Fréttablaðið - 15.02.2011, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 2011
HESTAVÖRUR
Alda Jóna Nóadóttir og Óli Óskar Herbertsson í húsakynnum fyrirtækisins að Ögurhvarfi 2. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Top Reiter á Íslandi hefur
sett á markað nýjan hnakk,
IQ, sem verslunareigandinn
Ásgeir Svan Herbertsson segir
taka öðrum fram í gæðum og
virkni.
Verslunin Top Reiter í Ögurhvarfi
hefur frá opnun 2007 boðið upp á
flest allt sem þarf til hestamennsk-
unnar. Um þessar mundir er Top
Reiter að setja á markað hnakk
sem er „tæknilegt meistaraverk“,
að sögn Ásgeirs Svans Herberts-
sonar, eins eiganda Top Reiter.
„Hnakkurinn kallast IQ og er
engum öðrum líkur af þeim sem
við höfum áður framleitt, en við
höfum sent frá okkur ýmsar vand-
aðar gerðir hnakka undanfarin
ár. IQ hnakkurinn er fisléttur og
ofurnæmur, bæði eftirgefanlegur
og fjaðrandi. Hann liggur vel á
nánast hvaða hesti sem er og er því
eðlilegur hluti af samspili manns
og hests. Ég geng svo langt að leyfa
mér að segja að hann opni nýjar
víddir í því samspili,“ segir hann.
Hnakkurinn hefur verið fjög-
ur ár í þróun og þar af fór umtals-
verður tími í að hanna virkið.
„Við ákváðum að endurhugsa
framleiðsluferlið á virkinu. Yfir-
leitt er virkið járnabundið eftir
á en við það getur hnakkurinn
skekkst. Við náðum aftur á móti
að setja járnabindinguna inn í
virkið. Útkoman er alveg einstakt
virki, sem er nauðsynleg undir-
staða að vönduðum hnakki,“ segir
Ásgeir. En þess má geta að virkið
hefur verið prófað í fleiri tegund-
um af Top Reiter-hnökkum síðast-
liðið ár með afar góðum árangri.
„Þess má jafnframt geta að þessi
hönnun á virki þótti fela í sér það
mikla nýsköpun og var það flókin
að Evrópusambandið sá sérstaka
ástæðu til að styrkja okkur í lokin
á þróunarferlinu,“ bendir hann á
og bætir við að hnakkurinn sé líka
mjög flottur í útliti og fáist í tveim-
ur útgáfum.
„Þetta er sá hnakkur sem við
erum hvað stoltust af. Með honum
teljum við okkur hafa framleitt
hnakk, einstakt verkfæri, sem ætti
að höfða til flestra hestamanna,“
útskýrir Ásgeir og segir sjón vera
sögu ríkari.
Top Reiter á Íslandi heldur úti
heimasíðunni www.topreiter.is,
þar er meðal annars að finna upp-
lýsingar um fyrirtækið og vörur
þess.
Alveg einstakt verkfæri
www.topreiter.is
Verslunin Top Reiter býður upp á
gott og fjölbreytt úrval af reiðfatn-
aði og fylgihlutum. „Við erum til
að mynda með okkar eigin fatnað,
þar ber fyrst að nefna Top Reiter-
reiðbuxurnar sem hafa notið mik-
illa vinsælda undan farin ár enda
ákaflega vönduð vara en einnig
framleiðir Top Reiter kuldagalla,
peysur og ýmislegt fleira,“ segir
Alda Jóna Nóadóttir, einn eigenda
verslunarinnar.
Að hennar sögn eru líka seldar
í búðinni hágæða yfirhafnir fyrir
bæði dömur og herra frá þýska
fyrirtækinu Wellensteyn. „Við
höfum verið með þetta merki frá
því að við opnuðum árið 2007 og
því komin með góða reynslu af því.
Viðskiptavinir okkar hafa tekið
þessum fatnaði mjög vel enda fyrst
og fremst bæði vandað og flott
tískumerki sem er selt við góðan
orðstír víða um heim.
Fleira fatakyns er í búðinni
sem nýtist hestamönnum vel, til
dæmis hjálmar, skór og hansk-
ar, þar á meðal hanskar frá þýska
fyrirtækinu Roeckl, sem Alda
segir eftirsótta meðal íslenskra
hestamanna.
Þá eru fleiri vöruflokkar á boð-
stólum, hnakkar, reiðtygi, fóður
og snyrtivörur. Alda hvetur hesta-
menn til að kíkja í heimsókn, en
verslunin Top Reiter kappkostar
að bjóða bjóða faglega og persónu-
lega þjónustu í fallegu umhverfi.
Fjölbreyttur fatnaður
fyrir íslenska reiðmenn
Vel er tekið á móti hestamönnum í Top Reiter. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA