Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. febrúar 2011 13 Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is geti orðið á næstu vikum og mán- uðum og verkið verði boðið út í vor. Heildarkostnaður við jarð- göngin er áætlaður um 10 millj- arðar króna, en Vegagerðin á að eiga 51 prósent í hlutafélaginu sem stendur að framkvæmdinni. „Vegagerðin þarf bara að leggja fram 200 milljónir og svo aðrir 200 milljónir þannig að hlutafé yrði 400 milljónir króna,“ segir hann. Félagið á svo að taka lán fyrir því sem út af stendur. „Þetta á ekki að íþyngja hefðbundnum verkefn- um Vegagerðarinnar eða koma niður á öðru. Sérstaða Vaðlaheiðar- ganganna er sú að þetta er allan tímann eyrnamerkt sem veggjalda- verkefni sem greiðist með gjöldum og þannig borgist lánin til baka.“ Eigendur að 49 prósenta hlutnum á móti Vegagerðinni segir Hreinn að verði sveitarfélög fyrir norðan og aðrir sem áhuga hafa á því að sjá göngin verða til. Næstu jarðgöng sem fjármögn- uð yrðu á hefðbundinn hátt segir Hreinn verða ný Norðfjarðar- göng. Umferð milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar sé hins vegar ekki svo mikil að hægt sé að fara veggjaldaleið. „Forsenda þess að fara í svona veggjöld er að fram- kvæmdin sé arðbær og fjárfest- ingin skili sér til baka.“ Vaðla- heiðargöng segir Hreinn að séu flýtiframkvæmd sem verði ekki að veruleika nema menn séu til- búnir að fara þessa leið. Áformað er að lán við gerð Vaðlaheiðarganga verði tekin hér innanlands til 30 eða 40 ára og greidd niður með vegatollum, líkt og gert var með Hvalfjarðargöng. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) í gær um hvort vegatollar fái staðið undir kostnaði við gerð Vaðlaheiðarganga. „Það sem er líkt með þessum göngum er kostnaðurinn. Upp- reiknað til verðlags í dag var kostnaður við Hvalfjarðargöng 11 milljarðar króna en áætlað er að Vaðlaheiðargöng kosti á bilinu 9-10 milljarða,“ segir í umfjöllun FÍB um leið og bent er á að umferð fyrir norðan sé margfalt minni en um Hvalfjarðargöng. „Spurningin sem vaknar er hvað vegatollar þurfa að vera háir um Vaðlaheiðargöng til að standa undir vöxtum og afborg- unum – og hvort það nægi til.“ Fram kemur að umferð um Hvalfjarðargöng nemi að jafnaði 5.400 bílum á dag allan ársins hring, eða tæplega tveimur millj- ónum bíla á ári. Meðal gangagjald er sagt vera 485 krónur. Á móti er bent á að 12 hundruð bílar fari að jafnaði daglega um Víkurskarð, sem Vaðlaheiðargöng komi til með að leysa af hólmi. „Leiðarstyttingin er 16 kílómetrar og tímasparnaður níu mínútur. Leiðarstytting um Hvalfjörð er hins vegar 42 km og tímasparnaður um 30 mínútur. Segja má að það geti verið þrefalt „ábatasamara“ að fara um Hval- fjarðargöng en Vaðlaheiðargöng,“ segir í umfjöllun FÍB. „Álitamálið sem aðstandendur Vaðlaheiðar- ganga standa frammi fyrir er hvað vegatollurinn ÞARF að vera hár til að standa undir kostnaðinum og hvað hann MÁ vera hár. Helst þarf þetta að vera ein og sama talan. Ef vegatollar standa ekki undir kostn- aðinum þarf ríkissjóður að borga með göngunum. Ákvörðun um að hefja gerð þeirra byggist hins vegar á því að ríkið borgi ekki.“ FÍB um tolla í Vaðlaheiðargöng MCDONALD HÁLSHÖGGVINN Finnski listamaðurinn Jani Leinonen virtist hafa gaman af að hálshöggva sjálfan Ronald McDonald, einkennis- dúkku skyndibitakeðjunnar McDonald’s. Dúkkunni höfðu hann og félagar hans rænt úr einum veitingastaðanna. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA „Það er erfitt að finna rök fyrir því að Fjármálaeftirlitinu séu takmörk sett í starfsemi sinni þótt staðsetning þess sé utan tiltek- inna póstnúmera í Reykjavík,“ segir bæjarráð Kópavogs, sem lýsti fyrir helgi furðu sinni á auglýsingu eftir húsnæði fyrir Fjármálaeftirlitið. Í auglýsingu Ríkiskaupa fyrir hönd FME er óskað eftir tvö þús- und fermetra húsnæði undir starf- semi stofnunarinnar. Skilyrði er að húsnæðið sé í póstnúmerum 101 til 108 í Reykjavík. Stofnunin er vaxin upp úr núverandi húsnæði á Suður- landsbraut. „Bæjarráð dregur í efa lögmæti slíkrar auglýsingar þar sem slíkar takmarkanir útiloka sveitarfélögin á höfuðborgarvæðinu önnur en Reykjavík,“ bókaði einróma bæjar- ráð, sem fól bæjarlögmanni Kópa- vogs að kanna lögmæti auglýsingar- innar. „Ástæðan er vinnutap og kostn- aður sem felst í því að vera lengra í burtu frá stjórnsýslunni; ráðuneyt- um, Seðlabanka, Alþingi og þeim stofnunum stjórnsýslunnar sem við höfum regluleg samskipti við,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri FME, er hann útskýrir óskir stofnunarinnar um staðsetningu. „Ég vona að okkur sé frjálst að velja okkur staðsetn- ingu á húsnæði.“ - gar Bæjarráð Kópavogs undrast skilmála Fjármálaeftirlitsins varðandi leiguhúsnæði: Telja FME geta verið utan Reykjavíkur GUNNAR ANDERSEN Forstjóri FME segir kostnaðarauka felast í því að vera fjarri stjórnsýslunni í miðbæ Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Opnir fundir með nýjum stjórnendum Landsbankans Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, á opnum fundi á Akureyri 3. febrúar. Nýir stjórnendur kynna nýja stefnu bankans og framtíðarsýn, breytingar sem orðið hafa og aðgerðalista næstu mánaða. Við viljum hlusta eir skoðunum og viðbrögðum ykkar, eigenda bankans, til að efla bankann enn frekar. Við ætlum að vera Landsbankinn þinn. Höfn í Hornafirði Nýheimar Fimmtudagur 17. febrúar kl. 20.00 Skráning á landsbankinn.is og í 410 4000 – allir velkomnir! Reykjavík Grand Hótel Þriðjudagur 15. febrúar kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.