Fréttablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 14
14 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
HALLDÓR
Nýbirt samantekt Hagstofu Íslands úr reikningum sjávarútvegsfyrirtækja
sýnir að svokallaður hreinn hagnaðar
(sem sumir enskumælandi hagfræðingar
kalla superprofit, ofurhagnað) í veiðum og
vinnslu nam 45 milljörðum króna á árinu
2009. Í grein hér í blaðinu talar hagfræð-
ingur Landssambands íslenskra útvegs-
manna þessar tölur niður þó að fátt bendi
til annars en að hreinn hagnaður veiða og
vinnslu verði áfram mældur í milljarða-
tugum næsta áratuginn eða svo.
Undir lok greinar sinnar fullyrðir hag-
fræðingur LÍÚ að verði hluti af auðlinda-
rentunni (ofurhagnaðinum) beint til
almennings muni gengið lækka og lífskjör
almennings versna. Enginn rökstuðningur
er lagður fram þessari fullyrðingu til
stuðnings. Það er enda eðlilegt, ég kann
ekki þá hagfræði sem fær rök hagfræð-
ings LÍÚ til að ganga upp. Rifjum upp
að með álagningu veiðigjalds er verið að
veita tekjum af auðlindinni frá handhöfum
veiðiheimilda til eiganda auðlindarinnar,
frá eigendum útgerðarfyrirtækja til
almennings. Þessu fylgir óhjákvæmi-
lega að ráðstöfunartekjur útgerðarmanna
minnka og að tekjur og lífskjör almenn-
ings batna. Tekjutilfærslum af þessu tagi
kunna að fylgja áhrif á gengi og innlent
verðlag, en þá því aðeins að almenningur
ráðstafi tekjum með verulega öðrum hætti
en útgerðarmenn. Til dæmis er líklegt að
við skilyrði frjálsra fjármagnsflutninga
séu útgerðarmenn líklegri til að flytja
tekjur og eignir til útlanda en almennir
borgarar. Tilflutningur tekna til almenn-
ings frá útgerðarmönnum er því líklegri
til að styrkja gengi en að veikja það.
Þannig að veiðigjald mun styrkja lífskjör
almennings úr tveimur áttum, með bein-
um hætti gegnum lægri tekjuskatt eða
lægri virðisaukaskatt eða beinar tilfærsl-
ur og með óbeinum hætti með (smávægi-
legri) styrkingu á raungengi.
Fullyrðing hagfræðings LÍÚ um að
álagning veiðigjalds muni veikja lífskjör
almennings stenst ekki skoðun. Hitt er
annað mál, og hefur aldrei verið dulið, að
álagning veiðigjalds mun skerða tekjur
handhafa veiðiheimilda en auka tekjur
eiganda sjávarauðlindarinnar, sem er
íslenskur almenningur. Skiljanlegt er að
LÍÚ sé það lítt að skapi.
Veiðigjald og gengi
Efnahagsmál
Þórólfur
Matthíasson
prófessor í
hagfræði við
Háskóla Íslands
M
argrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnu-
rekenda og forstjóri lyfjafyrirtækisins Icepharma,
hélt athyglisverða ræðu á fundi félagsins í síðustu
viku, sem sagt var frá í Fréttablaðinu.
Margrét gagnrýndi meðal annars þá yfir-
þyrmandi athygli sem gömlu frumframleiðslugreinarnar, sjávar-
útvegur og landbúnaður, fengju hjá stjórnmálamönnum og fjöl-
miðlum miðað við hlut sinn í atvinnulífinu. Það er sjónarmið sem
mikið er til í. Við undirbúning
umsóknar um aðild að Evrópu-
sambandinu var þannig nánast
eingöngu rætt um hagsmuni
þessara tveggja atvinnugreina.
Þótt þær séu mikilvægar verður
mestu vaxtartækifærin og verð-
mætustu störfin ekki þar að
finna á næstu árum. Tæki færin
liggja í öðrum atvinnugreinum og mætti ræða meira um hvernig á
að halda hagsmunum þeirra til haga, til dæmis gagnvart ESB.
Margrét gagnrýndi sömuleiðis hversu uppteknir Íslendingar
væru af umræðu um náttúruauðlindir. Hún hefur rekið fyrirtæki
í Danmörku og tók dæmi af Dönum, sem lengst af hafa verið
fátækir af auðlindum og vöxtur og þroski samfélagsins hefur fyrir
vikið byggzt á menntun. Áherzla á verk- og verkfræðimenntun
hefur skilað sér í uppbyggingu stórra útflutningsfyrirtækja. Hér
á landi er verkfræðimenntun nú skorin niður og atvinnulífið segir
ekki orð, eins og Margrét vakti athygli á.
„Í ljósi þess hvernig Danir hafa byggt upp sitt öfluga atvinnu-
líf með sterkum og oft alþjóðlegum framleiðslufyrirtækjum er
rökrétt að velta því upp hvort auðlindirnar sem við Íslendingar
erum svo rík af séu okkur mögulega hindrun í að vaxa á öðrum
sviðum,“ sagði Margrét. „Getur verið að við einblínum of mikið
á þær og þá hvort og hvernig við getum nýtt þær í stað þess að
víkka sjóndeildarhringinn og nýta önnur tækifæri?“
Þetta er áhugaverð spurning. Umræður á Íslandi snúast mikið
um hvort og hvar eigi að virkja, hver eigi kvótann, hvað eigi að
borga fyrir hann og svo framvegis. Á sumum sviðum er umræðan
komin út í vitleysu. Þegar rætt er um aðild að alþjóðasamstarfi
hafa sumir áhyggjur af að útlendingar ásælist auðlindir okkar.
Þrálátur misskilningur um að verið sé að selja náttúruauðlindir
á Suðurnesjum tefur fyrir erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu.
Að einhverju leyti hefur bankahrunið spillt fyrir þeim sem
vilja taka ofan auðlindagleraugun. Uppbygging fjármálaþjónustu
var oft tekin sem dæmi um að hér væri hægt að byggja upp arð-
vænlegar atvinnugreinar, sem ekki byggðu á nýtingu annarra
auðlinda en mannauðsins. Eftir hrun hafa margir leitað aftur í
það sem er þekkt, öruggt og íslenzkt.
Vaxtarmöguleikar Íslands liggja í að virkja menntun, þekk-
ingu, hugvit og rannsóknir til að byggja upp nýjar, öflugar og
alþjóðlegar framleiðslugreinar. Umræðan ber hins vegar iðulega
vott um að sjóndeildarhringur margra nær ekki svo langt.
Byrgja deilur um náttúruauðlindir okkur sýn á
önnur tækifæri í efnahagslífinu?
Víðari sjón-
deildarhringur
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Allra flokka kvikindi
Ný auglýsingaherferð Evrópusinna
verður kynnt í dag. Þar munu
75 manns stíga fram sem andlit
herferðar innar. Tveir þingmenn eru
þeirra á meðal, þær Ragnheiður
Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.
Framsóknar menn eiga fleiri fulltrúa í
hópnum, til dæmis Gísla Tryggvason,
talsmann neytenda, og Sæunni
Stefáns dóttur, fyrrverandi þingmann.
Þá er Þröstur Haraldsson, sem nýver-
ið lét af starfi ritstjóra Bændablaðs-
ins, á meðal þátttakenda, eins og
Grétar Þorsteinsson, fyrr-
verandi forseti ASÍ. Hann
hefur setið á framboðslist-
um Vinstri grænna.
Menningin með
Mennta- og menningarlífið er einnig
áberandi: Grínistarnir Bergur Ebbi
Benediktsson og Dóri DNA, Hannes
Pétursson skáld, Njörður P. Njarðvík,
prófessor emeritus, Óttarr Proppé,
borgarfulltrúi og tónlistarmaður,
Högni Egilsson úr Hjaltalín,
rithöfundarnir Jón
Kalman Stefáns-
son, Páll Valsson
og Iðunn Steins-
dóttir og tónlistar-
maðurinn Sigtryggur
Baldursson láta
öll sjá sig.
...og yfirmaður Staðlaráðs
Og fleiri misóvænt nöfn má tína til:
Jóhann R. Benediktsson, fyrrverandi
lögreglustjóri á Suðurnesjum, Finnur
Oddsson hjá Viðskiptaráði, upplýsinga-
fulltrúarnir G. Pétur Matthíasson, Svan-
borg Sigmarsdóttir og Sigríður Dögg
Auðunsdóttir, Jórunn Frímanns-
dóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi,
Jón Diðrik Jónsson, sem var
forstjóri Glitnis á Íslandi, og
Árni Finnsson, formaður
Náttúruverndarsamtakanna.
Fæstum þarf þó að koma mjög
á óvart að framkvæmdastjóri
Staðlaráðs sé Evrópu-
sinnaður.
stigur@frettabladid.is