Fréttablaðið - 15.02.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 15.02.2011, Síða 46
38 15. febrúar 2011 ÞRIÐJUDAGUR FACEBOOK „Ég hafði alltaf trú á þessu lagi, alveg frá því að Sigurjón tók það upp. En svo er þessi keppni svo hverful að maður veit aldrei. Kepp- endurnir í ár voru náttúrlega frá- bærir, keppnin því mjög tvísýn og eiginlega ekkert öruggt,“ segir Þórunn Erna Clausen. Lagið Aftur heim eftir eigin- mann hennar, Sigurjón heitinn Brink, sigraði í Söngvakeppni Sjón- varpsins á laugardaginn. Það voru vinir Sigurjóns; Hreimur Örn, Vignir Snær, Pálmi Sigurhjartar- son, Matthías Matthías son, Gunnar Ólason og Benedikt Brynleifsson, sem fluttu lagið í beinni útsend- ingu sjónvarpsins. Sigur lags- ins var nokkuð öruggur því sam- kvæmt atkvæðatölum frá RÚV fékk Aftur heim rúmlega 25 þús- und atkvæði. Ég trúi á betra líf eftir Hallgrím Óskarsson, sem hafnaði í öðru sæti, fékk rúmlega átján þúsund en alls bárust 96 þús- und atkvæði. Þórunn viðurkennir að henni hafi alltaf þótt lagið skemmti- legt og grípandi og hún hafi hvatt Sigurjón til að senda það í keppn- ina á sínum tíma. Hann hafi síðan ekki tekið annað í mál en að hún semdi textann við það. Þórunn kveðst strax hafa orðið yfir sig hrifin af laginu hans Sjonna. „Það er svo ólíkt þessum hefðbundnu Eurovision-lögum, það fylgir ekki neinum formúlum,“ segir Þórunn en margir hafa bent á að lagið sé nokkuð í anda dönsku laganna sem hafa náð langt í þess- ari keppni, laga á borð við Fly on the Wings of Love og Never Ever Let You Go. Þórunn viðurkenn- ir að síðarnefnda lagið hafi verið eitt fyrsta lagið sem hún og Sjonni æfðu saman og þau sungu óteljandi oft. Að sögn Þórunnar stendur til að þýða textann yfir á ensku og er sú vinna þegar hafin. Þórunn sá um að stýra atriðinu á laugardagskvöldinu, rétt eins og þegar Sigurjón keppti með lagið Waterslide. Og hún mun einnig sitja í leikstjórastólnum í Þýskalandi þegar atriðið keppir í Düsseldorf í sjálfri Eurovision. ÞÓRUNN ERNA CLAUSEN: HAFÐI ALLTAF TRÚ Á LAGINU HVATTI SIGURJÓN TIL AÐ SENDA LAGIÐ INN HJARTNÆM STUND Þórunn Erna Clausen með sigurlaunin fyrir lagið Aftur heim eftir Sigurjón heitinn Brink. Þórunn ætlar að fylgja atriðinu til Þýskalands þar sem hún mun stýra því. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Tvær nýjar stiklur úr kvikmynd- um sem skarta Anitu Briem í stór- um hlutverkum eru komnar á netið. Þetta eru kvikmyndirnar Dylan Dog: Dead of Night og You, Me & Circus sem leikarinn Omar Epps framleiðir. Fyrrnefndu myndar- innar hefur verið beðið með mik- illi eftirvæntingu á Ítalíu enda er hún byggð á ítalskri myndasögu um einkaspæjara sem hefur hæfi- leika til að kljást við vampírur og uppvakninga. Meðal mótleikara Anitu í mynd- inni er Brandon Routh en hún verður frumsýnd á Ítalíu í næsta mánuði. Ítalir, líkt og Þjóðverjar, eru ekkert sérstaklega hrifnir af ensku og því er Anita „döbbuð“ af ítalskri leikkonu í stiklunni. Hin myndin, You, Me & Circus, er einhvers konar söng- leikur og þar er Anita augljós- lega í stóru hlutverki. Stiklan býður upp á mjög dramatísk atriði milli Anitu og aðal- leikarans en ekki er vitað hvort eða hvenær myndirnar rata til Íslands. - fgg Anita á ítölsku TVÆR MYNDIR Anita Briem frumsýnir væntanlega tvær myndir á þessu ári, annars vegar You, Me & Circus og hins vegar Dylan Dog: Dead of Night. „Ég hef ákveðið að banna tón- list mína á Lindinni. Þeir spila mig aldrei þar þessir helvítis aumingjar.