Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 18
18 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR Neysluviðmið fyrir íslensk heim-ili hafa verið kynnt ásamt skýrslu sérfræðinga um verkefnið. Skýrslan og viðmiðin marka tíma- mót enda hafa margir beðið þess lengi að stjórnvöld legðu fram slíkar upplýsingar sem varpa ljósi á neyslumynstur íslenskra heimila og útgjaldaþörf. Við kynningu neysluviðmiðanna fyrir hagsmunaaðilum og stofnun- um sem varða þessi mál voru við- brögð á ýmsa lund en samhljóm- ur um að í þeim felist mikil vægar upplýsingar sem gagnast muni heimilunum, opinberum aðilum og öðrum sem fjalla um fjármál fólks. Ég fékk að heyra að með birtingu viðmiðanna sýndu stjórnvöld mik- inn kjark, jafnvel fífldirfsku, því með þessu kölluðu þau yfir sig kröfur um betri kjör sem erfitt væri að standa undir. Öðrum þótti of skammt gengið, það vantaði við- mið sem birti svo ekki yrði um villst hvað fólk þyrfti að lágmarki sér til framfærslu. Einn aðili í þess- um hópi sagði þetta þó skref í rétta átt og komst svo að orði að mjór væri mikils vísir. Það er mikill sannleikur í þessum orðum. Tilgangurinn með neyslu- viðmiðunum er að veita heimilum aðgang að upplýsingum sem nýt- ast við áætlun eigin útgjalda en þau geta einnig komið að notum við fjár- hagsráðgjöf og verið til hliðsjónar þegar teknar eru ákvarðanir um fjár hæðir sem tengjast framfærslu. Þau eru hins vegar hvorki endan- legur mælikvarði á hvað telst hæfi- leg neysla einstakra heimila né loka- dómur um hvað fjölskyldur þurfa að lágmarki til að framfleyta sér. Neysluviðmiðin eru þrenns konar: Dæmigert neysluviðmið er lýsandi fyrir neyslu íslenskra heim- ila, byggt á raunverulegum útgjöld- um þeirra til mismunandi neyslu- flokka samkvæmt neyslukönnunum Hagstofunnar. Tekið er miðgildi af útgjöldunum og þannig lýsir við- miðið staðreyndum um öll útgjöld við rekstur dæmigerðra heimila að staðaldri en er hvorki lúxus viðmið né lágmarksviðmið. Skammtíma- viðmið er reiknað á sömu for- sendum en gert ráð fyrir að fólk geti dregið úr neyslu og frestað útgjaldaliðum til skemmri tíma eða í allt að níu mánuði. Grunn viðmið á að gefa vísbendingu um hver geti verið lágmarksútgjöld heimila að jafnaði. Þegar gefnar eru upp fjár- hæðir grunnviðmiðs er kostnaður vegna húsnæðis og bifreiðar undan- skilinn. Það er hins vegar ekki horft framhjá þessum þætti heldur miðað við að þeim kostnaði sé bætt við hjá hverjum og einum vegna þess hve breytilegur hann er eftir aðstæð- um fólks. Neysluviðmið verða alltaf umdeilanleg Það má öllum vera ljóst að vart er unnt að birta í einni tölu viðmið sem segir hvað fólk þarf að lágmarki sér til framfærslu. Ýmsir hafa lýst vonbrigðum yfir því að slík tala hafi ekki verið birt en sömu aðilar hafa einnig sagt að slík nálgun sé illmöguleg þar sem slíkt feli í sér mikla forræðishyggju þar sem fólki er sagt nákvæmlega hvað það þarf til útgjalda vegna ólíkra kostnaðar- liða. Eins skiptir miklu að aðstæður einstaklinga og heimila eru ólíkar og þarfir og væntingar sömuleið- is. Það sem einum finnst nauðsyn telur annar óþarfa. Mat á þörfum breytist frá einum tíma til annars og væntingar fólks ráðast að tölu- verðu leyti af umhverfinu sem það hrærist í og efnahagsástandinu á hverjum tíma. Eins og rakið er í ítarlegri skýrslu sérfræðinganna liggur fyrir tölu- verð reynsla af notkun neysluvið- miða erlendis. Hvergi hafa þau verið bundin í lög eða beintengd launaákvörðunum, misjafnt er hvernig viðmiðin eru samsett og allur gangur er á því hvernig þau eru uppfærð og þeim viðhaldið. Þrátt fyrir þetta hefur þótt mik- ill akkur í því að hafa þessi viðmið og þau hafa verið nýtt á ýmsa lund, hvort sem er af hálfu einstaklinga, opinberra aðila, hagsmunasamtaka og þrýstihópa. Ég hef lagt áherslu á að neyslu- viðmiðin eru lögð fram til frekari umfjöllunar og gagnrýni. Mark- miðið er að þróa þau áfram svo þau gagnist enn betur í málefna- legri umræðu og við endurskoðun á fjárhæðum bóta, greiðslumat, framfærslugrunn sveitarfélaga og setningu lágmarkslauna. Skýrsla sérfræðinganna sem unnu að smíði neysluviðmiða með aðkomu breiðs hóps hagsmuna aðila að verkefninu er tímamótaverk og mikilvæg tilraun til að styrkja umræðu sem byggist á vönduðum upplýsingum. Skýrslan er afrakst- ur umfangsmikillar vinnu þar sem byggt er á viðamiklum gögn- um Hagstofunnar um raunveru- lega neyslu íslenskra heimila, auk áhugaverðra upplýsinga sem í henni birtast um notkun neysluviðmiða hjá öðrum þjóðum. Ég hvet fólk til að kynna sér skýrsluna og nýta sér reiknivél þar sem fólk getur mátað sig að viðmiðunum í samræmi við eigin aðstæður. Skýrslan og reikni vélin er aðgengilegar á heimasíðu ráðu- neytisins (vel.is) og þar gefst fólki kostur á að senda ráðuneytinu athugasemdir og ábendingar. Mikilvægur leiðarvísir Neysluviðmið Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Ég hef lagt áherslu á að neysluviðmiðin eru lögð fram til frekari umfjöllunar og gagn- rýni. Markmiðið er að þróa þau áfram. Í dag gætir þú orðið vitni að hjartastoppi og rétt og skjót viðbrögð gætu skilið á milli lífs og dauða. Á Íslandi verða um 200 hjartastopp á ári. Í Evrópu valda hjartasjúkdómar um 40% dauðsfalla hjá einstaklingum 75 ára og yngri og hjartastopp eru í 60% tilfella orsök dauðsfalla hjá fullorðnum með undir- liggjandi hjartasjúkdóm. Við skyndilegt hjartastopp þarf að hefja endurlífgun án tafar og ef innan við þrjár til fimm mínútur líða frá hjartastoppi þar til endurlífgun er hafin geta lífslíkur orðið á bilinu 50% til 75%. Lífslíkur dragast svo saman um 10-12% á hverri mínútu frá hjartastoppi þar til gefið er hjartarafstuð. Tíminn skiptir því gríðarlega miklu máli. Það skiptir miklu máli að þekkja einkenni yfirvofandi hjartaáfalls svo koma megi í veg fyrir hjartastopp. Líklegt er að fólk finni fyrir óþægilegum þrýstingi, taki eða sárs- auka fyrir miðju brjóstinu sem jafnvel leiðir upp í háls og út í vinstri öxl. Ef verkurinn varir í nokkrar mínútur skal taka hann alvarlega og hringja í Neyðarlínuna 112. Önnur einkenni sem geta komið fram eru svimi, ógleði, sviti, mæði eða yfirlið. Einstaklingur sem fer í hjartastopp missir meðvitund, sýnir engin viðbrögð og hættir að anda. Á fyrstu mínútum eftir hjartastopp getur einstaklingurinn þó andað óeðlilega eða tekið stök andköf. Hringdu strax á Neyðarlínuna 112 sem er samræmt neyðarnúmer fyrir allt landið og byrjaðu endurlífgun án tafa. Hnoða fyrst 30 sinnum á miðjan brjóstkassann á hraðanum 100 hnoð á mínútu og blása síðan 2 sinnum í munn viðkomandi svo að brjóstkassinn rétt lyftist. Haltu áfram að hnoða og blása til skiptis þar til sjúkrabíllinn kemur á vett- vang og sjúkraflutningamenn taka við. Hik- aðu ekki við að beita hjartahnoði eingöngu ef þú ert ófær um að blása. Hjartahnoð er áhrifaríkt fyrstu mínúturnar eftir hjarta- stopp og tryggir lítið en mikilvægt blóðflæði til heila og hjartavöðva, auk þess eykur það líkurnar á að hjartarafstuð beri árangur. Eftir hjartastopp er oftast þörf á sér- hæfðri meðferð inni á spítala sem felst m.a. í lyfjameðferð, súrefnisgjöf og kælingu. Hjartastuðtæki á fjölförnum stöðum Þó endurlífgunin skipti sköpum þarf í flestum tilfellum að gefa hjartarafstuð með hjartastuðtæki til að koma hjartanu aftur í gang. Því fyrr sem hjartarafstuðið er gefið þeim mun meiri líkur eru á að endurlífgunin skili árangri. Á Íslandi er almenningi heimilt að nota sjálfvirk hjartastuðstæki sem finna má víða í íþróttahúsum, sundstöðum, verslunar- miðstöðvum og öðrum fjölförnum stöðum. Hjartastuðtæki greina og meðhöndla hættu- legar hjartsláttartruflanir og eru einföld í notkun. Þeir sem slíkt tæki nota þurfa nær eingöngu að kunna að ýta á „ON“-takkann og líma raf- skaut á bringu sjúklingsins en tækjunum fylgja skýringarmyndir og frá þeim berast munnleg fyrirmæli um hvað skuli gera Aukinn aðgangur að hjartastuðtækjum og þjálfun almennings í endurlífgun og notkun tækjanna gæti fjölgað þeim einstaklingum sem lifa af eftir endurlífgun utan sjúkra- húsa. Á námskeiðum í skyndihjálp færð þú bók- lega og verklega kennslu í endurlífgun. Leið- beinendur útskýra skref fyrir skref hvað á að gera og síðan færðu tækifæri til að æfa handtökin þar til þú getur framkvæmt þau sjálfur. Stefnum að enn betri árangri Svo bæta megi árangur endurlífgunar þarf að framkvæma aðgerðir í réttri röð. Mundu eftir því að hringja í Neyðarlínuna 112. Byrjaðu endurlífgun án tafar með því að hnoða 30 sinnum og blása 2 sinnum til skiptis. Ef hjartastuðtækið er nálægt, tengdu það og fylgdu leiðbeiningum tækisins. Allir ættu að geta brugðist við hjarta- stoppi áður en sérhæft fagfólk kemur til aðstoðar. Endurlífgun er með því mikil- vægara sem við lærum á lífsleiðinni, ein- föld handtök geta svo sannarlega bjargað mannslífi. Getur þú hjálpað þegar á reynir? Endurlífgun Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnisstjóri skyndihjálpar hjá RKÍ NISSAN JUKE Framhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 b eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 14 3.850.000 kr. / 44.221 kr. NISSAN QASHQAI 5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 be eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 18 4.990.000 kr. / 57.227 kr *Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasam Nýr Nissan X-Trail er stærri og rúmbetri en flestir bílar í sama flokki. Þessi vinsæli jeppi er nú fáanlegur í nýrri og uppfærðri útgáfu. Kraftmikil dísilvél, sjálfskipting, eitt fullkomnasta fjórhjóladrif sem völ er á, þráðlaus símabúnaður, skriðstillir, fullkomin hljómflutningstæki og aksturstölva er allt staðalbúnaður í Nissan X-Trail. Kíktu til okkar og reynsluaktu nýjum Nissan X-Trail. Allar nánari upplýsingar á www.nissan.is DÍSIL Verð frá: 5.990.000 Eyðsla: 7.1 l/100 km CO2 losun: 188 g/km E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 7 3 0 NISSAN NOTE 1.4, eyðsla 5,9 l/100km, CO2 losu 1.6, eyðsla 6,6 l/100km, CO2 losu Frá 2.490.000 kr. / 28.870

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.