Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 13

Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 13
Sjáðu blómin þarna! Lena liafði sannfært hana um að það væri ljótt að fara heim frá félaga sínum, þegar þær hefðu það svo skemmtilegt. — Stúlkurnar gengu hlið við hlið eftir veginum og til að sjá voru þær sem beztu vinir er trúðu hvor annarri fyrir leyndarmálum sínum. En þetta var ekki þannig. María gætti sín fyrir Lenu. — Sjáðu blómin þarna! sagði Lena og byrjaði að hlaupa. — Þetta er húsið hennar Elsu. Hún er á sjúkrahúsi núna, en hún kemur bráðum heim. Við megum ekki fara inn í garðinn, sagði María. — Láttu ekki svona. Það er eng- inn heima í húsinu og þá er allt í lagi. Komdu María, sagði Lena. — Ég týni ekki blóm sem aðrir eiga. Það er þjófnaður. Ég vil ekki stela, sagði María. — Það vil ég heldur ekki, sagði Lena. Trúir þú því um mig? Nei, ég vil týna þau blóm sem eru út- sprungin. Þau verða visin þegar Elsa kemur heim. Ekki er fallegt að sjá visin blóm í garðinum. — Ég þori samt ekki að taka heim blómin. Mamma verður bæði hrygg og reið, sagði María. — Ég hef ekki hugsað mér að taka blómin heim, sagði Lena. Við getum farið með blómin til borgarinnar og selt þau. Það er ekki svo langt að ganga þangað og svo gætum við líka hjólað. María var nú komin inn í garð- inn. Hún stóð hikandi frammi fyrir öllum blómunum. Þetta voru falleg blóm, sem mundu geta fært þeim drjúga peninga. Enginn þurfti að vita, hvernig þau væru fengin. Aðeins ef Lena gæti þagað. 'Maríu varð órótt við þessa hugsun. BARNABLAÐIÐ 33

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.