Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 6
Hœttuleg ferð!
Allt fólkið í Kvistahverfi var í
leiðu skapi. Það átti að rífa gömlu
húsin í hverfinu og byggja ný
hús í stað þeirra.
Kalli átti heima í Kvistahverfi.
Hann hafði alizt þar upp, en nú
átti fjölskylda hans að flytja. Kalli
var í mjög slæmu skapi. Nú missti
hann alla sína gömlu félaga og
þangað sem hann átti að flytja var
allt óþekkt. Hann þekkti engan í
því hverfi. Nei, hann vildi vera
kyrr á sínum gamla stað. Hann
gæti byggt sér jarðhús og búið þar
einsamall. En því miður var slíkt
ekki leyfilegt í stórborg. Þar varð
allt að vera í röð og reglu.
Nýr skóli og nýtt heimili. Þetta
voru mikil umskipti. En Kalli
vandist þessu fljótlega. Hann átti
heima á 10. hæð í háhýsi. Hann
fékk ekki leyfi til að spila á píanó-
ið á hvaða tíma sem var. Auðvitað
fékk hann að æfa sig, en foreldrar
hans vildu ekki að hann gerði ná-
grönnunum ónæði. Kalli vandist
þessu öllu smátt og smátt og einnig
sínum nýju félögum.
Að vissu leyti var betra að vera
hér en í gamla hverfinu. Hér var
mjög stutt til skógarins og einnig
26 BARNABLAÐIÐ
til vatnsins. Það var næstum eins
og að vera í sveit. Stutt frá hús-
inu var hátt klettabelti. Þar var
Kalli oft að leika sér. Það var
skemmtilegt að vera í fjallgöngu-
mannaleik. En þetta var hættuleg-
ur staður fyrir börn og það hafði
verið talað um að setja upp girð-
ingu kringum staðinn til að halda
börnunum fi'á.
Á vissum stöðum var bergið
mjög bratt og hættulegt. Kalli og
félagar hans héldu sig í hæfilegri
fjarlægð frá slíkum stöðum. —
Dag einn bættist nýr félagi í hóp-
irin. Hann hét Eðvald. Eðvald var
djarfur og skemmtilegur drengur.
Hann hélt því fram við drengina
að hann hefði verið með föður sín-
um í Alpafjöllunum og klifið klett-
ana þar. Þessu trúðu ekki dreng-
irnir og einmitt þess vegna fann
Eðvald sig knúinn til að sýna
hvað hann gæti. Dag einn, þegar
drengirnir hittust við bergið, hafði
Eðvald með sér sveran kaðal. Nú
ætlaði Eðvald að sýna hvað hann
gæti.
Uppi á klettabrúninni stóðu
drengirnir en Eðvald fyrir neðan.
Drengirnir héldu um efri enda kað-