Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 8

Barnablaðið - 01.05.1954, Blaðsíða 8
Ilann gaf líf §itt í smábæ einum skammt £rá Chicago er legsteinn úr marmara í kirkjugarði einum. Minnisvarð- inn ber yfir alla aðra minnisvarða. Jrar í grennd. Þessi minnisvarði var reistur til minningar um lítinn blaðsöludreng. Hann var vanur að selja blöð á götunum og hét Willy Ro. Hann var örkumlaður og gekk við hækjur. En við þær hafði drengurinn fest járnhylki, þar sent hann geymdi blöðin, meðan hann var að selja. Stáleinokunin hafði verksmiðjur sínar í þessari litlu borg og þar í verksmiðjuportun- um seldi drengurinn blöðin sín. Dag nokkurn kom brunabíll ak- andi eftir götunni. Litli drengur- inn haltraði áfram á hækjunum sínum á eftir bílnum og kom að húsi, sem stóð í björtu báli. Meðan hann stóð þarna og horfði á húsið, heyrði hann fólkið allt í kringum sig vera að segja: „Það er lítil stúlka á efstu hæðinni." Willy Ro horfði á brunaliðsmennina, hvar þeir reistu stiga upp að glugganum, þar sem litla stúlkan var inni og einnig sprautuðu þeir vatni. Einn bruna- liðsmannanna klifraði upp. Fólks- fjöldinn Inópaði fullum hálsi „Húrra!“ og uppörvaði hann þann- ig í björgunarstarfinu. Eftir nokkr- ar mínútur kom hann aftur út og klifi'aði niður stigann. Litlu stúlk- una bar liann í frakkanum sínum. Þegar hann kom niður, lagði hann litlu stúlkuna á jörðina. Hún var með lífi en hættulegum brunasár- um. Það var farið með hana á sjúkrahús. Willy Ro fór aftur á vanastaðinn sinn og byrjaði á ný vinnu sína. Næsta dag las hann um það í blöðunum, að litla stúlkan, sem var dóttir ríkra foreldra, væri lifandi ennþá. Einnig stóð þar að lesa, að hún þarfnaðist þess að fá heilbrigða húð yfir brunasárin, ef hún ætti að halda lífi. Yfirlæknirinn sagði, að það yrði að vera liúð af barni á hennar aldri. Hún var 13 ára, en Willy Ro 12 ára! Hann leit niður á veslings, aurnu fæturna sína. Annar fóturinn var sex þumlung- um styttri en hinn, en að öðru leyti var fóturinn heilbrigður. Og, þegar hann horfði á fótinn og hugsaði um leið um litlu stúlkuna, var hann reiðubúinn að fórna sér og lagði af stað til sjúkrahússins. 24 HARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.