“ Dr. Gunni hellir sér út í slaginn sem Jóhann G. Jóhannsson byrjaði. „Ég er að byrja að teikna þetta upp,“ segir tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Frið- björnsson. Björn verður kynnir á Edduverðlauna- hátíðinni sem verður haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn og í beinni útsendingu á Stöð 2. „Ég var rólegur yfir þessu þangað til núna – þangað til þú hringdir. Þá vaknaði ég upp af vondum draumi og þarf að pæla í þessu,“ segir Björn, sem hefur verið upptekinn við að setja upp sýninguna Í nánd ásamt félög- um sínum í hljómsveitinni Nýdönsk. Spurður hvort hann hafi áður tekið að sér svipuð verkefni segir Björn að hann hafi gert það í gamla daga, þótt hann hafi reyndar aldrei kynnt Edduna. „Ég fékk nú Edduverðlaunin einu sinni, fyrir Engla alheimsins,“ segir hann léttur. „Ætli þetta sé ekki svona eins og þegar menn fá Fálkaorðuna, þá setja þeir hana á sig á tyllidögum. Ætli ég verði ekki með mína á mér til að ítreka það að ég sé verðugur.“ Störf kynna á verðlaunahátíðum vekja oft mikla athygli og skemmst er að minn- ast þess þegar breski grínistinn Ricky Gervais fór á kostum á Golden Globe hátíðinni í janúar. Ætli íslenski kvik- myndabransinn eigi von á slíkri með- ferð? „Ég á eftir að horfa á hvernig Ricky Gervais gerði þetta. Ég þakka þér fyrir ábendinguna,“ segir Björn. „Ég heyrði náttúrlega um það í fréttum – ætli ég verði ekki að kynna mér hvernig hann fór að. Og einhverjir aðrir. Balti var nú léttur í fyrra.“ Hann var mjög pólitískur. Ætlar þú að feta þær slóðir? „Pólitíkin dugði í fyrra, það hefur lítið gerst í þeim efnum síðan og ekki þörf á að draga það fram aftur. Ég held að fólk muni eftir því og það þarf ekki að ítreka það. Ætli ég verði ekki sjálfum mér verstur, er ég það ekki alltaf?“ - afb Björn Jörundur kynnir á Eddunni KYNNIR KVÖLDSINS Björn Jörundur verður kynnir á Eddunni í ár og veltir nú fyrir sér hvort hann verði með Edduverðlaunin sín á sér. Vefsíðan er.is er einn vinsælasti spjallvefur landsins en þar skrifar fólk gjarnan undir dulnefni um menn og málefni. Heitasta umræðuefnið var hvort Jóhanna Guðrún hefði farið í fýlu þegar tilkynnt var að lögin Aftur heim og Ég trúi á betra líf hefðu verið efst. Er-verjar höfðu augljóslega horn í síðu Eurovision-stjörnunnar og skömmuðu hana rækilega fyrir sína framkomu þar til kærasti hennar, Davíð Sigurgeirsson, birtist óvænt og tók upp hansk- ann fyrir sína konu. Jóhanna Guðrún svaraði síðan sjálf gagnrýnisröddum á Facebook- síðu sinni og erlendum Eurovision- síðum. Eurovision-aðdáendur hafa lengi haldið því fram að þeir hafi mikil áhrif á úrslit Eurovision og þeir brugðust ókvæða við þegar Jóhanna Guðrún komst ekki áfram. Heitar umræður hafa átt sér stað á esctoday.com sem er einn stærsti Eurovision-vettvangurinn á netinu og þar segja menn að Nótt hafi verið besta lagið. Eurovision-nördar hafa raunar yfirleitt verið hrifnir af íslenskum lögum, þeir spáðu til að mynda Selmu mikilli velgengni í seinna skiptið sem hún fór og sáu vart sólina fyrir Heru Björk en annað kom á dag- inn og þau lög máttu sín lítils. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími Óska eftir að kaupa enskt Lingaphone - námskeið upplýsingar í síma 865 7013

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.