Fréttablaðið - 15.02.2011, Qupperneq 26
15. FEBRÚAR 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● hestavörur
Vant hestafólk er flest meðvitað
um hvernig umgangast skal hross
en til að öryggi bæði knapa og
skepnunnar sé tryggt þarf hesta-
fólk meðal annars að gera sér grein
fyrir hvernig hestar geta brugðist
við í mismunandi aðstæðum.
Fyrir þá sem eru að byrja í
hestamennsku eða vilja skerpa á
öryggisatriðum er mikið lestrar-
efni að finna á til að mynda heima-
síðum tryggingafélaga. Eitt það
mikilvægasta sem knapinn þarf
að huga að er að láta hestinn finna
að að hann getur treyst honum.
Þannig þarf maðurinn að vera
leiðtogi hestsins og vinur hans og
ávinna sér virðingu hestsins. - jma
Leiðtogi og
vinur hestsins
Gott samband milli hestsins og knapans
er með því mikilvægara í hestamennsku.
Kappreiðar hafa tíðkast öldum
saman. Talið er að maðurinn
hafi byrjað að temja hestinn á 4.
til 3. öld fyrir Krist og nota hann
til margra hluta. Um 2700 f. K.
komu kerruakstur, kappreiðar og
ýmsir leikir til sögu. Kerru akstur
náði miklum vinsældum hjá Forn-
Grikkjum og Rómverjum og í
honum var keppt allt fram á 4.
öld. Kappreiðar voru teknar upp á
Ólympíuleikunum 680 f. Kr.
Fyrsta kennslubók í tamningu
og ræktun hesta var rituð á 14.
öld fyrir Krist og Xenophon ritaði
bókina Um reiðlistina (Hippike)
um 400 f. Krist. Hann er talinn
upphafsmaður reiðlistarinnar.
Eftir 1500 hófst á Ítalíu nýtt skeið í
tamningu hesta en kappreiðar eins
og þær þekkjast nú á tímum eru
upprunnar á Englandi á 17. öld. Al-
þjóðasambandið (FEI) var stofnað
1921. Það stendur að HM og EM. Á
Ólympíuleikum hefur verið keppt í
hestaíþróttum frá 1912.
Heimild: museum.is
Kappreiðar
lengi tíðkast
Kappreiðar hafa löngum verið vinsælar.
● AKS DEILDIN AÐ BYRJA Fyrsta mótið af fjórum í meistaradeild
Norðurlands, KS-deildinni, verður annað kvöld í Svaðastaðahöllinni. Þá
verður keppt í fjórgangi. Átján knapar af Norðurlandi keppa þar á eigin
hestum og annarra. „Þetta er fjórða árið sem við erum með þessa deild,“
segir Eyþór Jónasson, framkvæmdastjóri reiðhallarinnar Svaðastaða,
og lýsir fyrirkomulaginu: „Á hverju ári keppa 18 manns og þeir 12 sem
eru efstir að stigum eftir öll fjögur mót vetrarins ávinna sér þátttöku rétt
næsta ár en þeir sex neðstu falla. Við höldum alltaf úrtökumót í janúar
áður en við byrjum tímabilið, öllum er frjálst að reyna og þá bætast sex
við.“
Eyþór segir hálfan mánuð líða milli móta. Greinarnar sem keppt verði
í fyrir utan fjórganginn eru fimmgangur, tölt, smali og skeið, tvær þær
síðastnefndu verði sama kvöldið. Einn stór styrktaraðili er bak við mótið,
Kaupfélag Skagfirðinga og Eyþór segir keppt þar um háar upphæðir.
Sigurvegarar síðasta árs voru knaparnir Þórarinn Eymundsson, Bjarni Jónasson og
Ólafur Magnússon. MYND/SVEINN BRYNJAR
ÉNAXIN er náttúrulegt efni unnið úr öflugum og
heilnæmum jurtakjörnum sem gefur þér orku og kraft strax.
Mjög áhrifarík mixtúra og töflur saman í pakka sem virka frá
fyrsta degi ? Prófaðu ÉNAXIN strax í dag.
ÉNAXIN startpakkinn er einfaldur 35 daga orkukúr
sem inniheldur bæði töflur og orku mixtúru.
Upplagt fyrir þá sem vilja prófa og sannfærast
Ný orkulind fyrir þreytta Íslendinga...
Énaxin orkukúrinn
ORKA & KRAFTUR ÚR NÁTTÚRUNNI
20%
afsláttur
Þekkir þú tilfinninguna að vera þreytt(ur) á óheppilegum augnablikum?
ÉNAXIN hjálpar þúsundum manna hvern dag að losna við þreytu, leiða og orkuleysi.
Við bjóðum 20% afslátt af ÉNAXIN startpakka
frá 10 - 28 febrúar (meðan birgðir endast)
prentun.is
Innflutningsaðili: Gengur vel ehfFæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna