Fréttablaðið - 15.02.2011, Side 8
8 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR
FÓLK „Ég er bara föst hérna í
Moskvu,“ segir Maria Amelie,
unga rússneska konan sem var
rekin frá Noregi í lok janúar eftir
að hafa búið þar án dvalarleyfis
frá barnsaldri.
Hún segir tímann í Moskvu hafa
verið sér erfiðan, en fréttirnar af
því að tveir íslenskir þingmenn
hafi lagt það til að veita henni
íslenskan ríkisborgararétt hafi
komið sér ánægjulega á óvart.
„Það er gott að hugsa til þess að
einhver sýni þessu skilning. Ég
veit reyndar ekki hvort það getur
orðið neitt úr þessu en mér þykir
vænt um þetta,“ sagði hún í sím-
tali við Fréttablaðið.
Í Moskvu býr hún nú ásamt
norskum kærasta sínum, Eivind
Trædal. Þau hyggjast nota tímann
til að skrifa um reynslu sína.
Hún er búin að fá rússnesk
persónuskilríki en bíður nú eftir
rússnesku vegabréfi, sem afgreitt
verður eftir nokkrar vikur. Hún
hefur einnig sótt um dvalarleyfi í
Noregi, en óvissa er um afgreiðslu
þess og má búast við að það taki
nokkra mánuði að fá niðurstöðu.
„Stjórnvöld hafa nefnt þann
möguleika að setja á hana tíma-
bundið ferðabann til Noregs, en nú
er verið að breyta reglunum um
ferðabann og það gæti leyst málið
fyrir hana,“ segir Brynjulf Risnes,
lögmaður hennar. „Svo virðist sem
mál hennar hafi leitt í ljós að regl-
urnar eru of ósveigjanlegar.“
Þegar hún fær rússneska vega-
bréfið í hendur getur hún ferðast
hvert sem hugurinn kýs. Hún seg-
ist vel geta hugsað sér að koma til
Íslands, að minnsta kosti tíma-
bundið, en hugur hennar stendur
fyrst og fremst til þess að flytja
til Noregs. „Í Noregi þarf ég hins
vegar að bíða í sjö ár eftir því að
geta fengið ríkisborgararétt. Þessi
níu ár sem ég hef búið í Noregi
verða ekki talin með. Þau gilda
ekki neitt.“
Í bréfi, sem hún ritaði íslenskum
fjölmiðlum fyrir helgi, segist hún
þakklát Íslendingum fyrir að hafa
sýnt máli hennar áhuga. Henni sé
hlýtt til Íslendinga síðan hún bjó
með Nóru, íslenskri vinkonu sinni,
á námsárunum í Þrándheimi.
Hún vakti í haust athygli á
málum ólöglegra innflytjenda
í Noregi með því að skrifa bók
um reynslu sína, en vakti um leið
athygli stjórnvalda á sjálfri sér.
„Ég skrifaði bókina í þeirri von
að hún myndi breyta einhverju. Ég
hélt að stjórnin yrði mér þakklát
fyrir að segja frá vandanum, sem
hefur bara vaxið, en í staðinn var
ég handtekin, og það er virkilega
sárt.“ - gb
Innfluttar matvörur hafa hækkað um 60,6%
frá ársbyrjun 2007 til janúar 2011.
Á sama tíma hafa innlendar búvörur, án grænmetis,
einungis hækkað um 20,4%.
Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 36,2%.
Innlendar búvörur
halda niðri matvælaverði
og vísitölu neysluverðs
Heimild: Hagstofa Íslands
Íslenskur landbúnaður
stendur vörð um þjóðarhag.
Súluritið sýnir verðbreytingar á matvöru, frá ársbyrjun 2007 til janúar 2011.
20,4%
37,7%
60,6%
36,2%
70%
60
50
40
30
20
10
0
Búvörur án
grænmetis
Aðrar innlendar
mat- og drykkjarvörur
Innfluttar mat-
og drykkjarvörur
Vísitala
neysluverðs
Veisluþjónusta
HEITT & KALT | Kársnesbraut 112 | 200 Kópavogi | Sími: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður
matreiðslumaður og er í dómnefnd fyrir
Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.
Fermingarveislur
3.100 kr. til 3.800 kr. á mann fyrir
30 manns eða fleiri.
Forréttir, heitir og kaldir réttir.
Veislur
Fyrirtæki, fundir, brúðkaup og árshátíðir.
Allar upplýsingar og matseðlar
á www.heittogkalt.is
Þakklát fyrir
skilninginn
Maria Amelie segir tímann í Moskvu hafa verið sér
erfiðan. Fréttirnar af frumvarpi um íslenskan ríkis-
borgararétt hafi komið henni ánægjulega á óvart.
MARIA AMELIE Myndina tók norskur kærasti hennar nýverið á kaffihúsi í Moskvu.
MYND/EIVIND TRÆDAL
Ég er mjög þakklát Íslendingunum
sem fréttu af máli mínu og gripu
til aðgerða sem gáfu mér von.
Hvernig svo sem atkvæðagreiðsl-
an fer verður eftir þessu tekið.
Frumvarpið er sönnun þess að
kraftaverk gerast og að við getum
látið þau gerast.
Ég átta mig á vandkvæðum
þess að samþykkja frumvarp um
að veita mér ríkisborgararétt,
og að ef til vill verður það ekki
samþykkt á Alþingi. En hér er
það hugurinn að baki sem skiptir
máli. Og það er vonin sem heldur
manni á lífi.
Úr bréfi til Íslands
LÖGREGLUMÁL Lögreglan lagði hald á átta
kíló af marijúana í geymsluhúsnæði í
Kópavogi í síðustu viku. Sex kíló fundust
við húsleit á staðnum og tvö til viðbótar í
fórum manns sem gekk þar í flasið á lög-
reglunni.
Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var
handtekinn og gekkst við því að eiga fíkni-
efnin. Hann hafði pakkað þeim í litlar sölu-
einingar.
Í kjölfarið var leitað á heimili mannsins
og þar fundust um 170 kannabisplöntur. - sh
Stórtækur ræktandi í Kópavogi handtekinn:
Lögreglan fann átta
kíló af marijúana
HAUGUR AF GRASI Átta kíló af
marijúana eru töluvert magn,
eins og sjá má á þessari mynd.
MYND/LÖGREGLAN