðar í bræðslu og á bilinu þrír til sex milljarðar í frystum loðnuhrognum. - shá Þriðjudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Hestavörur 15. febrúar 2011 38. tölublað 11. árgangur Knorr súpa vermir á köldu vetrarkvöldi. Knorr kemur með góða bragðið! MEÐGÖNGU- YOGA www.mammashanti.is Skráðu þig núna á yoga@yogashala.is Nánari upplýsingar á www.yogashala.is reykjavík Yoga shala Engjateig 5, 2. hæð, sími 553 0203 www.yogashala.is Í mikilli innrás Hlöllabátar fagna 25 ára starfsafmæli. tímamót 20 Sjálfum sér verstur Björn Jörundur verður kynnir á Eddunni. fólk 38 ÚRKOMA EYSTRA Í dag verður austanátt, yfirleitt fremur hæg en strekkingur norðaustast. Slydda eða snjókoma A-lands en bjartviðri SV- og V-til. Hiti um og rétt yfir frostmarki. VEÐUR 4 -1 -2-1 0 2 veðrið í dag Í FJÖRUFERÐ Þessar mæðgur nutu veðurblíðunnar í gær enda var veðrið milt og gott eftir hret síðustu daga. Gert er ráð fyrir bjartviðri suðvestan og vestan til í dag og hiti verður í kringum frostmark. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 F yrir tveimu á Arnaldur Birgir Konráðsson og Ágúst Guðmundsson taka þátt í eyðimerkurhlaupi í Sahara. 112 kílómetrar í sandi og sól Patti Húsgögn Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Púðar í úrvali Verð frá 2.900 kr Man 8356 Leðursett 3+1+1 199.9 00kr 399.900 krVerð áður Landsins mesta úrval af sófasettum NoseBuddy nefskolunarkanna Evrópukeppni landsliða í badminton hefst í Amsterdam í dag. Ísland er í fimmta riðli með Hol- landi, Sviss og Litháen. Landslið Íslands skipa Atli Jóhannesson, Helgi Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Ragna Ingólfsdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Tinna Helgadóttir. ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2011 HESTAVÖRUR Verslunin Top Reiter býður upp á gott og fjölbreytt úrval af reiðfatn- aði og fylgihlutum. „Við erum til að mynda með okkar eigin fatnað, þar ber fyrst að nefna Top Reiter- reiðbuxurnar sem hafa notið mik- illa vinsælda undan farin ár enda ákaflega vönduð vara en einnig framleiðir Top Reiter kuldagalla, peysur og ýmislegt fleira,“ segir Alda Jóna Nóadóttir, einn eigenda verslunarinnar. Að hennar sögn eru líka seldar í búðinni hágæða yfirhafnir fyrir bæði dömur og herra frá þýska fyrirtækinu Wellensteyn. „Við höfum verið með þetta merki frá því að við opnuðum árið 2007 og því komin með góða reynslu af því. Viðskiptavinir okkar hafa tekið þessum fatnaði mjög vel enda fyrst og fremst bæði vandað og flott tískumerki sem er selt við góðan orðstír víða um heim. Fleira fatakyns er í búðinni sem nýtist hestamönnum vel, til dæmis hjálmar, skór og hansk- ar, þar á meðal hanskar frá þýska fyrirtækinu Roeckl, sem Alda segir eftirsótta meðal íslenskra hestamanna. Þá eru fleiri vöruflokkar á boð- stólum, hnakkar, reiðtygi, fóður og snyrtivörur. Alda hvetur hesta- menn til að kíkja í heimsókn, en verslunin Top Reiter kappkostar að bjóða bjóða faglega og persónu- lega þjónustu í fallegu umhverfi. Fjölbreyttur fatnaður fyrir íslenska reiðmenn SAMFÉLAGSMÁL Á Hrafnistu, stærsta hjúkrunarheimili landsins, annar fámennt starfslið því ekki að baða íbúa nema einu sinni í viku. Þegar verst lét þurftu íbúar að bíða í hálf- an mánuð eftir því að komast í bað. „Þetta er örugglega ekki mann- sæmandi og ég er ekki viss um að nútímafólk, sem vant er að baða sig einu sinni á dag, myndi láta bjóða sér slíka afarkosti sem vikulegt bað er,“ segir Pétur Magnússon, for- stjóri Hrafnistu. „Svona bitnar kreppan á elstu borg- urum landsins og það er sárt að þjóð- félagið geti ekki komið betur fram við þá öldruðu. Það er umhugsunar- efni fyrir stjórnmálamenn. Hrafn- ista, eins og önnur öldrunar heimili, á að starfa undir þjónustusamningi við ríkið en hann hefur ekki verið gerður þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir árum saman. Nú rétt fyrir áramót var honum svo enn frestað af hálfu ríkisins um þrjú ár.“ Valgerður Katrín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara, segir málefni aldr- aðra víða þurfa nánari skoðun. „Gamalt fólk getur hvorki hótað því að fara í verkfall né flytja til útlanda, og er því minnihlutahópur sem auðvelt er að hundsa. Því þarf það að láta margt yfir sig ganga sem beinlínis er mannréttindamál í hugum flestra.” Valgerður segir margt af eldra fólkinu vera orðið of veikt til að bera hönd fyrir höfuð sér. „Og þótt það sé af kynslóð sem ekki var vön daglegum baðferðum hér áður fyrr er krafan allt önnur í dag og það er vitaskuld ósátt við svo fátíð böð enda vill það lifa lífinu með sjálfs- virðingu.“ Ekki náðist í Guðbjart Hannesson velferðarráðherra í gær. - þlg / Allt í miðju blaðsins Eldri borgarar aðeins í bað einu sinni í viku Íbúar Hrafnistu eru baðaðir einu sinni í viku vegna manneklu. Þegar verst lét fóru þeir í bað tvisvar í mánuði. Forstjóri segir ríkið fresta gerð þjónustusamnings. Fólk vitaskuld ósátt, segir framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara. VIÐSKIPTI Meira en tveir þriðju hlutar forsvarsmanna fyrirtækja telja stjórnvöld vera helsta þröskuldinn í vegi endurreisnar íslensks atvinnulífs. Þetta er niður- staða könnun- ar sem Við- skiptaráð gerði í aðdraganda Viðskiptaþings sem haldið er á morgun. Í öðru sæti yfir mestu hindrunina eru of háir skattar, að því er segir í grein eftir Finn Oddsson, formann Við- skiptaráðs í Fréttablaðinu í dag. Spurðir um hvar helstu tæki- færin í íslensku atvinnulífi liggja nefna flestir orkuauðlindir og nýt- ingu þeirra. Fast á hæla orkunnar kemur náttúran og ferðaþjónustan, og aukin sjósókn. - sh / sjá síðu 16 Forsvarsmenn fyrirtækja: Stjórnvöld mesti þröskuldurinn FINNUR ODDSSON Akureyri í úrslit Það verða Akureyri og Valur sem mætast í úrslitum Eimskipsbikars karla í ár. sport 34 Samninganefndir bræðslumanna og SA fundu ekki lausn á kjaradeilunni í gær: Allt stefnir í verkfall í kvöld Við gefum þessu einhverja klukkutíma í fyrramálið og vonum það besta. RAGNAR ÁRNASON FORMAÐUR SAMNINGANEFNDAR SA ALÞINGI Icesave-frumvarp fjár- málaráðherra var afgreitt úr fjárlaganefnd í gærkvöldi og fer þriðja og síð- asta umræða um málið fram á þingi í dag. Að henni lokinni verða greidd atkvæði um frumvarpið. Það verður að óbreyttu á mið- vikudag. Fulltrúi Hreyfingarinnar í nefndinni, Þór Saari, lagði fram breytingartil- lögu þess efnis að ef lögin yrðu samþykkt tækju þau ekki gildi fyrr en eftir þjóðaratkvæða- greiðslu. Tillagan var felld með níu atkvæðum fulltrúa Samfylk- ingarinnar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks, gegn tveimur atkvæðum Þórs og Höskuldar Þórhallssonar, Framsóknar- flokki. - sh Síðasta umræða á þingi í dag: Icesave afgreitt úr fjárlaganefnd ÞÓR SAARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.