Fréttablaðið - 15.02.2011, Page 36
28 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR
folk@frettabladid.is
Tónlist ★★★
The Heavy Experience
The Heavy Experience
Þessi fyrsta plata hljómsveitarinnar The Heavy Experience er um margt
óvenjuleg. Í fyrsta lagi er þetta er tíu tommu vínylplata, en þær eru afar
sjaldgæfar í seinni tíð. Tíutommurnar fengu alltaf sérstakan sess í plötu-
safninu á þeim tíma þegar vínyllinn var allsráðandi. Iður til fóta með
Þey var t.d. tíutomma og Tórt
verður til trallsins með Stuð-
mönnum. Í öðru lagi er þetta
instrúmental rokkplata. Hún
er tveggja laga, en samt hátt í
tuttugu mínútur að lengd.
The Heavy Experience er
fimm manna sveit, skipuð
tveimur gítarleikurum, bassa-
leikara, trommuleikara og
saxófónleikara. Tónlistin er
hæggeng, þung og innlifunar-
kennd. Lögin eru byggð upp í
ákveðinn hápunkt og fjara svo
rólega út aftur. Það er auðheyrt
að menn eru ekkert að flýta sér
að rumpa þeim af. Gítartónarn-
ir dragast iðulega á langinn og
fá að hljóma óáreittir svo að stundum verða úr hálfgerðar drunur. Saxóf-
ónninn leikur svo frjálslega yfir öllu saman og setur skemmtilegan svip
á útkomuna.
Eins og áður segir eru tvö lög á plötunni. Bæði góð, en það fyrra Bad
Temper, Bloody Sun er sýnu betra. Snilldarlag. Hljómur plötunnar er fínn
og skilar tónlistinni vel, þó að eflaust sé ennþá sterkari upplifun að heyra
þessa tónlist á tónleikum.
Á heildina litið flott frumsmíð frá hljómsveit sem spennandi verður að
fylgjast með í framtíðinni.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Fín innlifun frá The Heavy Experience.
Ný tíutomma í safnið
Afþreyingarvefurinn Filma.is
og 365 miðlar hafa gert með sér
samstarfssamning um að Filma.
is selji eða leigi aðgang á netinu
á efni í eigu 365 miðla sem hefur
verið sýnt á Stöð 2. Meðal vin-
sælla þátta raða Stöðvar 2 sem
þegar eru fáanlegar á Filma.is
eru Vaktaseríurnar þrjár, gam-
anþáttaröðin Ástríður, Wipeout,
Réttur og Steindinn okkar. „Við
fögnum þessu samstarfi við
Filma.is,“ segir Pálmi Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri dagskrár-
sviðs 365 miðla. „Það er að sjálf-
sögðu markmiðið að dagskrárefni
okkar sé aðgengilegt sem víðast.“
Þættir leigðir á Filma.is
NÝ ÞJÓNUSTA Forsvarsmenn Filma.is og
365 miðla handsala samninginn.
The King´s Speech hlaut
konunglegar móttökur á
bresku Bafta-verðlauna-
hátíðinni. Myndin sópaði til
sín sjö verðlaunum og Colin
Firth var valinn besti leik-
arinn annað árið í röð.
Kvikmyndin The King´s Speech
sópaði til sín verðlaunum á bresku
Bafta-hátíðinni á sunnudags-
kvöld. Hún hlaut sjö verðlaun,
þar á meðal sem besta myndin
og fyrir besta leikarann, Colin
Firth. Samleikarar hans, þau Hel-
ena Bonham Carter og Geoffrey
Rush, fengu einnig Bafta fyrir
bestan leik í aukahlutverkum.
Firth vann einnig Bafta á síðasta
ári fyrir hlutverk sitt í myndinni
A Single Man.
Þessi fimmtugi leikari hefur
einnig unnið Golden Globe og
Screen Actors Guild verðlaun-
in fyrir hlutverk sitt sem hinn
stamandi Bretakonungur Georg
VI, auk þess sem hann þykir lík-
legur til að hreppa Óskarinn 27.
febrúar.
David Fincher var valinn besti
leikstjórinn fyrir myndina The
Social Network og Natalie Port-
man var kjörin besta leikkonan í
aðalhlutverki fyrir frammistöðu
sína í Black Swan. Portman er
barnshafandi og mátti ekki fljúga
til Bretlands til að vera viðstödd
athöfnina.
Besta erlenda myndin var
kjörin The Girl with the Dragon
Tatto sem er byggð á bók Stiegs
Larsson, Karlar sem hata konur.
Myndin Inception hlaut þrenn
verðlaun, öll fyrir tæknilega
úrvinnslu.
Athygli vakti að mynd Dannys
Boyle, 127 Hours, fékk engin
verðlaun þrátt fyrir að hafa feng-
ið átta tilnefningar. Þá var leikar-
inn Sir Christopher Lee heiðraður
af Bafta-akademíunni, ásamt J.K.
Rowling, höfundi Harry Potter,
fyrir framlag sitt til breskrar
kvikmyndalistar. - fb
YFIRBURÐIR
KING´S SPEECH
COLIN FIRTH Firth var kjörinn besti leikarinn á
Bafta-hátíðinni annað árið í röð. NORDICPHOTOS/GETTY
SOCIAL NETWORK Aðalleikarar The Social Network, Jesse Eisenberg og
Andrew Garfield, tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Davids Fincher.
POTTER-DÖMUR Emma Watson úr Harry Potter
myndunum og J.K. Rowling, höfundur bókanna,
stilltu sér upp.
17 KLUKKUTÍMAR af viðtalsefni sem fréttaskýringa-þátturinn 60 Minutes tók af Lady Gaga á þriggja mán-aða tímabili hafa verið klipptir niður í 12 mínútur.
Viðtalið verður sýnt á næstunni.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
5
31
35
0
2/
11
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
WWW.MS.IS
NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU
PRÓTEINDRYKKURINN SEM
ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF
HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á
HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU,
LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN
Að ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLU.
HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
MJÓLKURSAMSALAN
NÝBRAGð-TEGUND